Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 28. ágúst 2025 16:45 Styrmir Snær svekktur eftir leik. vísir/hulda margrét Byrjunin á EM í körfubolta fór því miður ekki á besta veg. Ísland tapaði fyrir Ísrael, 83-71, í leik þar sem voru svo sannarlega tækifæri til staðar. Hún var svolítið sérstök stemningin í Spodek-höllinni fyrir leik. Ekki nema 3.000 manns í tæplega tólf þúsund manna höll. Leikurinn var líka rétt eftir hádegi og svolítið afslöppuð stemning. Eins og kannski eðlilegt var þá voru strákarnir pínu stífir og stressaðir í byrjun en það rann af þeim fljótlega. Það duldist engum að okkar menn voru meira en klárir. Ofboðsleg orka í liðinu og allir í fimmta gír. Tilbúnir að kasta sér í allt. Elvar Friðriksson dró vagninn fyrir okkar menn og því miður var Martin Hermannsson ískaldur. Þrátt fyrir það var Ísland vel inn í leiknum í hálfleik. Það munaði aðeins fjórum stigum. 36-32. Það var tækifæri. Því miður kviknaði ekki á Martin í seinni hálfleik og það var reyndar slökkt á öllu liðinu fyrstu mínútur seinni hálfleiks. Strákarnir neituðu samt að gefast upp og það var aðeins átta stiga munur eftir þrjá leikhluta. 60-52. Það var tækifæri. Þegar leikurinn var svo gott sem búinn áttu varamenn Íslands frábært áhlaup og minnkuðu muninn í tíu stig. Það var of lítið og of seint. Tækifærið var farið út um gluggann. Hrós á okkar menn að standa í Ísrael lungann úr leiknum. Það er aftur á móti alveg ljóst að við vinnum ekki svona gott lið þegar Martin Hermannsson á hauskúpuleik. Þriggja stiga nýtingin var síðan átakanlega léleg og hún verður að lagast í næstu leikjum. Elvar var stjarna leiksins og stigahæstur. Dró vagninn og steig upp er á þurfti að halda. Töffari. Tryggvi Snær var ótrúlegur undir körfunni þó svo hann fengi nánast enga hvíld fyrr en í blálokin. Það mun draga fljótt af stóra manninum í mótinu ef þjálfarateymið finnur ekki lausnir til þess að hvíla hann meira. Liðið á klárlega mikið inni eftir þennan leik. Orkustigið og ákefðin var til fyrirmyndar en það vantar meiri gæði. Það þýðir ekkert að gráta Björn bónda heldur þarf að safna liði. Það er risaverkefni á laugardag og þar ætlar Ísland að vinna sinn fyrsta leik á stórmóti. EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Njarðvík - Grindavík | Halda þær gulu fluginu áfram? Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Sjá meira
Hún var svolítið sérstök stemningin í Spodek-höllinni fyrir leik. Ekki nema 3.000 manns í tæplega tólf þúsund manna höll. Leikurinn var líka rétt eftir hádegi og svolítið afslöppuð stemning. Eins og kannski eðlilegt var þá voru strákarnir pínu stífir og stressaðir í byrjun en það rann af þeim fljótlega. Það duldist engum að okkar menn voru meira en klárir. Ofboðsleg orka í liðinu og allir í fimmta gír. Tilbúnir að kasta sér í allt. Elvar Friðriksson dró vagninn fyrir okkar menn og því miður var Martin Hermannsson ískaldur. Þrátt fyrir það var Ísland vel inn í leiknum í hálfleik. Það munaði aðeins fjórum stigum. 36-32. Það var tækifæri. Því miður kviknaði ekki á Martin í seinni hálfleik og það var reyndar slökkt á öllu liðinu fyrstu mínútur seinni hálfleiks. Strákarnir neituðu samt að gefast upp og það var aðeins átta stiga munur eftir þrjá leikhluta. 60-52. Það var tækifæri. Þegar leikurinn var svo gott sem búinn áttu varamenn Íslands frábært áhlaup og minnkuðu muninn í tíu stig. Það var of lítið og of seint. Tækifærið var farið út um gluggann. Hrós á okkar menn að standa í Ísrael lungann úr leiknum. Það er aftur á móti alveg ljóst að við vinnum ekki svona gott lið þegar Martin Hermannsson á hauskúpuleik. Þriggja stiga nýtingin var síðan átakanlega léleg og hún verður að lagast í næstu leikjum. Elvar var stjarna leiksins og stigahæstur. Dró vagninn og steig upp er á þurfti að halda. Töffari. Tryggvi Snær var ótrúlegur undir körfunni þó svo hann fengi nánast enga hvíld fyrr en í blálokin. Það mun draga fljótt af stóra manninum í mótinu ef þjálfarateymið finnur ekki lausnir til þess að hvíla hann meira. Liðið á klárlega mikið inni eftir þennan leik. Orkustigið og ákefðin var til fyrirmyndar en það vantar meiri gæði. Það þýðir ekkert að gráta Björn bónda heldur þarf að safna liði. Það er risaverkefni á laugardag og þar ætlar Ísland að vinna sinn fyrsta leik á stórmóti.
EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Njarðvík - Grindavík | Halda þær gulu fluginu áfram? Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Sjá meira