Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar 4. september 2025 22:12 Popúlismi hefur síðustu áratugi valdið straumhvörfum í stjórnmálum víðsvegar um heiminn. Stjórnmálaflokkar sem skilgreina má sem popúlista hafa tekið sér sess meðal meginstraumsflokka og jafnvel átt þátt í ríkisstjórnum. Markmið þessarar greinar er að varpa ljósi á tilurð popúlisma út frá siðferðissjónarmiðum þér til fróðleiks. Samkvæmt Cas Mudde, einum fremsta fræðimanni um popúlisma í heiminum í dag, lýsir popúlismi samfélaginu sem tveimur aðskildum og andstæðum hópum annars vegar „fólkinu“ (popúlistum) og hins vegar „spilltu elítunni“ eða öðrum minnihlutahópum. Sú togstreita sem myndast á milli þessara hópa skapar siðferðislega gjá þar sem „fólkið“ telur sig hafa siðferðislega yfirburði yfir spilltu elítuna eða minnihlutahópa í þjóðfélaginu, svo sem innflytjendur. Popúlismi er þunnskipuð hugmyndafræði (e. thin-centred ideology), sem þýðir að hún getur ekki veitt yfirgripsmikil svör við flóknum viðfangsefnum. Þar af leiðandi er nálgun popúlismans á samfélagið sett upp á einfaldan hátt: „við“ á móti „þeim“. Að mörgu leyti er and-fjölhyggja (e.anti-pluralism) eitt af meginþáttum popúlismans. Hugtakið vísar til andstöðu við margbreytileika í samfélaginu, til dæmis andstöðu við fjölmenningu, ólík gildi og mismunandi lífsskoðanir. Samkvæmt and-fjölhyggju á samfélagið að vera ein heild með sameiginlegt trúarbragð, menningu, stjórnmál og jafnvel siðferði. Popúlistar halda því fram að andstæðingar þeirra, svo sem stjórnmálaelítan, stofnanir og minnihlutahópar, séu ekki lögmætir fulltrúar almennings þar sem þeir teljist ekki hluti af „fólkinu“. Jan-Werner Müller hefur kallað popúlisma „siðferðislega ímyndun stjórnmála“. Með því á hann við að popúlistar líti á heiminn sem baráttu milli siðferðislega spilltra aðila og „fólksins“, sem sé heilsteypt og sameinað í þeirri viðleitni að berjast gegn fyrrnefnda hópnum. Samkvæmt Müller er sú fullyrðing að aðeins sumir séu hluti af „raunverulega fólkinu“ grundvöllur að útilokun annarra hópa, þar sem þeir séu ekki taldir lögmætir fulltrúar almennings. Cas Mudde bendir einnig á að popúlistar telji sig vera hina einu sönnu fulltrúa almennings og að stjórnmál eigi að endurspegla hinn almenna vilja þjóðarinnar. Leiðtogar popúlista stilla sér oft upp sem „rödd almennings“ og leitast við að skapa tengsl við fólk í gegnum sameiginlega menningu. Þannig geta þeir fullvissað um að þeir séu „einn af fólkinu“. Hins vegar telja popúlistar að þeir sem ekki deila þessari menningu tilheyri ekki almenningi. Önnur megineinkenni popúlisma eru andstaða við ríkjandi kerfi (e.anti-establishment). Popúlistar grafa undan lögmæti stofnana og meginstraums stjórnmálaflokka með því að skilgreina kerfið sem spillt. Þetta ýtir undir aðskilnað milli „fólksins“ og „spilltu hópanna“, svo sem stjórnmálaelítunnar. Þar sem að popúlískir flokkar setji sig upp sem andstæðinga kerfisins, getur það reynst þeim erfitt að sitja í ríkisstjórn. Þegar illa gengur í ríkisstjórn hafa leiðtogar popúlískra flokka oft kennt spilltri elítu um, til dæmis stjórnsýslunni, sem þeir telja vinna á bak við tjöldin að því að grafa undan lögmæti þeirra. Það má færa rök fyrir því að aðferð popúlista, að skipta samfélaginu í tvo andstæðar fylkingar út frá siðferði og útiloka ákveðna hópa frá þátttöku í lýðræðinu, grafi undan grundvallarþáttum fulltrúalýðræðis. Sú meginregla að allir hópar eigi að hafa rödd í samfélaginu veikist við slíka pólitík. And-fjölhyggjueinkenni popúlisma geta einnig leitt til þess að eftirlitskerfið sem felst í þrískiptingu ríkisvaldsins s.s. löggjafans, dómsvaldsins og framkvæmdavaldsins rofni. Það dregur úr lögmæti lýðræðisins og getur stutt við þróun í átt að einræðislegu stjórnarfari. Popúlistar telja að pólitískar athafnir eigi að hafa forgang yfir lög og reglur, sem hefur í för með sér að vilji fólksins, eða jafnvel vilji stjórnmálaforingjans, eigi að vera æðsta form valdsins. Slíkt fyrirkomulag grefur undan stofnunum lýðræðisins, eins og sést hefur í mörgum löndum víðsvegar um heiminn sem hafa kosið popúlíska stjórnmálaflokka til valda. Heimildir: Mudde, Cas & Rovira Kaltwasser, C. (2017) Populism: A Very Short Introduction. New York: Oxford University Press. Muller, Jan-Werner (2016) What is Populism? London:Penguin Höfundur er alþjóðastjórnmála- og stjórnsýslufræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Í nafni frelsis og valdeflingar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Skoðun Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Sjá meira
Popúlismi hefur síðustu áratugi valdið straumhvörfum í stjórnmálum víðsvegar um heiminn. Stjórnmálaflokkar sem skilgreina má sem popúlista hafa tekið sér sess meðal meginstraumsflokka og jafnvel átt þátt í ríkisstjórnum. Markmið þessarar greinar er að varpa ljósi á tilurð popúlisma út frá siðferðissjónarmiðum þér til fróðleiks. Samkvæmt Cas Mudde, einum fremsta fræðimanni um popúlisma í heiminum í dag, lýsir popúlismi samfélaginu sem tveimur aðskildum og andstæðum hópum annars vegar „fólkinu“ (popúlistum) og hins vegar „spilltu elítunni“ eða öðrum minnihlutahópum. Sú togstreita sem myndast á milli þessara hópa skapar siðferðislega gjá þar sem „fólkið“ telur sig hafa siðferðislega yfirburði yfir spilltu elítuna eða minnihlutahópa í þjóðfélaginu, svo sem innflytjendur. Popúlismi er þunnskipuð hugmyndafræði (e. thin-centred ideology), sem þýðir að hún getur ekki veitt yfirgripsmikil svör við flóknum viðfangsefnum. Þar af leiðandi er nálgun popúlismans á samfélagið sett upp á einfaldan hátt: „við“ á móti „þeim“. Að mörgu leyti er and-fjölhyggja (e.anti-pluralism) eitt af meginþáttum popúlismans. Hugtakið vísar til andstöðu við margbreytileika í samfélaginu, til dæmis andstöðu við fjölmenningu, ólík gildi og mismunandi lífsskoðanir. Samkvæmt and-fjölhyggju á samfélagið að vera ein heild með sameiginlegt trúarbragð, menningu, stjórnmál og jafnvel siðferði. Popúlistar halda því fram að andstæðingar þeirra, svo sem stjórnmálaelítan, stofnanir og minnihlutahópar, séu ekki lögmætir fulltrúar almennings þar sem þeir teljist ekki hluti af „fólkinu“. Jan-Werner Müller hefur kallað popúlisma „siðferðislega ímyndun stjórnmála“. Með því á hann við að popúlistar líti á heiminn sem baráttu milli siðferðislega spilltra aðila og „fólksins“, sem sé heilsteypt og sameinað í þeirri viðleitni að berjast gegn fyrrnefnda hópnum. Samkvæmt Müller er sú fullyrðing að aðeins sumir séu hluti af „raunverulega fólkinu“ grundvöllur að útilokun annarra hópa, þar sem þeir séu ekki taldir lögmætir fulltrúar almennings. Cas Mudde bendir einnig á að popúlistar telji sig vera hina einu sönnu fulltrúa almennings og að stjórnmál eigi að endurspegla hinn almenna vilja þjóðarinnar. Leiðtogar popúlista stilla sér oft upp sem „rödd almennings“ og leitast við að skapa tengsl við fólk í gegnum sameiginlega menningu. Þannig geta þeir fullvissað um að þeir séu „einn af fólkinu“. Hins vegar telja popúlistar að þeir sem ekki deila þessari menningu tilheyri ekki almenningi. Önnur megineinkenni popúlisma eru andstaða við ríkjandi kerfi (e.anti-establishment). Popúlistar grafa undan lögmæti stofnana og meginstraums stjórnmálaflokka með því að skilgreina kerfið sem spillt. Þetta ýtir undir aðskilnað milli „fólksins“ og „spilltu hópanna“, svo sem stjórnmálaelítunnar. Þar sem að popúlískir flokkar setji sig upp sem andstæðinga kerfisins, getur það reynst þeim erfitt að sitja í ríkisstjórn. Þegar illa gengur í ríkisstjórn hafa leiðtogar popúlískra flokka oft kennt spilltri elítu um, til dæmis stjórnsýslunni, sem þeir telja vinna á bak við tjöldin að því að grafa undan lögmæti þeirra. Það má færa rök fyrir því að aðferð popúlista, að skipta samfélaginu í tvo andstæðar fylkingar út frá siðferði og útiloka ákveðna hópa frá þátttöku í lýðræðinu, grafi undan grundvallarþáttum fulltrúalýðræðis. Sú meginregla að allir hópar eigi að hafa rödd í samfélaginu veikist við slíka pólitík. And-fjölhyggjueinkenni popúlisma geta einnig leitt til þess að eftirlitskerfið sem felst í þrískiptingu ríkisvaldsins s.s. löggjafans, dómsvaldsins og framkvæmdavaldsins rofni. Það dregur úr lögmæti lýðræðisins og getur stutt við þróun í átt að einræðislegu stjórnarfari. Popúlistar telja að pólitískar athafnir eigi að hafa forgang yfir lög og reglur, sem hefur í för með sér að vilji fólksins, eða jafnvel vilji stjórnmálaforingjans, eigi að vera æðsta form valdsins. Slíkt fyrirkomulag grefur undan stofnunum lýðræðisins, eins og sést hefur í mörgum löndum víðsvegar um heiminn sem hafa kosið popúlíska stjórnmálaflokka til valda. Heimildir: Mudde, Cas & Rovira Kaltwasser, C. (2017) Populism: A Very Short Introduction. New York: Oxford University Press. Muller, Jan-Werner (2016) What is Populism? London:Penguin Höfundur er alþjóðastjórnmála- og stjórnsýslufræðingur
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar