Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar 7. október 2025 13:30 Síðustu misseri hef ég velt fyrir mér hversu mikil áhrif einn einstaklingur þarf að hafa til þess að ártal sé miðað við fæðingu þess einstaklings, líkt og í tilfelli Jesú Krists. Við tölum einfaldlega um fyrir og eftir Krist. Er þessi ártalatalning komin til að vera um ókomna tíð? Eða munum við einhvern tímann upplifa slík áhrif eins einstaklings að við byrjum að telja upp á nýtt? Gunnar Lárus Hjálmarsson á afmæli í dag og er 60 ára. Fáir á Íslandi hafa haft jafn mikil áhrif á margar kynslóðir og Gunnar, eða Dr. Gunni eins og hann er kallaður. Hann hefur fylgt manni frá níunda áratugnum og áhrifin leyna sér ekki. Fólk talar saman í lagatextum og frösum sem Doktorinn hefur skapað og þegar einhver vitnar í algjöra þögn, aumingja með Bónuspoka eða prumpufólkið þá vita allir hvað er átt við. Dr. Gunni er ekki einungis vinsæll og sturlaður fjölmiðlamaður, heldur er hann einnig ótrúlega góð manneskja. Fyrir mig skiptir það mestu máli. Gunni hefur ekki „áhuga núll“ á öðrum manneskjum, heldur fær hann fólk til að brosa. Þó ég átti mig á að áhrif Dr. Gunna eflaust blikni í samanburði við Jesú Krist, þá hef ég sjálfur haldið upp á afmælið hans síðustu ár. Fyrir mér og minni kynslóð, fyrri jafnt og komandi kynslóðir eru litlu-áramótin í dag og árið er 60. Árið er 60 e.drg (eftir Dr. Gunna). Góðan daginn Gunnar Lárus og til hamingju með afmælið. Gleðilegt nýtt ár til ykkar, kæru lesendur sem fagna. Við erum glöðustu hundar í heimi! Höfundur er trommari og textasmiður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tímamót Mest lesið Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Síðustu misseri hef ég velt fyrir mér hversu mikil áhrif einn einstaklingur þarf að hafa til þess að ártal sé miðað við fæðingu þess einstaklings, líkt og í tilfelli Jesú Krists. Við tölum einfaldlega um fyrir og eftir Krist. Er þessi ártalatalning komin til að vera um ókomna tíð? Eða munum við einhvern tímann upplifa slík áhrif eins einstaklings að við byrjum að telja upp á nýtt? Gunnar Lárus Hjálmarsson á afmæli í dag og er 60 ára. Fáir á Íslandi hafa haft jafn mikil áhrif á margar kynslóðir og Gunnar, eða Dr. Gunni eins og hann er kallaður. Hann hefur fylgt manni frá níunda áratugnum og áhrifin leyna sér ekki. Fólk talar saman í lagatextum og frösum sem Doktorinn hefur skapað og þegar einhver vitnar í algjöra þögn, aumingja með Bónuspoka eða prumpufólkið þá vita allir hvað er átt við. Dr. Gunni er ekki einungis vinsæll og sturlaður fjölmiðlamaður, heldur er hann einnig ótrúlega góð manneskja. Fyrir mig skiptir það mestu máli. Gunni hefur ekki „áhuga núll“ á öðrum manneskjum, heldur fær hann fólk til að brosa. Þó ég átti mig á að áhrif Dr. Gunna eflaust blikni í samanburði við Jesú Krist, þá hef ég sjálfur haldið upp á afmælið hans síðustu ár. Fyrir mér og minni kynslóð, fyrri jafnt og komandi kynslóðir eru litlu-áramótin í dag og árið er 60. Árið er 60 e.drg (eftir Dr. Gunna). Góðan daginn Gunnar Lárus og til hamingju með afmælið. Gleðilegt nýtt ár til ykkar, kæru lesendur sem fagna. Við erum glöðustu hundar í heimi! Höfundur er trommari og textasmiður.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar