Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar 3. september 2025 13:31 Undanfarna daga hefur þjóðin fylgst með umræðu sem hefur beinst að minnihlutahópum á fordæmalausan hátt. Í miðju alls þessa eru hatursfull ummæli, grímulaus ögrun og persónulegar árásir. Það sem eitt sinn þótti óboðlegt í opinberri umræðu virðist nú orðið hversdagslegt — jafnvel ásættanlegt. Fjölmiðlar virðast í auknum mæli sækjast eftir öfgunum. Þeir sem tala hátt, rífast, ráðast að fólki og skapa klofning fá pláss og hlustun. Þetta er orðið eins konar „söluvænn leikur“ þar sem öfgar og niðurrif eru í forgrunni — en mannvirðing og siðferði víkja. Við megum ekki láta þetta viðgangast. Ofbeldi kemur í mörgum myndum. Það birtist ekki aðeins í barsmíðum eða öskrum, heldur líka í því að líta undan. Að þegja. Að samþykkja með því að gera ekki neitt. Margir sem verða vitni að hatursorðræðu gera ekkert. Þeir vilja ekki „blanda sér í þetta“, vilja ekki missa stöðu sína eða verða fyrir sömu árásum. En þegar við stöndum hjá og látum sem ekkert sé, þá erum við ekki hlutlaus. Þá styðjum við óbeint við það sem við erum að horfa á. Og það er líka ofbeldi. Við sem störfum í hreyfingu launafólks vitum að réttlæti og mannvirðing eru hornsteinar þess sem við berjumst fyrir. Það nær ekki aðeins til launakjara eða vinnutíma, heldur líka til þess hvernig við tölum um hvort annað. Hvernig við stöndum með þeim sem eru á jaðrinum. Hvernig við bregðumst við þegar á fólki er ráðist. Þetta snýst um meira en eitt mál, eina persónu eða eina umræðu. Þetta snýst um hvaða samfélag við viljum lifa í. Og það samfélag á ekki að byggja á þögn, undanlátssemi eða ótta. Þess vegna segi ég: Hingað og ekki lengra.Við verðum öll að axla ábyrgð. Við verðum að segja stopp. Og við verðum að gera það saman. Höfundur er formaður Bárunnar, stéttarfélags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Sjá meira
Undanfarna daga hefur þjóðin fylgst með umræðu sem hefur beinst að minnihlutahópum á fordæmalausan hátt. Í miðju alls þessa eru hatursfull ummæli, grímulaus ögrun og persónulegar árásir. Það sem eitt sinn þótti óboðlegt í opinberri umræðu virðist nú orðið hversdagslegt — jafnvel ásættanlegt. Fjölmiðlar virðast í auknum mæli sækjast eftir öfgunum. Þeir sem tala hátt, rífast, ráðast að fólki og skapa klofning fá pláss og hlustun. Þetta er orðið eins konar „söluvænn leikur“ þar sem öfgar og niðurrif eru í forgrunni — en mannvirðing og siðferði víkja. Við megum ekki láta þetta viðgangast. Ofbeldi kemur í mörgum myndum. Það birtist ekki aðeins í barsmíðum eða öskrum, heldur líka í því að líta undan. Að þegja. Að samþykkja með því að gera ekki neitt. Margir sem verða vitni að hatursorðræðu gera ekkert. Þeir vilja ekki „blanda sér í þetta“, vilja ekki missa stöðu sína eða verða fyrir sömu árásum. En þegar við stöndum hjá og látum sem ekkert sé, þá erum við ekki hlutlaus. Þá styðjum við óbeint við það sem við erum að horfa á. Og það er líka ofbeldi. Við sem störfum í hreyfingu launafólks vitum að réttlæti og mannvirðing eru hornsteinar þess sem við berjumst fyrir. Það nær ekki aðeins til launakjara eða vinnutíma, heldur líka til þess hvernig við tölum um hvort annað. Hvernig við stöndum með þeim sem eru á jaðrinum. Hvernig við bregðumst við þegar á fólki er ráðist. Þetta snýst um meira en eitt mál, eina persónu eða eina umræðu. Þetta snýst um hvaða samfélag við viljum lifa í. Og það samfélag á ekki að byggja á þögn, undanlátssemi eða ótta. Þess vegna segi ég: Hingað og ekki lengra.Við verðum öll að axla ábyrgð. Við verðum að segja stopp. Og við verðum að gera það saman. Höfundur er formaður Bárunnar, stéttarfélags.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun