Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. október 2025 10:30 DeAndre Kane skorar fyrir Grindavík á móti Njarðvík í endurkomuleiknum til Grindavíkur og það var mikil stemmning í stúkunni. Vísir/Anton Brink Grindavík spilaði sinn fyrsta leik á heimavelli sínum í Grindavík í 694 daga á föstudagskvöldið. Leiðtogi liðsins, DeAndre Kane, vill bæði búa og spila alla heimaleiki í Grindavík. Fólk fjölmennti á leikinn og Grindavíkurliðið fór á kostum í stórsigri á nágrönnunum úr Njarðvík. Stefán Árni Pálsson fór og hitti Kane en það mátti sjá viðtalið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Grindavík hefur leikið sína heimaleiki í Smáranum í Kópavogi síðustu tvö tímabil eða frá rýmingu í bænum eftir jarðhræringar. Lífið í Grindavík hefur aftur á móti verið umtalsvert í sumar og náði það hámarki á föstudagskvöldið í troðfullri HS Orkuhöll. Kane vill fara aftur heim til Grindavíkur og spila alla leiki tímabilsins þar. „Það var gaman að sjá stuðningsmennina. Þeir eru ánægðir að vera komnir aftur til Grindavíkur eftir tvö ár og eftir það sem gerðist þar,“ sagði DeAndre Kane. Einstakt fyrir okkur að koma saman „Það var einstakt fyrir okkur að koma saman eftir að hafa misst einn af okkar stærstu styrktarmönnum,“ sagði Kane. Þarna talar Diandre Kane um Stefán Þór Kristjánsson, útgerðarbónda frá Grindavík, sem varð bráðkvaddur á heimili sínu í Kópavogi tólfta ágúst, sextíu og eins árs að aldri. Ég tel að þetta sé öruggt núna „Ég tel okkur vera örugga. Ef okkur væri ekki heimilt að snúa aftur þá færum við ekki. Íslensku viðbragðsaðilarnir sem tryggja öryggi okkar hafa lagt nýja vegi og varnargarða,“ sagði Kane. „Ég tel að þetta sé öruggt núna og það er best fyrir okkur og stuðningsmennina ef við getum leikið okkar heimaleiki þar. Við höfum æft þar syðra og það er íþyngjandi að keyra fram og til baka,“ sagði Kane. „Ef það er talið nógu öruggt að leika þar og búa er ekkert til fyrirstöðu að gera það. Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu og því viljum við endilega snúa aftur,“ sagði Kane. Gott að koma til Grindavíkur Ingibergur Þór Jónasson, formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur, segir að öruggt sé að vera í Grindavík í dag. „Blessuð sé minning þessa manns sem tapaði lífinu í sprungu hérna þar sem hann var að vinna og reyna bjarga húsi. Þú þarft að hafa mjög einbeittan vilja ef þú ætlar að detta ofan í sprungu í Grindavík. Þú þarft eiginlega að fara yfir girðingar og reyna að koma þér sjálfur í klandur,“ sagði Ingibergur. „Þannig að það er svona aðeins að við vildum líka sýna fólki að það er hægt að vera hérna. Það er búið að vera fólk hérna í allt sumar og það er búið hérna í burtu af húsum. Veitingastaðir eru opnir, útgerðarfyrirtækin eru að fullu og tjaldstæðið var pakkað í allt sumar, sundlaugin er opin. Ég er að reyna að segja fólki að það sé gott að koma til Grindavíkur,“ sagði Ingibergur. Bónus-deild karla UMF Grindavík Grindavík Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Fleiri fréttir Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Sjá meira
Stefán Árni Pálsson fór og hitti Kane en það mátti sjá viðtalið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Grindavík hefur leikið sína heimaleiki í Smáranum í Kópavogi síðustu tvö tímabil eða frá rýmingu í bænum eftir jarðhræringar. Lífið í Grindavík hefur aftur á móti verið umtalsvert í sumar og náði það hámarki á föstudagskvöldið í troðfullri HS Orkuhöll. Kane vill fara aftur heim til Grindavíkur og spila alla leiki tímabilsins þar. „Það var gaman að sjá stuðningsmennina. Þeir eru ánægðir að vera komnir aftur til Grindavíkur eftir tvö ár og eftir það sem gerðist þar,“ sagði DeAndre Kane. Einstakt fyrir okkur að koma saman „Það var einstakt fyrir okkur að koma saman eftir að hafa misst einn af okkar stærstu styrktarmönnum,“ sagði Kane. Þarna talar Diandre Kane um Stefán Þór Kristjánsson, útgerðarbónda frá Grindavík, sem varð bráðkvaddur á heimili sínu í Kópavogi tólfta ágúst, sextíu og eins árs að aldri. Ég tel að þetta sé öruggt núna „Ég tel okkur vera örugga. Ef okkur væri ekki heimilt að snúa aftur þá færum við ekki. Íslensku viðbragðsaðilarnir sem tryggja öryggi okkar hafa lagt nýja vegi og varnargarða,“ sagði Kane. „Ég tel að þetta sé öruggt núna og það er best fyrir okkur og stuðningsmennina ef við getum leikið okkar heimaleiki þar. Við höfum æft þar syðra og það er íþyngjandi að keyra fram og til baka,“ sagði Kane. „Ef það er talið nógu öruggt að leika þar og búa er ekkert til fyrirstöðu að gera það. Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu og því viljum við endilega snúa aftur,“ sagði Kane. Gott að koma til Grindavíkur Ingibergur Þór Jónasson, formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur, segir að öruggt sé að vera í Grindavík í dag. „Blessuð sé minning þessa manns sem tapaði lífinu í sprungu hérna þar sem hann var að vinna og reyna bjarga húsi. Þú þarft að hafa mjög einbeittan vilja ef þú ætlar að detta ofan í sprungu í Grindavík. Þú þarft eiginlega að fara yfir girðingar og reyna að koma þér sjálfur í klandur,“ sagði Ingibergur. „Þannig að það er svona aðeins að við vildum líka sýna fólki að það er hægt að vera hérna. Það er búið að vera fólk hérna í allt sumar og það er búið hérna í burtu af húsum. Veitingastaðir eru opnir, útgerðarfyrirtækin eru að fullu og tjaldstæðið var pakkað í allt sumar, sundlaugin er opin. Ég er að reyna að segja fólki að það sé gott að koma til Grindavíkur,“ sagði Ingibergur.
Bónus-deild karla UMF Grindavík Grindavík Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Fleiri fréttir Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Sjá meira