Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Kjartan Kjartansson skrifar 23. október 2025 11:10 Heimsmeistarabikarinn sem sigurvegarinn á fær í sinn hlut. FIFA malar gull en spilling hefur grasserað á meðal æðstu stjórnenda þar um árabil. Vísir/EPA Svissnesk eftirlitsstofnun með veðmálastarfsemi hefur lagt fram kæru á hendur Alþjóðaknattspyrnusambandinu vegna viðskipta þess með sýndareignir í tengslum við miðasölu fyrir heimsmeistaramótið á næsta ári. Salan sé í reynd ólögleg veðmálastarfsemi. Kæran snýst um svo svokölluð stafræn skírteini (NFT) en það er tegund af sýndareignum sem hafa orðið fyrirferðarmiklar á undanförnum árum. Skírteinin innihalda stafrænar útgáfur af atvikum á mótum FIFA og spjöld með leikmönnum í takmörkuðu upplagi. Sumum þessara skírteina fylgir réttur til þess að kaupa miða á ákveðna leiki á heimsmeistaramótinu sem verður haldið í Norður-Ameríku á næsta ári. Sá réttur er þó háður ýmsum breytum, meðal annars hvort að lið þess sem kaupir skírteinið komist á mótið. Skírteinin eru seld á vef FIFA og ganga svo kaupum og sölum á sérstöku markaðstorgi á vegum sambandsins. Svissneska eftirlitsstofnunin hóf nýlega frumkvæðisathugun á NFT-sölu FIFA. Kæruna lagði hún svo fram á föstudag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Höfuðstöðvar FIFA eru í Zürich í Sviss. „Á meðan á rannsókn okkar stóð voru grunsemdir staðfestar um að collect.fifa.com [innskot blaðamanns: sýndareignasölusíða FIFA] bjóði upp á veðmálastarfsemi sem er ekki með starfsleyfi í Sviss og er þar af leiðandi ólögleg,“ sagði stofnunin í yfirlýsingu. FIFA hvetti notendur síðu sinnar til þess að safna og skiptast á rafrænu skírteinunum til þess að fá aðgang að miðasölu á leiki á HM. Aðeins væri hægt að taka þátt með því að leggja fé undir og ávinningurinn væri fjárhagslegur sem byggði á handahófskenndum útdrætti. „Út frá sjónarhóli laga um fjárhættuspil eru tilboðin sem um ræðir að hluta til happdrætti og að hluta til íþróttaveðmál,“ sagði ennfremur í tilkynningu eftirlitsstofnunarinnar. FIFA hefur sagt að kaupréttur á miðum í gegnum sölu á NFT-eignir sé viðbragð sambandsins við gríðarlegri umframeftirspurn eftir miðum á leiki á heimsmeistaramótinu. Rafmyntir og sýndareignir FIFA HM 2026 í fótbolta Sviss Mest lesið Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Kæran snýst um svo svokölluð stafræn skírteini (NFT) en það er tegund af sýndareignum sem hafa orðið fyrirferðarmiklar á undanförnum árum. Skírteinin innihalda stafrænar útgáfur af atvikum á mótum FIFA og spjöld með leikmönnum í takmörkuðu upplagi. Sumum þessara skírteina fylgir réttur til þess að kaupa miða á ákveðna leiki á heimsmeistaramótinu sem verður haldið í Norður-Ameríku á næsta ári. Sá réttur er þó háður ýmsum breytum, meðal annars hvort að lið þess sem kaupir skírteinið komist á mótið. Skírteinin eru seld á vef FIFA og ganga svo kaupum og sölum á sérstöku markaðstorgi á vegum sambandsins. Svissneska eftirlitsstofnunin hóf nýlega frumkvæðisathugun á NFT-sölu FIFA. Kæruna lagði hún svo fram á föstudag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Höfuðstöðvar FIFA eru í Zürich í Sviss. „Á meðan á rannsókn okkar stóð voru grunsemdir staðfestar um að collect.fifa.com [innskot blaðamanns: sýndareignasölusíða FIFA] bjóði upp á veðmálastarfsemi sem er ekki með starfsleyfi í Sviss og er þar af leiðandi ólögleg,“ sagði stofnunin í yfirlýsingu. FIFA hvetti notendur síðu sinnar til þess að safna og skiptast á rafrænu skírteinunum til þess að fá aðgang að miðasölu á leiki á HM. Aðeins væri hægt að taka þátt með því að leggja fé undir og ávinningurinn væri fjárhagslegur sem byggði á handahófskenndum útdrætti. „Út frá sjónarhóli laga um fjárhættuspil eru tilboðin sem um ræðir að hluta til happdrætti og að hluta til íþróttaveðmál,“ sagði ennfremur í tilkynningu eftirlitsstofnunarinnar. FIFA hefur sagt að kaupréttur á miðum í gegnum sölu á NFT-eignir sé viðbragð sambandsins við gríðarlegri umframeftirspurn eftir miðum á leiki á heimsmeistaramótinu.
Rafmyntir og sýndareignir FIFA HM 2026 í fótbolta Sviss Mest lesið Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent