Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar 8. september 2025 07:32 Mikið hefur verið rætt og ritað um öldrunarþjónustu og þær breytingar sem fyrirsjáanlegar eru á þjónustuþörf í málaflokknum. Við vitum að Ísland er hlutfallslega ung þjóð í alþjóðlegu samhengi og að á komandi áratugum verða miklar breytingar á aldurssamsetningu okkar. Stærra hlutfall þjóðarinnar verður eldra og því fylgir óhjákvæmilega að það verða fleiri með einkenni og sjúkdóma sem hafa áhrif á lífsgæði þeirra og færni sem mun kalla á aðstoð heilbrigðiskerfisins og aukið álag. Því er mikilvægt að við sem samfélag séum meðvituð um þær áherslur sem við ætlum að fylgja. Það er engin töfralausn sem tryggir árangur ein og sér á sviði öldrunarþjónustu og er full ástæða til að fagna öllum þeim góðu aðgerðum sem stjórnvöld og aðrir ráðast í. Þar mætti t.a.m. nefna aukna uppbyggingu hjúkrunarheimila, eflingu heimaþjónustu og ýmsa aðra þætti. Á sama tíma þá hættir okkur til þess að beina sjónum okkar ekki nægjanlega mikið að þeim hluta þjónustunnar sem er grunnurinn að því að við getum staðið undir allri annarri þjónustu fyrir þennan mikilvæga hóp í framtíðinni. Þessi þjónusta er endurhæfing og forvarnir. Kerfið þarf að virka með sterku aðgengi að gagnreyndri heilbrigðisþjónustu fyrir aldraða en þar starfa t.a.m. sjúkraþjálfarar í farabroddi ásamt fleiri fjölbreyttum heilbrigðisstéttum. Markmið að tryggja lífsgæði og öryggi Megin markmið okkar á að snúast um að tryggja það að fólk geti lifað við góð lífsgæði, geti tekið þátt samfélaginu bæði líkamlega og félagslega, hafi hámarksgetu og færni til sjálfsbjargar og sjálfstæðrar búsetu sem allra lengst. Þegar færni minnkar þurfum við svo að tryggja aðgengi að stuðningi og umfangsmeiri heilbrigðisþjónustu eftir þörfum. Með því að hafa stefnuna á þessi markmið þá getum við dregið verulega úr þörf á dýrari þjónustuúrræðum, innlögnum og lyfjanotkun sem er verðmætt fyrir bæði okkur sem einstaklinga en einnig líka fyrir okkur sem samfélag. Lífsgæði og öryggi er það verðmætasta sem við getum gefið. Við eigum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að fyrirbyggja færniskerðingar og viðhalda þátttöku. Það er ódýrast að bregðast við strax í upphafi og veita þjónustu sem kemur í veg fyrir eða hægir á skerðingu á lífsgæðum ef möguleiki er til. Sem dæmi þá hefur skert færni veruleg áhrif á byltuhættu einkum hjá eldri einstaklingum. Byltur geta haft mikil áhrif á lífsgæði einstaklinga og geta leitt til þess að aukin þörf verði á dýrari úrræðum eins og t.d. innlögnum á sjúkrahús og þörf á skurðaðgerðum. Í alvarlegri tilfellum geta þau leitt til dauðsfalla, en skv. greiningum þá eru byltur næst algengasta ástæða dauðsfalla vegna slysa á heimsvísu. Hægt er að minnka líkur og koma í veg fyrir byltur með ódýrum og árangursríkum hætti en þar hefur þjálfun og fræðsla mest áhrif og er mun hagkvæmari heldur en að bregðast við eftir að slysin verða. Heilbrigð öldrun og þjónustuþörf Heilsuefling og hreyfing í gegnum öll æviskeið er mikilvæg og ekki síst þegar við komumst á eldri ár. En ýmsar mýtur hafa verið uppi í gegnum tíðina um þjálfun eldra fólks. Staðreyndin er þó sú að eldra fólk bregst á svipaðan hátt við þjálfun og styrktaræfingum eins og yngri einstaklingar, og getur slík þjálfun dregið m.a. verulega úr byltuhættu. Það er í raun aldrei of seint að byrja. Þegar heilsuefling og almenn hreyfing dugar ekki lengur til og fólk fær færniskerðingar eða einkenni eins og t.a.m. hamlandi verki eða annað slíkt þá er nauðsynlegt að þeir sem eldri eru hafi gott aðgengi að viðeigandi heilbrigðisþjónustu til að meðhöndla einkennin eða koma í veg fyrir að þau aukist. Stór hluti þeirra sem sækja umfangsmeiri þjónustu hjá sjúkraþjálfurum á stofum eru aldraðir, eða um 40% allra. Þörfin á slíkri þjónustu eykst línulega með hækkandi aldri, það sjáum við í því að 4,7% einstaklinga á aldursbilinu 65-74 ára þurfa umfangsmeiri þjónustu sjúkraþjálfara, samanborið við 10,5% þeirra sem eru 85 ára og eldri. Til samanburðar við yngri aldurshópa þá eru ekki nema 1,6% þeirra sem eru 35-44 ára sem þurfa umfangsmeiri þjónustu. Þetta sýnir okkur skýrt hvernig þjónustuþörf einstaklinga eykst með hækkandi aldri og er það mjög eðlilegt. Ef aldraðir eru komnir á þann stað að færni sé orðin það lítil að ekki teljist mögulegt að viðkomandi komist sjálfur í þjálfun þá erum við einnig með öfluga þjónustu í formi heimasjúkraþjálfunar sem sinnir fólki heima við. Báðir þessir þjónustuþættir eru lykill að því að einstaklingar geti búið lengur sjálfstætt, þurfi síður að leggjast inn á sjúkrahús eða hjúkrunarheimili og þess til viðbótar að þá léttir það einnig á umfangi þeirrar aðstoðar sem fólk þarfnast heimavið. Öldrunarþjónusta sjúkraþjálfara fer einnig fram með sterkum hætti á sjúkrahúsum og heilbrigðisstofnunum landsins þar sem sérhæfð endurhæfing fer fram fyrir fjölda aldraðra. Á þetta einkum við þegar þörf er á umfangsmeiri þjónustu, í kjölfar bráðaveikinda eða vegna annarra inngripa í heilbrigðiskerfinu. Þessi þjónusta er mikilvæg við að tryggja útskrift, stytta legutíma og minnka líkur á endurinnlögnum. Þegar önnur þjónusta dugar ekki lengur til þá tekur við sérhæfð þjónusta á hjúkrunarheimilum landsins þar sem okkar veikasta og hrumasta fólk dvelur. Þar er veitt fagleg þjónusta sem er miðar að því að hámarka færni einstaklinga, lágmarka verki og önnur líkamleg einkenni og styðja við hámarkslífsgæði miðað við aðstæður hverju sinni. Það eru mikil forréttindi að fá að eldast en það er ekki sama hvernig við eldumst. Raunveruleg lífsgæði eru að litlu leiti tengd hinu margumtalaða lífsgæðakapphlaupi. Það sem mestu skiptir er að geta verið sjálfstæð, liðið vel, og geta stundað það sem gefur okkur ánægju sem allra lengst án óþarfa verkja eða annarra einkenna sem hægt er að koma í veg fyrir eða minnka. 8.september er Alþjóðlegur dagur sjúkraþjálfunar og er áhersla ársins 2025 á heilbrigða öldrun og byltuvarnir og óskum við félagsfólki öllu til hamingju með daginn. Höfundur er formaður Félags sjúkraþjálfara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Gunnlaugur Már Briem Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið rætt og ritað um öldrunarþjónustu og þær breytingar sem fyrirsjáanlegar eru á þjónustuþörf í málaflokknum. Við vitum að Ísland er hlutfallslega ung þjóð í alþjóðlegu samhengi og að á komandi áratugum verða miklar breytingar á aldurssamsetningu okkar. Stærra hlutfall þjóðarinnar verður eldra og því fylgir óhjákvæmilega að það verða fleiri með einkenni og sjúkdóma sem hafa áhrif á lífsgæði þeirra og færni sem mun kalla á aðstoð heilbrigðiskerfisins og aukið álag. Því er mikilvægt að við sem samfélag séum meðvituð um þær áherslur sem við ætlum að fylgja. Það er engin töfralausn sem tryggir árangur ein og sér á sviði öldrunarþjónustu og er full ástæða til að fagna öllum þeim góðu aðgerðum sem stjórnvöld og aðrir ráðast í. Þar mætti t.a.m. nefna aukna uppbyggingu hjúkrunarheimila, eflingu heimaþjónustu og ýmsa aðra þætti. Á sama tíma þá hættir okkur til þess að beina sjónum okkar ekki nægjanlega mikið að þeim hluta þjónustunnar sem er grunnurinn að því að við getum staðið undir allri annarri þjónustu fyrir þennan mikilvæga hóp í framtíðinni. Þessi þjónusta er endurhæfing og forvarnir. Kerfið þarf að virka með sterku aðgengi að gagnreyndri heilbrigðisþjónustu fyrir aldraða en þar starfa t.a.m. sjúkraþjálfarar í farabroddi ásamt fleiri fjölbreyttum heilbrigðisstéttum. Markmið að tryggja lífsgæði og öryggi Megin markmið okkar á að snúast um að tryggja það að fólk geti lifað við góð lífsgæði, geti tekið þátt samfélaginu bæði líkamlega og félagslega, hafi hámarksgetu og færni til sjálfsbjargar og sjálfstæðrar búsetu sem allra lengst. Þegar færni minnkar þurfum við svo að tryggja aðgengi að stuðningi og umfangsmeiri heilbrigðisþjónustu eftir þörfum. Með því að hafa stefnuna á þessi markmið þá getum við dregið verulega úr þörf á dýrari þjónustuúrræðum, innlögnum og lyfjanotkun sem er verðmætt fyrir bæði okkur sem einstaklinga en einnig líka fyrir okkur sem samfélag. Lífsgæði og öryggi er það verðmætasta sem við getum gefið. Við eigum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að fyrirbyggja færniskerðingar og viðhalda þátttöku. Það er ódýrast að bregðast við strax í upphafi og veita þjónustu sem kemur í veg fyrir eða hægir á skerðingu á lífsgæðum ef möguleiki er til. Sem dæmi þá hefur skert færni veruleg áhrif á byltuhættu einkum hjá eldri einstaklingum. Byltur geta haft mikil áhrif á lífsgæði einstaklinga og geta leitt til þess að aukin þörf verði á dýrari úrræðum eins og t.d. innlögnum á sjúkrahús og þörf á skurðaðgerðum. Í alvarlegri tilfellum geta þau leitt til dauðsfalla, en skv. greiningum þá eru byltur næst algengasta ástæða dauðsfalla vegna slysa á heimsvísu. Hægt er að minnka líkur og koma í veg fyrir byltur með ódýrum og árangursríkum hætti en þar hefur þjálfun og fræðsla mest áhrif og er mun hagkvæmari heldur en að bregðast við eftir að slysin verða. Heilbrigð öldrun og þjónustuþörf Heilsuefling og hreyfing í gegnum öll æviskeið er mikilvæg og ekki síst þegar við komumst á eldri ár. En ýmsar mýtur hafa verið uppi í gegnum tíðina um þjálfun eldra fólks. Staðreyndin er þó sú að eldra fólk bregst á svipaðan hátt við þjálfun og styrktaræfingum eins og yngri einstaklingar, og getur slík þjálfun dregið m.a. verulega úr byltuhættu. Það er í raun aldrei of seint að byrja. Þegar heilsuefling og almenn hreyfing dugar ekki lengur til og fólk fær færniskerðingar eða einkenni eins og t.a.m. hamlandi verki eða annað slíkt þá er nauðsynlegt að þeir sem eldri eru hafi gott aðgengi að viðeigandi heilbrigðisþjónustu til að meðhöndla einkennin eða koma í veg fyrir að þau aukist. Stór hluti þeirra sem sækja umfangsmeiri þjónustu hjá sjúkraþjálfurum á stofum eru aldraðir, eða um 40% allra. Þörfin á slíkri þjónustu eykst línulega með hækkandi aldri, það sjáum við í því að 4,7% einstaklinga á aldursbilinu 65-74 ára þurfa umfangsmeiri þjónustu sjúkraþjálfara, samanborið við 10,5% þeirra sem eru 85 ára og eldri. Til samanburðar við yngri aldurshópa þá eru ekki nema 1,6% þeirra sem eru 35-44 ára sem þurfa umfangsmeiri þjónustu. Þetta sýnir okkur skýrt hvernig þjónustuþörf einstaklinga eykst með hækkandi aldri og er það mjög eðlilegt. Ef aldraðir eru komnir á þann stað að færni sé orðin það lítil að ekki teljist mögulegt að viðkomandi komist sjálfur í þjálfun þá erum við einnig með öfluga þjónustu í formi heimasjúkraþjálfunar sem sinnir fólki heima við. Báðir þessir þjónustuþættir eru lykill að því að einstaklingar geti búið lengur sjálfstætt, þurfi síður að leggjast inn á sjúkrahús eða hjúkrunarheimili og þess til viðbótar að þá léttir það einnig á umfangi þeirrar aðstoðar sem fólk þarfnast heimavið. Öldrunarþjónusta sjúkraþjálfara fer einnig fram með sterkum hætti á sjúkrahúsum og heilbrigðisstofnunum landsins þar sem sérhæfð endurhæfing fer fram fyrir fjölda aldraðra. Á þetta einkum við þegar þörf er á umfangsmeiri þjónustu, í kjölfar bráðaveikinda eða vegna annarra inngripa í heilbrigðiskerfinu. Þessi þjónusta er mikilvæg við að tryggja útskrift, stytta legutíma og minnka líkur á endurinnlögnum. Þegar önnur þjónusta dugar ekki lengur til þá tekur við sérhæfð þjónusta á hjúkrunarheimilum landsins þar sem okkar veikasta og hrumasta fólk dvelur. Þar er veitt fagleg þjónusta sem er miðar að því að hámarka færni einstaklinga, lágmarka verki og önnur líkamleg einkenni og styðja við hámarkslífsgæði miðað við aðstæður hverju sinni. Það eru mikil forréttindi að fá að eldast en það er ekki sama hvernig við eldumst. Raunveruleg lífsgæði eru að litlu leiti tengd hinu margumtalaða lífsgæðakapphlaupi. Það sem mestu skiptir er að geta verið sjálfstæð, liðið vel, og geta stundað það sem gefur okkur ánægju sem allra lengst án óþarfa verkja eða annarra einkenna sem hægt er að koma í veg fyrir eða minnka. 8.september er Alþjóðlegur dagur sjúkraþjálfunar og er áhersla ársins 2025 á heilbrigða öldrun og byltuvarnir og óskum við félagsfólki öllu til hamingju með daginn. Höfundur er formaður Félags sjúkraþjálfara.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun