Play er gjaldþrota Árni Sæberg skrifar 29. september 2025 09:37 Einar Örn Ólafsson var forstjóri Play. Vísir/Einar Flugfélagið Play er gjaldþrota og hefur hætt starfsemi. Fjögur hundruð missa vinnuna og ferðaáætlanir þúsunda farþega eru í uppnámi. Hægt er að lesa um nýjustu tíðindi í vaktinni að neðan. Í tilkynningu frá Play til Kauphallar á tíunda tímanum í morgun sagði að rekstur félagsins hefði lengi verið undir væntingum, flugmiðasala undanfarið gengið illa og vísað til neikvæðrar umfjöllunar um reksturinn í fjölmiðlum í því samhengi. Þá hafi ríkt ósætti meðal hluta starfsmanna vegna breytingar á stefnu félagsins. Miklar vonir hafi verið bundnar við breytt viðskiptalíkan félagsins um að flytja félagið til Möltu, hætta Bandaríkjaflugi og einblína á sólarlandaferðir. Því miður væri orðið ljóst að þær breytingar geti ekki skilað nauðsynlegum árangri til að vinna á djúpstæðum vanda félagsins sem safnast hefur upp. Eftir á að hyggja hefði þurft að innleiða þær fyrr. „Í ljósi ofangreinds bindur Play enda á sína starfsemi í dag. Ljóst er að þúsundir farþega þurfa að endurskipuleggja heimför, á um það bil 400 missa vinnuna og samstarfsaðilar fyrirtækisins verða fyrir tjóni.“ Innviðaráðherra segir Samgöngustofu hafa fundað með Play í ágúst og fengið gögn frá endurskoðunarfyrirtækinu KPMG í byrjun september. Í ljósi nýs hlutafjár hafi ekki þótt tilefni til aðgerða gagnvart félaginu. Öll nýjustu tíðindi af gjaldþroti Play má finna í vaktinni að neðan þar sem rætt er við forstjóra Play, starfsmann Play, fjármálaráðherra, viðskiptaráðherra og fjölda farþega á Keflavíkurflugvelli. Ef vaktin birtist ekki hér fyrir neðan er ráð að endurhlaða (e. refresh) síðunni.
Í tilkynningu frá Play til Kauphallar á tíunda tímanum í morgun sagði að rekstur félagsins hefði lengi verið undir væntingum, flugmiðasala undanfarið gengið illa og vísað til neikvæðrar umfjöllunar um reksturinn í fjölmiðlum í því samhengi. Þá hafi ríkt ósætti meðal hluta starfsmanna vegna breytingar á stefnu félagsins. Miklar vonir hafi verið bundnar við breytt viðskiptalíkan félagsins um að flytja félagið til Möltu, hætta Bandaríkjaflugi og einblína á sólarlandaferðir. Því miður væri orðið ljóst að þær breytingar geti ekki skilað nauðsynlegum árangri til að vinna á djúpstæðum vanda félagsins sem safnast hefur upp. Eftir á að hyggja hefði þurft að innleiða þær fyrr. „Í ljósi ofangreinds bindur Play enda á sína starfsemi í dag. Ljóst er að þúsundir farþega þurfa að endurskipuleggja heimför, á um það bil 400 missa vinnuna og samstarfsaðilar fyrirtækisins verða fyrir tjóni.“ Innviðaráðherra segir Samgöngustofu hafa fundað með Play í ágúst og fengið gögn frá endurskoðunarfyrirtækinu KPMG í byrjun september. Í ljósi nýs hlutafjár hafi ekki þótt tilefni til aðgerða gagnvart félaginu. Öll nýjustu tíðindi af gjaldþroti Play má finna í vaktinni að neðan þar sem rætt er við forstjóra Play, starfsmann Play, fjármálaráðherra, viðskiptaráðherra og fjölda farþega á Keflavíkurflugvelli. Ef vaktin birtist ekki hér fyrir neðan er ráð að endurhlaða (e. refresh) síðunni.
Play Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Efnahagsmál Ferðaþjónusta Ferðalög Gjaldþrot Play Mest lesið Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Sjá meira