Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Árni Sæberg skrifar 30. september 2025 12:11 Kristrún Frostadóttir er forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir að sér þætti ekki óeðlilegt ef farið verður yfir ákveðna þætti sem snúa að eftirliti með flugfélögum, í kjölfar falls Play. Kristrún var inn eftir viðbrögðum við falli Play í gær að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Á fundinum fóru forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, innviðaráðherra og atvinnuvegaráðherra yfir stöðuna sem komin er upp vegna rekstrarstöðvunar Play. Þá ræddi félags-, og húsnæðismálaráðherra áhrif og viðbrögð Vinnumálastofnunar vegna stöðvunar starfsemi Play. „Þetta er auðvitað erfið staða, sérstaklega fyrir starfsfólkið og fyrir þá farþega sem um ræðir. Við höfum auðvitað vitað af flestöllöll, fylgst með í fjölmiðlum, hvernig staða félagsins hefur verið að þróast. En auðvitað vissi enginn að hlutirnir færu eins og þeir fóru í gærmorgun,“ sagði Kristrún. Mikið eftirlit nú þegar Play er annað íslenska flugfélagið sem fer í gjaldþrot á aðeins rúmum fimm árum. Rekstur Wow air var stöðvaður árið 2019 og fall þess hafði mikil áhrif á þjóðarbúið. Í því samhengi segir Kristrún að henni þætti ekki óeðlilegt ef farið yrði yfir það hvernig eftirliti með flugfélögum er háttað hér á landi. „En ég vil samt leggja áherslu á það að það var mikið eftirlit með félaginu, eða það sem eðlilegt getur talist, sérstaklega þegar lá fyrir að rekstrarstaða fyrirtækisins var farin að veikjast. Og það var allt sem benti til þess að það væri nægt svigrúm í rekstrinum til að reka það fram til áramóta. En þetta er auðvitað ákvörðun sem er tekin af stjórn félagsins, að í rauninni loka félaginu eða ákveða að slíta því vegna þess að þau voru kannski ekki komin að endastöð.“ Viðbragðssveit í gangi Hún segir að undanfarinn sólarhring hafi viðbragðssveit verið í ganga í stjórnsýslunni til þess að meta áhrif örlaga Play á þjóðarbúið. Þá hafi verkferlar verið virkjaðir, meðal annars sem snúa að starfsfólki félagsins og ábyrgðar á launum þess. „Við þurfum auðvitað síðan að velta fyrir okkur efnahagslegu sjónarmiðunum. Þetta er auðvitað minna í umfangi en þegar Wow féll á sínum tíma. Þannig að fyrst og fremst snýst þetta að starfsfólkinu.“ Sjálfvirk kerfi fari í gang þegar 400 manns missa vinnuna, Ábyrgðarsjóður launa og Atvinnuleysistryggingasjóður. Hún hvetji starfsfólk til að leita réttar síns og segir að fylgst verði með því að það fái laun greidd samkvæmt sínum réttindum. „En ríkið auðvitað stendur sína plikt hvað þetta varðar.“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Gjaldþrot Play Gjaldþrot Play Fréttir af flugi Mest lesið Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Viðskipti erlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Sjá meira
Kristrún var inn eftir viðbrögðum við falli Play í gær að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Á fundinum fóru forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, innviðaráðherra og atvinnuvegaráðherra yfir stöðuna sem komin er upp vegna rekstrarstöðvunar Play. Þá ræddi félags-, og húsnæðismálaráðherra áhrif og viðbrögð Vinnumálastofnunar vegna stöðvunar starfsemi Play. „Þetta er auðvitað erfið staða, sérstaklega fyrir starfsfólkið og fyrir þá farþega sem um ræðir. Við höfum auðvitað vitað af flestöllöll, fylgst með í fjölmiðlum, hvernig staða félagsins hefur verið að þróast. En auðvitað vissi enginn að hlutirnir færu eins og þeir fóru í gærmorgun,“ sagði Kristrún. Mikið eftirlit nú þegar Play er annað íslenska flugfélagið sem fer í gjaldþrot á aðeins rúmum fimm árum. Rekstur Wow air var stöðvaður árið 2019 og fall þess hafði mikil áhrif á þjóðarbúið. Í því samhengi segir Kristrún að henni þætti ekki óeðlilegt ef farið yrði yfir það hvernig eftirliti með flugfélögum er háttað hér á landi. „En ég vil samt leggja áherslu á það að það var mikið eftirlit með félaginu, eða það sem eðlilegt getur talist, sérstaklega þegar lá fyrir að rekstrarstaða fyrirtækisins var farin að veikjast. Og það var allt sem benti til þess að það væri nægt svigrúm í rekstrinum til að reka það fram til áramóta. En þetta er auðvitað ákvörðun sem er tekin af stjórn félagsins, að í rauninni loka félaginu eða ákveða að slíta því vegna þess að þau voru kannski ekki komin að endastöð.“ Viðbragðssveit í gangi Hún segir að undanfarinn sólarhring hafi viðbragðssveit verið í ganga í stjórnsýslunni til þess að meta áhrif örlaga Play á þjóðarbúið. Þá hafi verkferlar verið virkjaðir, meðal annars sem snúa að starfsfólki félagsins og ábyrgðar á launum þess. „Við þurfum auðvitað síðan að velta fyrir okkur efnahagslegu sjónarmiðunum. Þetta er auðvitað minna í umfangi en þegar Wow féll á sínum tíma. Þannig að fyrst og fremst snýst þetta að starfsfólkinu.“ Sjálfvirk kerfi fari í gang þegar 400 manns missa vinnuna, Ábyrgðarsjóður launa og Atvinnuleysistryggingasjóður. Hún hvetji starfsfólk til að leita réttar síns og segir að fylgst verði með því að það fái laun greidd samkvæmt sínum réttindum. „En ríkið auðvitað stendur sína plikt hvað þetta varðar.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Gjaldþrot Play Gjaldþrot Play Fréttir af flugi Mest lesið Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Viðskipti erlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Sjá meira