Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar 25. ágúst 2025 15:32 Auðvitað segir þetta enginn með fullu viti. Ég er bara að ná athygli þinni með fyrirsögninni. Heilbrigðisráðherra virðis ætla að setja alla sem selja nikótínvörur undir þann hatt að vilja selja börnu nikótín. Það á að banna bragðefni, netsölu – og helst að hafa allt ljótt í brúnum umbúðum sem enginn vill sjá. Af hverju? Vegna þess að börn gætu hugsanlega orðið fyrir áhrifum. Hver er raunverulega markmiðið og hver er tilganurinn – jú að samræma lög um nikótín og tóbak. Það er gott og vel, ég sé ekkert að því enda náskyldir frændur, nema auðvitað annar frændinn er ekki nálagt því jafn skaðlegur og hinn. Annar tilgangur er að börn kaupi ekki vörurnar og markmiðið þá væntnlega að börn neyti ekki tóbaks og nikótíns. En hvernig væri að hugsa í lausnum til að ná markmiðinu og hvernig mælum við árangurinn?Það eru nokkrar leiðir til þess. Það er til einföld lausn við því að börn kaupi nikótín: skyldum allar netverslanir til að auðkenna kaupendur með rafrænum skilríkjum. Verslanir geta auðveldlega komið upp sama formati. Öll kaup á tóbaki og nikótíni verða gerð með rafrænum skilríkjum. Frekar einfallt og málið leyst. Ef við ætlum að banna bragðefni sem "höfða til barna", þá þurfum við að fara í gegnum allskonar aðrar vörur líka. Það er risaeðlu hugsun að halda því fram að embættismenn geti ákveðið hvaða bragð börnum finnst gott.Skvísur, þær eru vinsælar hjá börnum – þannig jarðaber, banani og vanilla fara væntanlega á bannlista. Millimál og jógúrt – oft stútfull af sykri – með karmelu, eplum og perum bætast við listann.Kókómjólk með Klóa fremstan á fernunni er klárlega hönnuð fyrir börn – kakó bragðið beint á listan. Sama með Gotta glaðlega ostakrakkan – ég átta mig reyndar ekki alveg á hlutverkinu hans annað en að borða ost alla daga sem má deila um hversu holt það er.Allavega, ostabrað er out – sorry osta púða lovers. Skoðum aðeins betur skaðlega hluti sem höfða til barna – hvernig væri að banna hamborgara og franskar í girnilegum litríkum barnaboxum sem fylgir með dót á skyndibitastöðum landsins. Það er varla til óhollari máltíð fyrir barn. Eða hvað með að gera alla burgera bragðlausa? Minnka franskarnar í max 5cm og gera kokteilsósu ólöglega – beint á svarta markaðinn með hana, alla vega setja koktelsósu bragð á listan strax!Núna er ég farinn að snúa útúr en tilgangurinn er að lýsa hversu óljóst frumvarpið er orðað og markmiðið mitt að fá sem flesta til að skilja að hugmyndin að banna “barnabrögð” er ekki framkvæmanleg. Af hverju er verið að gera þetta svona snúið? Hver er tilgangurinn? Og hvert er markmiðið kæri heilbrigðisráðherra. Er heilbrigðisráðherra búin að setja sér einhvern mælanlegan árangur? Hver er hann og hvernig næst hann? Að útrýma allri nikótín- og tóbaksnotkun í landinu? Minnka stórlega nikótín notkun barna? Er búið að mæla hver sú notkun er?Ef svo, af hverju í veröldinni að fara hálfa leið með þessu frumvarpi?Hvað er svona flókið við að leggja bara blátt bann við sölu á nikótíni, tóbaki, áfengi, orkudrykkjum og skyndibita. Þetta er allt mis ávanabindandi og gæti skaðað heilsu barna og fullorna.En auðvitað er það ekki raunsætt – og þess vegna þarf að nálgast þetta með skynsemi, ekki bara pólitískum tilfinningum. Við verðum líka að vera heiðarleg. Þetta er bara refsing á eina atvinnugrein sem fólk hefur fordóma fyrir og mögulega réttilega svo. Þetta er óhollt og gæti skaðað heilsuna þína, það stendur stórum stöfum á vörunni. Það þarf að vera skýr lína hjá dómaranum. Reglurnar eiga að gilda jafnt. Það gengur ekki að ein grein sé tekinn fyrir og aðrar látnar sleppa. Ef við ætlum að banna eitthvað „sem höfðar til barna“ – þá tökum við orkudrykki, áfenga drykki, barnabox, og hvaðeina sem fullorðið fólk veit líka að er ekkert sérstaklega hollt og getur verið ávanabindandi. Annars er þetta bara ósanngjarnt. Og svo spyr maður: af hverju ekki að niðurgreiða vítamínpúða eða aðrar heilssamlegri vörur sem eru nikótínlausar í púðaformi? Eða bjóða upp á lausnir fyrir fólk sem vill hætta eða minnka við sig? Þetta snýst ekki um að banna – þetta snýst um að gera hlutina betur og ná markmiðum. Enginn í þessari atvinnugrein vill selja barni nikótín. Það er ekki vandamálið. Vandamálið er að umræðan er keyrð áfram af tortryggni í stað lausna. Finnum lausnir. Ekki selja börnum nikótín! Höfundur er eigandi bagg.is og áhugamaður um tilgang, markmið og mælanlegan árangur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nikótínpúðar Tóbak Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Auðvitað segir þetta enginn með fullu viti. Ég er bara að ná athygli þinni með fyrirsögninni. Heilbrigðisráðherra virðis ætla að setja alla sem selja nikótínvörur undir þann hatt að vilja selja börnu nikótín. Það á að banna bragðefni, netsölu – og helst að hafa allt ljótt í brúnum umbúðum sem enginn vill sjá. Af hverju? Vegna þess að börn gætu hugsanlega orðið fyrir áhrifum. Hver er raunverulega markmiðið og hver er tilganurinn – jú að samræma lög um nikótín og tóbak. Það er gott og vel, ég sé ekkert að því enda náskyldir frændur, nema auðvitað annar frændinn er ekki nálagt því jafn skaðlegur og hinn. Annar tilgangur er að börn kaupi ekki vörurnar og markmiðið þá væntnlega að börn neyti ekki tóbaks og nikótíns. En hvernig væri að hugsa í lausnum til að ná markmiðinu og hvernig mælum við árangurinn?Það eru nokkrar leiðir til þess. Það er til einföld lausn við því að börn kaupi nikótín: skyldum allar netverslanir til að auðkenna kaupendur með rafrænum skilríkjum. Verslanir geta auðveldlega komið upp sama formati. Öll kaup á tóbaki og nikótíni verða gerð með rafrænum skilríkjum. Frekar einfallt og málið leyst. Ef við ætlum að banna bragðefni sem "höfða til barna", þá þurfum við að fara í gegnum allskonar aðrar vörur líka. Það er risaeðlu hugsun að halda því fram að embættismenn geti ákveðið hvaða bragð börnum finnst gott.Skvísur, þær eru vinsælar hjá börnum – þannig jarðaber, banani og vanilla fara væntanlega á bannlista. Millimál og jógúrt – oft stútfull af sykri – með karmelu, eplum og perum bætast við listann.Kókómjólk með Klóa fremstan á fernunni er klárlega hönnuð fyrir börn – kakó bragðið beint á listan. Sama með Gotta glaðlega ostakrakkan – ég átta mig reyndar ekki alveg á hlutverkinu hans annað en að borða ost alla daga sem má deila um hversu holt það er.Allavega, ostabrað er out – sorry osta púða lovers. Skoðum aðeins betur skaðlega hluti sem höfða til barna – hvernig væri að banna hamborgara og franskar í girnilegum litríkum barnaboxum sem fylgir með dót á skyndibitastöðum landsins. Það er varla til óhollari máltíð fyrir barn. Eða hvað með að gera alla burgera bragðlausa? Minnka franskarnar í max 5cm og gera kokteilsósu ólöglega – beint á svarta markaðinn með hana, alla vega setja koktelsósu bragð á listan strax!Núna er ég farinn að snúa útúr en tilgangurinn er að lýsa hversu óljóst frumvarpið er orðað og markmiðið mitt að fá sem flesta til að skilja að hugmyndin að banna “barnabrögð” er ekki framkvæmanleg. Af hverju er verið að gera þetta svona snúið? Hver er tilgangurinn? Og hvert er markmiðið kæri heilbrigðisráðherra. Er heilbrigðisráðherra búin að setja sér einhvern mælanlegan árangur? Hver er hann og hvernig næst hann? Að útrýma allri nikótín- og tóbaksnotkun í landinu? Minnka stórlega nikótín notkun barna? Er búið að mæla hver sú notkun er?Ef svo, af hverju í veröldinni að fara hálfa leið með þessu frumvarpi?Hvað er svona flókið við að leggja bara blátt bann við sölu á nikótíni, tóbaki, áfengi, orkudrykkjum og skyndibita. Þetta er allt mis ávanabindandi og gæti skaðað heilsu barna og fullorna.En auðvitað er það ekki raunsætt – og þess vegna þarf að nálgast þetta með skynsemi, ekki bara pólitískum tilfinningum. Við verðum líka að vera heiðarleg. Þetta er bara refsing á eina atvinnugrein sem fólk hefur fordóma fyrir og mögulega réttilega svo. Þetta er óhollt og gæti skaðað heilsuna þína, það stendur stórum stöfum á vörunni. Það þarf að vera skýr lína hjá dómaranum. Reglurnar eiga að gilda jafnt. Það gengur ekki að ein grein sé tekinn fyrir og aðrar látnar sleppa. Ef við ætlum að banna eitthvað „sem höfðar til barna“ – þá tökum við orkudrykki, áfenga drykki, barnabox, og hvaðeina sem fullorðið fólk veit líka að er ekkert sérstaklega hollt og getur verið ávanabindandi. Annars er þetta bara ósanngjarnt. Og svo spyr maður: af hverju ekki að niðurgreiða vítamínpúða eða aðrar heilssamlegri vörur sem eru nikótínlausar í púðaformi? Eða bjóða upp á lausnir fyrir fólk sem vill hætta eða minnka við sig? Þetta snýst ekki um að banna – þetta snýst um að gera hlutina betur og ná markmiðum. Enginn í þessari atvinnugrein vill selja barni nikótín. Það er ekki vandamálið. Vandamálið er að umræðan er keyrð áfram af tortryggni í stað lausna. Finnum lausnir. Ekki selja börnum nikótín! Höfundur er eigandi bagg.is og áhugamaður um tilgang, markmið og mælanlegan árangur.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar