Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar 14. október 2025 13:31 Ræða Donalds Trump í ísraelska þinginu þann 13. október var ógeðsleg. Þetta var ekkert annað en sjálfsupphafning og opinberun á spillingu í beinni útsendingu. Trump nýtti tækifærið til að þakka Miriam Adelson ísraelsk-amerískum milljarðamæringi fyrir 100 milljón Bandaríkjadala í framlög til kosningabaráttu sinnar og leyndist engum að framlag Miriam átti stóran þátt í að tryggja stuðning Trumps við herrekstur Ísraels. Hér má sjá ræðuna í fullri lengd. Trump og fjölskylda hans eru ekki að vinna að friði, þau eru að græða. Jared Kushner, tengdasonur Trumps spilar stórt hlutverk í samningateyminu sem skipuleggur framtíð Palestínumanna. Kushner fékk yfir 2,5 milljarða Bandaríkjadala frá Sádi-Arabíu, Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum og Katar í fjárfestingafélag sitt og hann er meðfjárfestir í ísraelskum fyrirtækjum sem byggja á hernumdu svæðum í Vesturbakkanum. Hvar erum við stödd sem mannkyn þegar leiðtogar geta opinberlega tengt peninga, vald og blóðsúthellingar í sama andardrætti og fá klapp fyrir? Þetta var ekki pólitísk ræða, þetta var útboð. Þarna sást berlega hvernig heimsvaldapólitík hefur orðið að leikvelli auðkýfinga þar sem mannslíf eru verðlaus og siðferðið er dautt. Tvær milljónir manna, þar af helmingur börn, hafa verið sprengd í tætlur, svelt og dæmd til útrýmingar. Donald Trump, sem hrósaði sér fyrir að senda endalausar birgðir af vopnum til að „klára verkið” er nú hampað sem friðarhöfðingja fyrir að „stöðva“ þjóðarmorðið sem hann tók þátt í að heyja og studdi af krafti. Það er ekki hugrekki, það er blekking. Vissulega léttir manni að sjá vopnahlé á Gaza og hjálpargögn streyma aftur inn, en við skulum hafa það á hreinu að Bandaríkjamenn höfðu vald til að stöðva þetta þjóðarmorð mörgum sinnum sl. 2 ár en kusu að gera það ekki. Trump er ekki að leggja grunninn að friði í Miðausturlöndum. Það er einfeldni að halda því fram. Hann lítur á gjörning sinn sem viðskiptasamning og hann er á kostnað palestínsku þjóðarinnar. Óréttlætið er yfirþyrmandi. Á meðan Donald Trump stóð í ræðustól Knesset og hafnaði allri umræðu um sjálfstætt ríki Palestínu, flutti Abdel Fattah el‑Sisi forseti Egyptalands friðarboðskap á ráðstefnunni í Sharm El‑Sheikh, þar sem hann lýsti því yfir að tveggja ríkja lausnin væri „eina raunhæfa leiðin“ til friðar. „Tveggja ríkja lausnin er eina leiðin til friðar sem tryggir rétt beggja þjóða.“ – El‑Sisi, 13. október 2025 Á sama tíma hafði Trump sagt: „There will be no Palestinian state. There will be no return to 1967 borders.“ Þetta ósamræmi opinberar hið klassíska leikrit svæðisins: leiðtogar nota orð um „reisn og réttlæti“ fyrir framan alþjóðasamfélagið en taka þátt í pólitískum samningum sem útiloka einmitt þá framtíð sem þeir segjast styðja. Í þessu samhengi verður ljóst að „friðarsamningurinn“ sem kynntur var í Sharm El‑Sheikh byggir ekki á réttlæti heldur á valdi. Þar sem Bandaríkin hafna tveggja ríkja lausn og Ísrael fær frjálst spil til að halda áfram hernámi og landtökum, er það sem kallað er „friðarsamningur“ er í raun aðeins formfesting áframhaldandi kúgunar. Og hvað gerist næst? Ekki friður í eiginlegum skilningi því hérnámið heldur áfram. Planið eflir bara kerfisbundna aðskilnaðarstefnu. Það er enginn rammi fyrir sjálfstæði Palestínumanna í þessum samningum. Engin viðurkenning á rétti til lands, frelsis eða öryggis. Aðeins frekara ofbeldi í dulargervi „stöðugleika“. Gleymum því ekki að hernámið hefur verið dæmt ólöglegt af Alþjóðadómstólnum og Netanyahu er eftirlýstur af Alþjóðasakamáladómstólnum. Hér fer ekki saman hljóð og mynd. Ef við höfum áhyggjur af öfgastefnu þá eigum við að byrja á því að horfast í augu við hvernig hún verður til. Með kúgun, með vanvirðingu og með hræsni. Það er ekki „róttækt“ að tala um þjóðarmorð eða að gagnrýna rík lönd sem vopnavæða og fjármagna kúgarann. Það er einfaldlega nauðsynlegt. Þögn í þessum aðstæðum er meðsekt. Og að kalla raddir Palestínumanna eða samstöðu með þeim „óhjálplega“ eða „öfgafulla“ er hluti af sama menningarlega doða sem gerir fjöldamorð möguleg. Ég hef unnið í Mið- og Vestur-Asíu í næstum 20 ár. Reynsla mín segir mér að við höfum séð þetta áður. Í Afganistan, þar sem áratugalangt hernám Sovíetmanna og síðar innrás Vesturlanda mynduðu kjöraðstæður fyrir ekki bara uppreisn heldur líka öfgastefnu. Í Írak, þar sem ólögmæt innrás, byggð á lygum, varð til þess að yfir milljón manns létust og ISIS varð til. Í Íran, þar sem valdarán árið 1953, stutt af Bandaríkjunum, lagði grunninn að áratugalangri harðstjórn og óánægju yfir vestrænum afskiptum. Öll þessi dæmi sýna það sama: kúgun fæðir öfgastefnu. Vonleysi fæðir ofbeldi. Óréttlæti fæðir andspyrnu. Það er mikilvægt að muna að ISIS til að mynda er ekki einungis trúarlegur eða öfgafullur hópur hryðjuverkamanna heldur afleiðing óréttlætis og upplifaðrar kúgunar. Þetta er akkúrat það sem við verðum að skilja þegar við horfum á Gasa og svæðið í heild: öfgastefna dafnar í skugga grimmdar og óréttlætis. Ef heimsbyggðin lítur annað, eða hvetur til “stöðugleika” á grundvelli ólýðræðislegra samninga og blóðugra kúgana, þá verður framtíðin ekki friðsæl heldur öfgakenndari og hættulegri fyir botni Miðjarðahafs. Sá sem tekur þátt í þjóðarmorði er einfaldlega samsekur. Frelsisbarátta Palestínumanna heldur áfram. Höfundur er sérfræðingur í öryggis- og þróunarmálum og hefur unnið til margra ára í Miðausturlöndum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helen Ólafsdóttir Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Ræða Donalds Trump í ísraelska þinginu þann 13. október var ógeðsleg. Þetta var ekkert annað en sjálfsupphafning og opinberun á spillingu í beinni útsendingu. Trump nýtti tækifærið til að þakka Miriam Adelson ísraelsk-amerískum milljarðamæringi fyrir 100 milljón Bandaríkjadala í framlög til kosningabaráttu sinnar og leyndist engum að framlag Miriam átti stóran þátt í að tryggja stuðning Trumps við herrekstur Ísraels. Hér má sjá ræðuna í fullri lengd. Trump og fjölskylda hans eru ekki að vinna að friði, þau eru að græða. Jared Kushner, tengdasonur Trumps spilar stórt hlutverk í samningateyminu sem skipuleggur framtíð Palestínumanna. Kushner fékk yfir 2,5 milljarða Bandaríkjadala frá Sádi-Arabíu, Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum og Katar í fjárfestingafélag sitt og hann er meðfjárfestir í ísraelskum fyrirtækjum sem byggja á hernumdu svæðum í Vesturbakkanum. Hvar erum við stödd sem mannkyn þegar leiðtogar geta opinberlega tengt peninga, vald og blóðsúthellingar í sama andardrætti og fá klapp fyrir? Þetta var ekki pólitísk ræða, þetta var útboð. Þarna sást berlega hvernig heimsvaldapólitík hefur orðið að leikvelli auðkýfinga þar sem mannslíf eru verðlaus og siðferðið er dautt. Tvær milljónir manna, þar af helmingur börn, hafa verið sprengd í tætlur, svelt og dæmd til útrýmingar. Donald Trump, sem hrósaði sér fyrir að senda endalausar birgðir af vopnum til að „klára verkið” er nú hampað sem friðarhöfðingja fyrir að „stöðva“ þjóðarmorðið sem hann tók þátt í að heyja og studdi af krafti. Það er ekki hugrekki, það er blekking. Vissulega léttir manni að sjá vopnahlé á Gaza og hjálpargögn streyma aftur inn, en við skulum hafa það á hreinu að Bandaríkjamenn höfðu vald til að stöðva þetta þjóðarmorð mörgum sinnum sl. 2 ár en kusu að gera það ekki. Trump er ekki að leggja grunninn að friði í Miðausturlöndum. Það er einfeldni að halda því fram. Hann lítur á gjörning sinn sem viðskiptasamning og hann er á kostnað palestínsku þjóðarinnar. Óréttlætið er yfirþyrmandi. Á meðan Donald Trump stóð í ræðustól Knesset og hafnaði allri umræðu um sjálfstætt ríki Palestínu, flutti Abdel Fattah el‑Sisi forseti Egyptalands friðarboðskap á ráðstefnunni í Sharm El‑Sheikh, þar sem hann lýsti því yfir að tveggja ríkja lausnin væri „eina raunhæfa leiðin“ til friðar. „Tveggja ríkja lausnin er eina leiðin til friðar sem tryggir rétt beggja þjóða.“ – El‑Sisi, 13. október 2025 Á sama tíma hafði Trump sagt: „There will be no Palestinian state. There will be no return to 1967 borders.“ Þetta ósamræmi opinberar hið klassíska leikrit svæðisins: leiðtogar nota orð um „reisn og réttlæti“ fyrir framan alþjóðasamfélagið en taka þátt í pólitískum samningum sem útiloka einmitt þá framtíð sem þeir segjast styðja. Í þessu samhengi verður ljóst að „friðarsamningurinn“ sem kynntur var í Sharm El‑Sheikh byggir ekki á réttlæti heldur á valdi. Þar sem Bandaríkin hafna tveggja ríkja lausn og Ísrael fær frjálst spil til að halda áfram hernámi og landtökum, er það sem kallað er „friðarsamningur“ er í raun aðeins formfesting áframhaldandi kúgunar. Og hvað gerist næst? Ekki friður í eiginlegum skilningi því hérnámið heldur áfram. Planið eflir bara kerfisbundna aðskilnaðarstefnu. Það er enginn rammi fyrir sjálfstæði Palestínumanna í þessum samningum. Engin viðurkenning á rétti til lands, frelsis eða öryggis. Aðeins frekara ofbeldi í dulargervi „stöðugleika“. Gleymum því ekki að hernámið hefur verið dæmt ólöglegt af Alþjóðadómstólnum og Netanyahu er eftirlýstur af Alþjóðasakamáladómstólnum. Hér fer ekki saman hljóð og mynd. Ef við höfum áhyggjur af öfgastefnu þá eigum við að byrja á því að horfast í augu við hvernig hún verður til. Með kúgun, með vanvirðingu og með hræsni. Það er ekki „róttækt“ að tala um þjóðarmorð eða að gagnrýna rík lönd sem vopnavæða og fjármagna kúgarann. Það er einfaldlega nauðsynlegt. Þögn í þessum aðstæðum er meðsekt. Og að kalla raddir Palestínumanna eða samstöðu með þeim „óhjálplega“ eða „öfgafulla“ er hluti af sama menningarlega doða sem gerir fjöldamorð möguleg. Ég hef unnið í Mið- og Vestur-Asíu í næstum 20 ár. Reynsla mín segir mér að við höfum séð þetta áður. Í Afganistan, þar sem áratugalangt hernám Sovíetmanna og síðar innrás Vesturlanda mynduðu kjöraðstæður fyrir ekki bara uppreisn heldur líka öfgastefnu. Í Írak, þar sem ólögmæt innrás, byggð á lygum, varð til þess að yfir milljón manns létust og ISIS varð til. Í Íran, þar sem valdarán árið 1953, stutt af Bandaríkjunum, lagði grunninn að áratugalangri harðstjórn og óánægju yfir vestrænum afskiptum. Öll þessi dæmi sýna það sama: kúgun fæðir öfgastefnu. Vonleysi fæðir ofbeldi. Óréttlæti fæðir andspyrnu. Það er mikilvægt að muna að ISIS til að mynda er ekki einungis trúarlegur eða öfgafullur hópur hryðjuverkamanna heldur afleiðing óréttlætis og upplifaðrar kúgunar. Þetta er akkúrat það sem við verðum að skilja þegar við horfum á Gasa og svæðið í heild: öfgastefna dafnar í skugga grimmdar og óréttlætis. Ef heimsbyggðin lítur annað, eða hvetur til “stöðugleika” á grundvelli ólýðræðislegra samninga og blóðugra kúgana, þá verður framtíðin ekki friðsæl heldur öfgakenndari og hættulegri fyir botni Miðjarðahafs. Sá sem tekur þátt í þjóðarmorði er einfaldlega samsekur. Frelsisbarátta Palestínumanna heldur áfram. Höfundur er sérfræðingur í öryggis- og þróunarmálum og hefur unnið til margra ára í Miðausturlöndum.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar