Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar 28. ágúst 2025 13:31 Við töpum milljörðum á erlendum veðmálum – en við getum breytt því. Á Íslandi er einungis einn sérleyfishafi þegar að það snýr að veðmálum og þar af leiðandi er ólöglegt að auglýsa erlendar veðmálasíður hér á landi. Þrátt fyrir þetta, þá eru meðalútgjöld til fjárhættuspila á hvern fullorðin íbúa á Íslandi í kringum 72.000kr.- á ári samkvæmt skýrslu danska veðmálaeftirlitsins. En þó svo að það sé ólöglegt að auglýsa erlendar veðmálasíður á Íslandi, þá eru þúsundir Íslendinga sem eru að spila á erlendum mörkuðum og það þarf hvorki að leita langt né að hafa mikla tæknikunnáttu til þess að finna þær og þetta þýðir tvennt: Ríkið hefur enga stjórn eða yfirsýn á markaðnum. Hagnaður og mögulegar skatttekjur fara úr landi. Samkvæmt erlendum rannsóknum þá má áætla að þetta séu milljarðar sem að íslenska ríkið tapar á því að vera með sérleyfi í stað starfsleyfa. Áhættan við núverandi kerfi Núverandi bannstefna íslenskra stjórnvalda veldur því að erfiðara er að greina spilafíkn og bregðast við henni, ásamt því að mun minna fjármagni er varið í forvarnir og meðferðarúrræði. Núverandi kerfi er ekki að verja neinn, hvorki viðkvæma hópa né samfélagið sem missir af þessum tekjum. Kerfið er gallað og því miður hafa eftirlitsaðilar ekki brugðist nógu skýrt við, en sérleyfishafar á Íslandi hafa bæði auglýst með slagorðinu „Settu spennu í leikinn“ og á heimasíðu HHÍ stendur að happdrættið eigi að veita fólki „upplifun og afþreyingu sem felur í sér von um fjárhagslegan vinning“. Maður veltir því fyrir sér hvort sé skaðlegra, svona herferðir eða áhrifavaldar í hettupeysum merktar erlendum fyrirtækjum. Hvað gerðu nágrannaþjóðirnar? Svíðþjóð, Noregur, Danmörk og Bretland hafa öll farið þá leið að vera með aukið gagnsæi og eftirlit. Þar voru starfsleyfi tekin upp og veðmálafyrirtækin eru skylduð til þess að gera eftirfarandi: Greiða skatta og gjöld í viðkomandi landi. Fylgja reglum um hámarks innborganir, sjálfútilokun og aldursvernd. Styrkja forvarnir og meðferð fyrir spilafíkn. Niðurstaðan? Það er mun meira eftirlit, minni hætta á spilafíkn og auknar tekjur til samfélagsins. Tækifærið fyrir Ísland Með því að lögleiða og taka upp starfsleyfi á Íslandi gætum við: Safnað milljörðum í skatttekjur ár hvert. Fjármagnað markvissar forvarnir og meðferðarúrræði. Verndað viðkvæma hópa gegn skaðlegum áhrifum. Styrkt og opnað á auknar tekjur til fjölmiðla og íþróttafélaga. Aukið atvinnufrelsi og heilbrigða samkeppni. Þetta er nefnilega ekki spurning um hvort að veðmálin eigi sér stað, heldur er þetta spurning um hver stjórnar leiknum og hvort við viljum að hagnaðurinn nýtist íslensku samfélagi eða renni óhindraður úr landi. Tökum stjórn á leiknum Hættum að ræða erlendar veðmálasíður í bakherbergjum og förum að vinna markvisst að því að breyta þessu úr gráu svæði í gagnsæi. Ef íslensk stjórnvöld taka upp starfsleyfi í stað sérleyfa, þá mun vera löglegt veðmálaumhverfi á Íslandi, auknar tekjur munu skila sér til ríkisins og hægt væri að hafa meiri yfirsýn og grípa þá viðkvæmu hópa sem eru í mestri hættu. Ég legg því til að við hættum að hræða – og förum að fræða. Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjárhættuspil Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Við töpum milljörðum á erlendum veðmálum – en við getum breytt því. Á Íslandi er einungis einn sérleyfishafi þegar að það snýr að veðmálum og þar af leiðandi er ólöglegt að auglýsa erlendar veðmálasíður hér á landi. Þrátt fyrir þetta, þá eru meðalútgjöld til fjárhættuspila á hvern fullorðin íbúa á Íslandi í kringum 72.000kr.- á ári samkvæmt skýrslu danska veðmálaeftirlitsins. En þó svo að það sé ólöglegt að auglýsa erlendar veðmálasíður á Íslandi, þá eru þúsundir Íslendinga sem eru að spila á erlendum mörkuðum og það þarf hvorki að leita langt né að hafa mikla tæknikunnáttu til þess að finna þær og þetta þýðir tvennt: Ríkið hefur enga stjórn eða yfirsýn á markaðnum. Hagnaður og mögulegar skatttekjur fara úr landi. Samkvæmt erlendum rannsóknum þá má áætla að þetta séu milljarðar sem að íslenska ríkið tapar á því að vera með sérleyfi í stað starfsleyfa. Áhættan við núverandi kerfi Núverandi bannstefna íslenskra stjórnvalda veldur því að erfiðara er að greina spilafíkn og bregðast við henni, ásamt því að mun minna fjármagni er varið í forvarnir og meðferðarúrræði. Núverandi kerfi er ekki að verja neinn, hvorki viðkvæma hópa né samfélagið sem missir af þessum tekjum. Kerfið er gallað og því miður hafa eftirlitsaðilar ekki brugðist nógu skýrt við, en sérleyfishafar á Íslandi hafa bæði auglýst með slagorðinu „Settu spennu í leikinn“ og á heimasíðu HHÍ stendur að happdrættið eigi að veita fólki „upplifun og afþreyingu sem felur í sér von um fjárhagslegan vinning“. Maður veltir því fyrir sér hvort sé skaðlegra, svona herferðir eða áhrifavaldar í hettupeysum merktar erlendum fyrirtækjum. Hvað gerðu nágrannaþjóðirnar? Svíðþjóð, Noregur, Danmörk og Bretland hafa öll farið þá leið að vera með aukið gagnsæi og eftirlit. Þar voru starfsleyfi tekin upp og veðmálafyrirtækin eru skylduð til þess að gera eftirfarandi: Greiða skatta og gjöld í viðkomandi landi. Fylgja reglum um hámarks innborganir, sjálfútilokun og aldursvernd. Styrkja forvarnir og meðferð fyrir spilafíkn. Niðurstaðan? Það er mun meira eftirlit, minni hætta á spilafíkn og auknar tekjur til samfélagsins. Tækifærið fyrir Ísland Með því að lögleiða og taka upp starfsleyfi á Íslandi gætum við: Safnað milljörðum í skatttekjur ár hvert. Fjármagnað markvissar forvarnir og meðferðarúrræði. Verndað viðkvæma hópa gegn skaðlegum áhrifum. Styrkt og opnað á auknar tekjur til fjölmiðla og íþróttafélaga. Aukið atvinnufrelsi og heilbrigða samkeppni. Þetta er nefnilega ekki spurning um hvort að veðmálin eigi sér stað, heldur er þetta spurning um hver stjórnar leiknum og hvort við viljum að hagnaðurinn nýtist íslensku samfélagi eða renni óhindraður úr landi. Tökum stjórn á leiknum Hættum að ræða erlendar veðmálasíður í bakherbergjum og förum að vinna markvisst að því að breyta þessu úr gráu svæði í gagnsæi. Ef íslensk stjórnvöld taka upp starfsleyfi í stað sérleyfa, þá mun vera löglegt veðmálaumhverfi á Íslandi, auknar tekjur munu skila sér til ríkisins og hægt væri að hafa meiri yfirsýn og grípa þá viðkvæmu hópa sem eru í mestri hættu. Ég legg því til að við hættum að hræða – og förum að fræða. Höfundur er viðskiptafræðingur.
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar