Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar 1. september 2025 10:00 Í maí á þessu ári rakst ég á mynd af eplum á netinu, eplunum var raðað saman eftir hversu skýr þau voru. Númer eitt var rautt og glansandi, númer tvö litdaufara, síðan svarthvítt og loks rétt svo mótaði fyrir útlínum. Og að lokum ekkert epli. Spurningin sem fylgdi var hversu vel maður sæi epli fyrir sér ef maður lokaði augunum. Ég sá ekkert epli, enda spurningin fáránleg. En ég uppgötvaði þá í framhaldinu, í fyrsta sinn, að annað fólk gæti séð allskonar hluti myndrænt fyrir sér. Meira að segja langflestir. Ég er með öðrum orðum með „afantasíu“, en innan við fimm prósent mannkyns eru sama marki brennd. Hugaraugað er það kallað, sem venjulegt fólk notar til að framkalla myndir í huganum. Fyrst um sinn fannst mér þetta galin tilhugun, að langflest fólk væri fært um að sjá hluti fyrir sér myndrænt. Jú, kannski gæti fólk á sterkum eiturlyfjum séð eitthvað fyrir sér í kollinum? Fólk í geðrofi? En ekki bara venjulegt fólk? Og ég þurfti að koma mér niður á jörðina. Jú, þetta getur fólk. Ég hringdi í ýmsa ættingja. Amma hélt að ég væri að missa það. Hún gat séð fyrir sér bláan bíl eins og ég sagði henni að gera strax eftir eftir að hún svaraði símanum. Bíllinn var meira að segja á ferð. Eftir þessa uppgötvun hugsaði ég, Hvort þetta ástand hafi hamlað mér á einhvern hátt? Og hvernig hefur það hjálpað mér mögulega? Mitt helsta áhugamál er skák og þetta ástand mitt virðist ekki trufla mig þar. Ég get verið nokkuð lunkinn við að reikna talvert fram í tímann. Ég get meira að segja teflt blindskák. Mér skilst á þessum venjulegu skákmönnum (ef þeir eru til) að þeir sjái fyrir sér borðið, allt eða í heild, og leiki einfaldlega mönnunum á borðinu í huganum. Fáránleg tilhugsun finnst mér, hlýtur að vera svindl! En þegar ég tefli blindskák er engin þörf á að loka augunum og engin þörf að sjá neitt - reitir borðsins eru 64 og hafa sín nöfn (a1, c7), og ef ég veit á hvaða reitum mennirnir eru hverju sinni veit ég alveg hvernig staðan er. Ég sé það ekki. Ég bara veit það. Á enskunni er þetta kallað „conseptual thinking” og mig grunar að ég gæti verið ögn glúrinn í þeim fræðum, mögulega því mig vantar algjörlega hið sjónræna. Sama niðurstaða, önnur aðferð! Einnig les ég mikið. En ég uppgötvaði líka að við lestur sér venjulega fólkið jafnvel fyrir sér atburðarrás bókarinnar sem það er að lesa, meðan ég sé bara pappír. Það rifjast upp fyrir mér tímar í menntaskóla og háskóla þar sem spurt var hvernig maður sæi hitt og þetta fyrir sér við lestur fagurbókmennta. Ég hló bara að þessu innra með mér (ég er þó allavega með rödd í huganum…) og velti fyrir mér hvaða voðalega myndmál þetta væri, allt í einu voru allir orðnir svo ljóðrænir. Einnig rifjast upp hugleiðslunámskeið sem ég sótti þar sem fólk var beðið um að segja hvað það sá, á einhverri meintri strönd sem jóginn sagði að við værum stödd á. Til að móðga ekki jógana bullaði ég eitthvað um sandinn og öldurnar sem ég sá vissulega ekki. Ég er ratvís. Ef ég hef heimsótt stað einu sinni get ég valsað þar um án þess að kíkja í símann. Ég hefði giskað á að maður með afantasíu gæti varla verið ratvís, en svo er ekki! Þetta er ruglandi. Því meira sem ég les mig til því minna skil ég. Einnig dreymir mig. En sjaldan, og þegar mig dreymir er það einhver steypa. En sjónræn steypa! Þannig að um leið og ég vakna - þá slokknar á hugarauganu. Ég lærði sagnfræði og hef dálítið velt fyrir mér minni, þá sérstaklega kynslóðaminninu og áhrif trámatískra atburða á líf fólks. Eftir að ég uppgötvaði að fólk getur séð fyrir sér annað fólk og liðna atburði í huganum, þá fannst mér ég skilja betur ýmsar hugmyndir fræðimanna um minnið. Og í leiðinni skildi ég að sumt um minnið á ekki við mig. Ég man hluti og get fært þá í orð, en get ekki endurupplifað þá. Eins og það er nú leiðinlegt, að geta ekki endurupplifað góða hluti, þá finnst mér nú ágætt, að geta ekki endurupplifað slæma huti. Ég hafði því kannski ekki misst af svo miklu í þau 25 ár sem ég lifði án þess að vita að ég hefði ekki „hugaraugað”. En að lokum verð ég að segja að mér finnst samt dálítið leiðinlegt að heyra að venjulegt fólk geti séð fyrir sér í huganum fólkið sem því þykir vænt um. Það get ég ekki. Ég gæti til dæmis aldrei séð mömmu fyrir mér, eða afa minn sem dó fyrir 12 árum og mér þótti svo skemmtilegur. En ég get heyrt röddina hans, og auðvitað skoðað myndir. Myndir af afa, myndir af eplum. Sérð þú eplið? Höfundur er ritstjóri tímaritsins Skákar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Í maí á þessu ári rakst ég á mynd af eplum á netinu, eplunum var raðað saman eftir hversu skýr þau voru. Númer eitt var rautt og glansandi, númer tvö litdaufara, síðan svarthvítt og loks rétt svo mótaði fyrir útlínum. Og að lokum ekkert epli. Spurningin sem fylgdi var hversu vel maður sæi epli fyrir sér ef maður lokaði augunum. Ég sá ekkert epli, enda spurningin fáránleg. En ég uppgötvaði þá í framhaldinu, í fyrsta sinn, að annað fólk gæti séð allskonar hluti myndrænt fyrir sér. Meira að segja langflestir. Ég er með öðrum orðum með „afantasíu“, en innan við fimm prósent mannkyns eru sama marki brennd. Hugaraugað er það kallað, sem venjulegt fólk notar til að framkalla myndir í huganum. Fyrst um sinn fannst mér þetta galin tilhugun, að langflest fólk væri fært um að sjá hluti fyrir sér myndrænt. Jú, kannski gæti fólk á sterkum eiturlyfjum séð eitthvað fyrir sér í kollinum? Fólk í geðrofi? En ekki bara venjulegt fólk? Og ég þurfti að koma mér niður á jörðina. Jú, þetta getur fólk. Ég hringdi í ýmsa ættingja. Amma hélt að ég væri að missa það. Hún gat séð fyrir sér bláan bíl eins og ég sagði henni að gera strax eftir eftir að hún svaraði símanum. Bíllinn var meira að segja á ferð. Eftir þessa uppgötvun hugsaði ég, Hvort þetta ástand hafi hamlað mér á einhvern hátt? Og hvernig hefur það hjálpað mér mögulega? Mitt helsta áhugamál er skák og þetta ástand mitt virðist ekki trufla mig þar. Ég get verið nokkuð lunkinn við að reikna talvert fram í tímann. Ég get meira að segja teflt blindskák. Mér skilst á þessum venjulegu skákmönnum (ef þeir eru til) að þeir sjái fyrir sér borðið, allt eða í heild, og leiki einfaldlega mönnunum á borðinu í huganum. Fáránleg tilhugsun finnst mér, hlýtur að vera svindl! En þegar ég tefli blindskák er engin þörf á að loka augunum og engin þörf að sjá neitt - reitir borðsins eru 64 og hafa sín nöfn (a1, c7), og ef ég veit á hvaða reitum mennirnir eru hverju sinni veit ég alveg hvernig staðan er. Ég sé það ekki. Ég bara veit það. Á enskunni er þetta kallað „conseptual thinking” og mig grunar að ég gæti verið ögn glúrinn í þeim fræðum, mögulega því mig vantar algjörlega hið sjónræna. Sama niðurstaða, önnur aðferð! Einnig les ég mikið. En ég uppgötvaði líka að við lestur sér venjulega fólkið jafnvel fyrir sér atburðarrás bókarinnar sem það er að lesa, meðan ég sé bara pappír. Það rifjast upp fyrir mér tímar í menntaskóla og háskóla þar sem spurt var hvernig maður sæi hitt og þetta fyrir sér við lestur fagurbókmennta. Ég hló bara að þessu innra með mér (ég er þó allavega með rödd í huganum…) og velti fyrir mér hvaða voðalega myndmál þetta væri, allt í einu voru allir orðnir svo ljóðrænir. Einnig rifjast upp hugleiðslunámskeið sem ég sótti þar sem fólk var beðið um að segja hvað það sá, á einhverri meintri strönd sem jóginn sagði að við værum stödd á. Til að móðga ekki jógana bullaði ég eitthvað um sandinn og öldurnar sem ég sá vissulega ekki. Ég er ratvís. Ef ég hef heimsótt stað einu sinni get ég valsað þar um án þess að kíkja í símann. Ég hefði giskað á að maður með afantasíu gæti varla verið ratvís, en svo er ekki! Þetta er ruglandi. Því meira sem ég les mig til því minna skil ég. Einnig dreymir mig. En sjaldan, og þegar mig dreymir er það einhver steypa. En sjónræn steypa! Þannig að um leið og ég vakna - þá slokknar á hugarauganu. Ég lærði sagnfræði og hef dálítið velt fyrir mér minni, þá sérstaklega kynslóðaminninu og áhrif trámatískra atburða á líf fólks. Eftir að ég uppgötvaði að fólk getur séð fyrir sér annað fólk og liðna atburði í huganum, þá fannst mér ég skilja betur ýmsar hugmyndir fræðimanna um minnið. Og í leiðinni skildi ég að sumt um minnið á ekki við mig. Ég man hluti og get fært þá í orð, en get ekki endurupplifað þá. Eins og það er nú leiðinlegt, að geta ekki endurupplifað góða hluti, þá finnst mér nú ágætt, að geta ekki endurupplifað slæma huti. Ég hafði því kannski ekki misst af svo miklu í þau 25 ár sem ég lifði án þess að vita að ég hefði ekki „hugaraugað”. En að lokum verð ég að segja að mér finnst samt dálítið leiðinlegt að heyra að venjulegt fólk geti séð fyrir sér í huganum fólkið sem því þykir vænt um. Það get ég ekki. Ég gæti til dæmis aldrei séð mömmu fyrir mér, eða afa minn sem dó fyrir 12 árum og mér þótti svo skemmtilegur. En ég get heyrt röddina hans, og auðvitað skoðað myndir. Myndir af afa, myndir af eplum. Sérð þú eplið? Höfundur er ritstjóri tímaritsins Skákar.
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun