Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar 21. ágúst 2025 11:00 Í læknisfræðinni er oft litið á efnið sem frumorsök sjúkdóma. Líkami okkar er mældur, greindur og meðhöndlaður út frá því sem þar sést og skrá má með tölum. Þetta má kalla orsakasamhengi neðan frá og upp: að efnið móti hugann, að líkaminn segi allt og þar á meðal um upplifun okkar og líðan. Það má hins vegar skoða á veruleikann frá gagnstæðu sjónarhorni: að vitundin hafi áhrif niður í efnisheiminn. Hugsanir, viðhorf og líðan verða þá ekki aðeins afleiðing líkamsstarfsemi, heldur afl sem getur umbreytt henni. Þannig má tala um orsakasamhengi ofan frá og niður. Þessi tvö sjónarhorn virðast í fyrstu ósamrýmanleg, en við heilbrigðisþjónustu geta þau stutt hvort annað. Líkaminn talar Upplýsingar úr vísindum og læknisfræði sýna okkur með skýrum hætti hvernig rétt næring, regluleg hreyfing og nægur svefn hafa bein og mælanleg áhrif á heilsu. Lyf geta bjargað mannslífum og rannsóknir greint alvarlega sjúkdóma. Þetta er traustur grunnur. Vitundin hreyfir Þekkingin ein og sér breytir þó ekki lífinu. Við vitum flest hvað er hollt – en það er vitundin sem ræður því hvort við nýtum okkur það dag eftir dag. Af innri hvata ákveðum við að breyta mataræði, stunda hreyfingu eða leggja rækt við streitulosandi venjur. Streita grefur undan heilsu, en innri ró styrkir hana. Samspil Heilbrigði ræðst af samspili. Vísindin – segja okkur hvers líkaminn þarfnast. Vitundin – gefur okkur afl og vilja til að breyta og festa nýjar venjur í sessi. Þegar þessir kraftar vinna saman snýst heilbrigðisþjónustan ekki aðeins um viðbragð við einkennum. Hún verður leið til að styðja fólk í að umbreyta lífi sínu. Meðferð langvinnra sjúkdóma sýnir þetta skýrt: lyf geta haldið einkennum í skefjum, en lífsstílsbreytingar og vitundarvinna bæta lífsgæði og draga úr áhættu til lengri tíma. Heildræn sýn Það er ekki spurning hvort annað sé réttara en hitt. Spurningin er hvernig stuðla má að samspili líkama og vitundar. Vísindin gefa okkur áreiðanleg gögn, en vitundin gefur okkur kraftinn til að nýta þau. Þegar heilbrigðisþjónusta samþættir þetta verður hún að brú milli líkama og huga – milli þess sem hægt er að mæla og þess sem aðeins er hægt að lifa og njóta. Heilbrigði sem tvíátta samtal Heilbrigðisþjónusta framtíðarinnar á að snúast um meira en að greina og meðhöndla. Hún þarf að styðja einstaklinginn í því að tengja saman eigin líkama sinn og vitund – gögn og reynslu, mælanlegt og ómælanlegt. Þegar sjúklingur fær ekki aðeins lyf eða góð ráð, heldur rými til að þróa með sér innri vitund og styrk til að breyta verður meðferðin lifandi ferli. Hún snýst ekki lengur bara um að „laga“ heldur einnig um að leiða einstaklinginn inn í sjálfstætt bataferli. Heildræn nálgun felur ekki í sér að hafna vísindum eða hefðbundinni læknisfræði heldur að samþætta hana við forvarnir, vitundarvinnu og lífsstílsstuðning. Þannig getum við hlúið að manneskjunni í heild sinni og þeim líkamssvæðum sem gefa okkur staðreyndirnar. Með þessu opnast nýjar leiðir þar sem heilbrigðisþjónustan er ekki aðeins neyðarviðbragð heldur langtíma leiðsögn til heilbrigðara lífs. Höfundur er meistaranemi í heildrænum læknavísindum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Í læknisfræðinni er oft litið á efnið sem frumorsök sjúkdóma. Líkami okkar er mældur, greindur og meðhöndlaður út frá því sem þar sést og skrá má með tölum. Þetta má kalla orsakasamhengi neðan frá og upp: að efnið móti hugann, að líkaminn segi allt og þar á meðal um upplifun okkar og líðan. Það má hins vegar skoða á veruleikann frá gagnstæðu sjónarhorni: að vitundin hafi áhrif niður í efnisheiminn. Hugsanir, viðhorf og líðan verða þá ekki aðeins afleiðing líkamsstarfsemi, heldur afl sem getur umbreytt henni. Þannig má tala um orsakasamhengi ofan frá og niður. Þessi tvö sjónarhorn virðast í fyrstu ósamrýmanleg, en við heilbrigðisþjónustu geta þau stutt hvort annað. Líkaminn talar Upplýsingar úr vísindum og læknisfræði sýna okkur með skýrum hætti hvernig rétt næring, regluleg hreyfing og nægur svefn hafa bein og mælanleg áhrif á heilsu. Lyf geta bjargað mannslífum og rannsóknir greint alvarlega sjúkdóma. Þetta er traustur grunnur. Vitundin hreyfir Þekkingin ein og sér breytir þó ekki lífinu. Við vitum flest hvað er hollt – en það er vitundin sem ræður því hvort við nýtum okkur það dag eftir dag. Af innri hvata ákveðum við að breyta mataræði, stunda hreyfingu eða leggja rækt við streitulosandi venjur. Streita grefur undan heilsu, en innri ró styrkir hana. Samspil Heilbrigði ræðst af samspili. Vísindin – segja okkur hvers líkaminn þarfnast. Vitundin – gefur okkur afl og vilja til að breyta og festa nýjar venjur í sessi. Þegar þessir kraftar vinna saman snýst heilbrigðisþjónustan ekki aðeins um viðbragð við einkennum. Hún verður leið til að styðja fólk í að umbreyta lífi sínu. Meðferð langvinnra sjúkdóma sýnir þetta skýrt: lyf geta haldið einkennum í skefjum, en lífsstílsbreytingar og vitundarvinna bæta lífsgæði og draga úr áhættu til lengri tíma. Heildræn sýn Það er ekki spurning hvort annað sé réttara en hitt. Spurningin er hvernig stuðla má að samspili líkama og vitundar. Vísindin gefa okkur áreiðanleg gögn, en vitundin gefur okkur kraftinn til að nýta þau. Þegar heilbrigðisþjónusta samþættir þetta verður hún að brú milli líkama og huga – milli þess sem hægt er að mæla og þess sem aðeins er hægt að lifa og njóta. Heilbrigði sem tvíátta samtal Heilbrigðisþjónusta framtíðarinnar á að snúast um meira en að greina og meðhöndla. Hún þarf að styðja einstaklinginn í því að tengja saman eigin líkama sinn og vitund – gögn og reynslu, mælanlegt og ómælanlegt. Þegar sjúklingur fær ekki aðeins lyf eða góð ráð, heldur rými til að þróa með sér innri vitund og styrk til að breyta verður meðferðin lifandi ferli. Hún snýst ekki lengur bara um að „laga“ heldur einnig um að leiða einstaklinginn inn í sjálfstætt bataferli. Heildræn nálgun felur ekki í sér að hafna vísindum eða hefðbundinni læknisfræði heldur að samþætta hana við forvarnir, vitundarvinnu og lífsstílsstuðning. Þannig getum við hlúið að manneskjunni í heild sinni og þeim líkamssvæðum sem gefa okkur staðreyndirnar. Með þessu opnast nýjar leiðir þar sem heilbrigðisþjónustan er ekki aðeins neyðarviðbragð heldur langtíma leiðsögn til heilbrigðara lífs. Höfundur er meistaranemi í heildrænum læknavísindum.
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun