Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. september 2025 13:31 Haraldur Þorleifsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Ueno. Vísir/Vilhelm Haraldur Þorleifsson hefur aftur tekið við framkvæmdastjórn tækni- og hönnunarfyrirtækisins Ueno. Fyrirtækið stofnaði hann sjálfur fyrir rúmum áratug en seldi síðar til samfélagsmiðlarisans sem þá hét Twitter. „Ueno er komið aftur,“ skrifar Haraldur í færslu á Facebook í dag þar sem hann greinir frá tíðindunum. Haraldur, sem oftast er kallaður Halli, hefur látið mikið að sér kveða í íslensku samfélagi og atvinnulífi á undanförnum árum, meðal annars með verkefninu Römpum upp Ísland, auk þess sem hann hefur reynt fyrir sér í tónlist og kvikmyndaleik og stofnað veitingahús svo fátt eitt sé nefnt. Byrjaði í heimahúsi í Reykjavík en óx hratt „Þetta kemur mér sjálfum nokkuð á óvart. Þetta var ekki planið hjá mér. Ég byrjaði með Ueno í íbúðinni minni í Reykjavík á Íslandi árið 2014. Sjö árum síðar seldi ég það til Twitter fyrir mikinn pening. En það voru ekki peningarnir. Það er kannski erfitt að trúa því en það var ekki ástæðan. Viðskiptin gengu vel, mig vantaði ekki pening. Ég þurfti nýja áskorun,“ skrifar Haraldur meðal annars í færslunni sem er rituð á ensku. Ueno hafi haldið áfram að vaxa á þessum sjö árum, orðið að mörgum skrifstofum með yfir hundrað starfsmenn. Fyrirtækið hafi unnið með stórum vörumerkjum á heimsvísu í mörgum spennandi verkefnum, en Haraldi hafi fundist eitthvað vanta. Hann hafi lengi fylgst með utan frá, unnið með fyrirtækjum að því að skapa eitthvað sem þau hafi síðan tekið við og haldið áfram að hlúa að og leyfa því að vaxa. Hann hafi langað að vera partur af slíku, að vera innan stórs fyrirtækis og sjá hlutina vaxa og dafna innan frá og fylgja verkefnum eftir. Sjá einnig: Stóð við sitt og hefur greitt um hálfan milljarð í skatta „Ég vildi áskorun og sú stærsta sem ég gat fundið var Twitter. Að hjálpa fólki að mynda betri tengsl, finna þeim samfélag, og tengjast á heiðarlegri hátt. En það fór ekki eins og ég hafði búist við. Eftir á að hyggja er það ekki það sem skiptir mestu máli. Við unnum stórkostlega vinnu og lærðum meira en mig hafði órað fyrir,“ skrifar Haraldur. Það hafi verið lærdómsríkt ferðalag í gegnum viðskiptalegar, og persónulegar, hæðir og lægðir. Hann hafi öðlast frelsi til að gera aðra og nýja hluti, rampaði meðal annars upp Ísland og fleiri staði um heiminn, opnaði veitinga- og kvikmyndahús, banka, upptökuver og samfélagsvettvang fyrir skapandi fólk. Hlaðvarp, plötuútgáfa og leikur í kvikmyndum var annað sem hann tókst á við að prófa. „Ég gerði allt sem mig hafði alltaf langað til að gera. Og það var frábært. En eftir fjögur ár í burtu frá Ueno hélt það áfram að pota í mig. Þessi litli kláði. Tilfinningin sem ég fæ þegar einhver kemur með eitthvað sem er bara hugmynd og vill aðstoð við að sjá hana verða að veruleika,“ segir ennfremur í færslu Haraldar. Sú tilfinning minni á töfra og hennar hafi hann saknað. Þess vegna sé Ueno snúið aftur. Færslu Haraldar má sjá í heild sinni hér að neðan. Tækni Samfélagsmiðlar Nýsköpun Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Fleiri fréttir Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Sjá meira
Haraldur, sem oftast er kallaður Halli, hefur látið mikið að sér kveða í íslensku samfélagi og atvinnulífi á undanförnum árum, meðal annars með verkefninu Römpum upp Ísland, auk þess sem hann hefur reynt fyrir sér í tónlist og kvikmyndaleik og stofnað veitingahús svo fátt eitt sé nefnt. Byrjaði í heimahúsi í Reykjavík en óx hratt „Þetta kemur mér sjálfum nokkuð á óvart. Þetta var ekki planið hjá mér. Ég byrjaði með Ueno í íbúðinni minni í Reykjavík á Íslandi árið 2014. Sjö árum síðar seldi ég það til Twitter fyrir mikinn pening. En það voru ekki peningarnir. Það er kannski erfitt að trúa því en það var ekki ástæðan. Viðskiptin gengu vel, mig vantaði ekki pening. Ég þurfti nýja áskorun,“ skrifar Haraldur meðal annars í færslunni sem er rituð á ensku. Ueno hafi haldið áfram að vaxa á þessum sjö árum, orðið að mörgum skrifstofum með yfir hundrað starfsmenn. Fyrirtækið hafi unnið með stórum vörumerkjum á heimsvísu í mörgum spennandi verkefnum, en Haraldi hafi fundist eitthvað vanta. Hann hafi lengi fylgst með utan frá, unnið með fyrirtækjum að því að skapa eitthvað sem þau hafi síðan tekið við og haldið áfram að hlúa að og leyfa því að vaxa. Hann hafi langað að vera partur af slíku, að vera innan stórs fyrirtækis og sjá hlutina vaxa og dafna innan frá og fylgja verkefnum eftir. Sjá einnig: Stóð við sitt og hefur greitt um hálfan milljarð í skatta „Ég vildi áskorun og sú stærsta sem ég gat fundið var Twitter. Að hjálpa fólki að mynda betri tengsl, finna þeim samfélag, og tengjast á heiðarlegri hátt. En það fór ekki eins og ég hafði búist við. Eftir á að hyggja er það ekki það sem skiptir mestu máli. Við unnum stórkostlega vinnu og lærðum meira en mig hafði órað fyrir,“ skrifar Haraldur. Það hafi verið lærdómsríkt ferðalag í gegnum viðskiptalegar, og persónulegar, hæðir og lægðir. Hann hafi öðlast frelsi til að gera aðra og nýja hluti, rampaði meðal annars upp Ísland og fleiri staði um heiminn, opnaði veitinga- og kvikmyndahús, banka, upptökuver og samfélagsvettvang fyrir skapandi fólk. Hlaðvarp, plötuútgáfa og leikur í kvikmyndum var annað sem hann tókst á við að prófa. „Ég gerði allt sem mig hafði alltaf langað til að gera. Og það var frábært. En eftir fjögur ár í burtu frá Ueno hélt það áfram að pota í mig. Þessi litli kláði. Tilfinningin sem ég fæ þegar einhver kemur með eitthvað sem er bara hugmynd og vill aðstoð við að sjá hana verða að veruleika,“ segir ennfremur í færslu Haraldar. Sú tilfinning minni á töfra og hennar hafi hann saknað. Þess vegna sé Ueno snúið aftur. Færslu Haraldar má sjá í heild sinni hér að neðan.
Tækni Samfélagsmiðlar Nýsköpun Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Fleiri fréttir Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Sjá meira