Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 28. ágúst 2025 16:45 Styrmir Snær svekktur eftir leik. vísir/hulda margrét Byrjunin á EM í körfubolta fór því miður ekki á besta veg. Ísland tapaði fyrir Ísrael, 83-71, í leik þar sem voru svo sannarlega tækifæri til staðar. Hún var svolítið sérstök stemningin í Spodek-höllinni fyrir leik. Ekki nema 3.000 manns í tæplega tólf þúsund manna höll. Leikurinn var líka rétt eftir hádegi og svolítið afslöppuð stemning. Eins og kannski eðlilegt var þá voru strákarnir pínu stífir og stressaðir í byrjun en það rann af þeim fljótlega. Það duldist engum að okkar menn voru meira en klárir. Ofboðsleg orka í liðinu og allir í fimmta gír. Tilbúnir að kasta sér í allt. Elvar Friðriksson dró vagninn fyrir okkar menn og því miður var Martin Hermannsson ískaldur. Þrátt fyrir það var Ísland vel inn í leiknum í hálfleik. Það munaði aðeins fjórum stigum. 36-32. Það var tækifæri. Því miður kviknaði ekki á Martin í seinni hálfleik og það var reyndar slökkt á öllu liðinu fyrstu mínútur seinni hálfleiks. Strákarnir neituðu samt að gefast upp og það var aðeins átta stiga munur eftir þrjá leikhluta. 60-52. Það var tækifæri. Þegar leikurinn var svo gott sem búinn áttu varamenn Íslands frábært áhlaup og minnkuðu muninn í tíu stig. Það var of lítið og of seint. Tækifærið var farið út um gluggann. Hrós á okkar menn að standa í Ísrael lungann úr leiknum. Það er aftur á móti alveg ljóst að við vinnum ekki svona gott lið þegar Martin Hermannsson á hauskúpuleik. Þriggja stiga nýtingin var síðan átakanlega léleg og hún verður að lagast í næstu leikjum. Elvar var stjarna leiksins og stigahæstur. Dró vagninn og steig upp er á þurfti að halda. Töffari. Tryggvi Snær var ótrúlegur undir körfunni þó svo hann fengi nánast enga hvíld fyrr en í blálokin. Það mun draga fljótt af stóra manninum í mótinu ef þjálfarateymið finnur ekki lausnir til þess að hvíla hann meira. Liðið á klárlega mikið inni eftir þennan leik. Orkustigið og ákefðin var til fyrirmyndar en það vantar meiri gæði. Það þýðir ekkert að gráta Björn bónda heldur þarf að safna liði. Það er risaverkefni á laugardag og þar ætlar Ísland að vinna sinn fyrsta leik á stórmóti. EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Fleiri fréttir Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Sjá meira
Hún var svolítið sérstök stemningin í Spodek-höllinni fyrir leik. Ekki nema 3.000 manns í tæplega tólf þúsund manna höll. Leikurinn var líka rétt eftir hádegi og svolítið afslöppuð stemning. Eins og kannski eðlilegt var þá voru strákarnir pínu stífir og stressaðir í byrjun en það rann af þeim fljótlega. Það duldist engum að okkar menn voru meira en klárir. Ofboðsleg orka í liðinu og allir í fimmta gír. Tilbúnir að kasta sér í allt. Elvar Friðriksson dró vagninn fyrir okkar menn og því miður var Martin Hermannsson ískaldur. Þrátt fyrir það var Ísland vel inn í leiknum í hálfleik. Það munaði aðeins fjórum stigum. 36-32. Það var tækifæri. Því miður kviknaði ekki á Martin í seinni hálfleik og það var reyndar slökkt á öllu liðinu fyrstu mínútur seinni hálfleiks. Strákarnir neituðu samt að gefast upp og það var aðeins átta stiga munur eftir þrjá leikhluta. 60-52. Það var tækifæri. Þegar leikurinn var svo gott sem búinn áttu varamenn Íslands frábært áhlaup og minnkuðu muninn í tíu stig. Það var of lítið og of seint. Tækifærið var farið út um gluggann. Hrós á okkar menn að standa í Ísrael lungann úr leiknum. Það er aftur á móti alveg ljóst að við vinnum ekki svona gott lið þegar Martin Hermannsson á hauskúpuleik. Þriggja stiga nýtingin var síðan átakanlega léleg og hún verður að lagast í næstu leikjum. Elvar var stjarna leiksins og stigahæstur. Dró vagninn og steig upp er á þurfti að halda. Töffari. Tryggvi Snær var ótrúlegur undir körfunni þó svo hann fengi nánast enga hvíld fyrr en í blálokin. Það mun draga fljótt af stóra manninum í mótinu ef þjálfarateymið finnur ekki lausnir til þess að hvíla hann meira. Liðið á klárlega mikið inni eftir þennan leik. Orkustigið og ákefðin var til fyrirmyndar en það vantar meiri gæði. Það þýðir ekkert að gráta Björn bónda heldur þarf að safna liði. Það er risaverkefni á laugardag og þar ætlar Ísland að vinna sinn fyrsta leik á stórmóti.
EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Fleiri fréttir Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum