Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar 20. október 2025 11:46 Liðin 5 ár frá því ég, fyrstur manna, ljóstraði upp um blóðmeramálið 14. jan. 2020 í grein á heimildins.is og hefur hlotið viðurkenningu frá 1700 lesendum Heimildarinnar heitinnar. Samfélagið allt fór um tíma bókstaflega á hvolf eftir birtingu hennar. Málið þótti og þykir svo níðingslegt. Nú hafa íslensk og útlensk dýraverndunarsamtök sankað að sér 300 þús. undirskriftum skv. mbl.is sem hafa verið afhentar ráðherra dýraverndarmála á Íslandi Hönnu Katrínu, sem líklega engan áhuga hefur á málinu þrátt fyrir að vera Evrópusinni, sem Viðreisnarforystusauður. Blóðtaka úr merum er fordæmd í öllum Evrópulöndum utan Íslands. Með Hönnu Katrínu í ríkisstjórn situr flokkurinn Flokkur fólksins. Formaður þess flokks, Inga Sæland er þagnaður. Hafði hún um málið hæst allra þingmanna í stjórnarandstöðu. Um leið og sætið var í sjónmáli virðist svo sem hún hafi sett málfrelsi sitt um blóðmeramálið í gíslingu. - Þingmenn eiga þó að heita frjálsir sannfæringa sinna. Svo sérkennilegar eru áherslur þess flokks að mikilvægara þykir honum, skv. miðlum þegar þetta er skrifað, að skikka bændur í meirapróf heldur en að berjast gegn blóðmerahaldi. Áhrifamenn fjórða valdsins virðast löngu búnir að missa áhuga á blóðmeramálinu, sem er virkilega miður. Eftir stendur að blóðmeramálið er eitt mesta dýraníð á Íslandi. Það vekur með mér óhug að völdin þrjú, þing, framkvæmdavald með pressu frá því fjórða, fjölmiðlum, skuli ekki hafa stöðvað þennan hrottaskap gagnvart blóðmerum og föllnum folöldum þeirra. 5 árum eftir að upplýst var um þetta mikla dýraníð er ennþá verið að níðast á blóðmerum og Matvælastofnun dansar með níðinu. Upphaf umfjöllunar um blóðmeraníðið má finna á þessum tengli. Höfundur er dýraverndarlögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Stefán Árnason Blóðmerahald Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Sjá meira
Liðin 5 ár frá því ég, fyrstur manna, ljóstraði upp um blóðmeramálið 14. jan. 2020 í grein á heimildins.is og hefur hlotið viðurkenningu frá 1700 lesendum Heimildarinnar heitinnar. Samfélagið allt fór um tíma bókstaflega á hvolf eftir birtingu hennar. Málið þótti og þykir svo níðingslegt. Nú hafa íslensk og útlensk dýraverndunarsamtök sankað að sér 300 þús. undirskriftum skv. mbl.is sem hafa verið afhentar ráðherra dýraverndarmála á Íslandi Hönnu Katrínu, sem líklega engan áhuga hefur á málinu þrátt fyrir að vera Evrópusinni, sem Viðreisnarforystusauður. Blóðtaka úr merum er fordæmd í öllum Evrópulöndum utan Íslands. Með Hönnu Katrínu í ríkisstjórn situr flokkurinn Flokkur fólksins. Formaður þess flokks, Inga Sæland er þagnaður. Hafði hún um málið hæst allra þingmanna í stjórnarandstöðu. Um leið og sætið var í sjónmáli virðist svo sem hún hafi sett málfrelsi sitt um blóðmeramálið í gíslingu. - Þingmenn eiga þó að heita frjálsir sannfæringa sinna. Svo sérkennilegar eru áherslur þess flokks að mikilvægara þykir honum, skv. miðlum þegar þetta er skrifað, að skikka bændur í meirapróf heldur en að berjast gegn blóðmerahaldi. Áhrifamenn fjórða valdsins virðast löngu búnir að missa áhuga á blóðmeramálinu, sem er virkilega miður. Eftir stendur að blóðmeramálið er eitt mesta dýraníð á Íslandi. Það vekur með mér óhug að völdin þrjú, þing, framkvæmdavald með pressu frá því fjórða, fjölmiðlum, skuli ekki hafa stöðvað þennan hrottaskap gagnvart blóðmerum og föllnum folöldum þeirra. 5 árum eftir að upplýst var um þetta mikla dýraníð er ennþá verið að níðast á blóðmerum og Matvælastofnun dansar með níðinu. Upphaf umfjöllunar um blóðmeraníðið má finna á þessum tengli. Höfundur er dýraverndarlögfræðingur.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar