„Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Smári Jökull Jónsson skrifar 20. ágúst 2025 13:32 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri gerði grein fyrir ákvörðun peningastefnunefndar á blaðamannafundi í morgun. Vísir/Anton Seðlabankastjóri biður almenning að sýna þolinmæði en peningastefnunefnd Seðlabankans tilkynnti í morgun að stýrivextir haldist óbreyttir og verði áfram 7,5 prósent. Seðlabankinn spáir því að verðbólga aukist á næstu mánuðum. Tilkynnt var í morgun að stýrivextir Seðlabankans muni haldast óbreyttir en þeir eru nú 7,5%. Í síðustu fimm stýrivaxtaákvörðunum hafði peningastefnunefnd bankans lækkað vexti en þeir voru 9,25% í ágúst fyrir ári síðan þegar vaxtalækkunarferlið hófst. Nefndin var einróma í sinni ákvörðun en í yfirlýsingu hennar kemur fram að verðbólga muni aukast á næstu mánuðum en taki síðan að hjaðna á ný er kemur fram á næsta ár. Óvissa um verðbólguhorfur sé þó áfram mikil. „Vextir eru mjög háir“ Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri segir að bankinn hafi náð að lækka vexti samhliða lækkandi verðbólgu. „Við verðum allavega að gera hlé á því núna. Það er meiri hagvöxtur en við bjuggumst við, það er sérstaklega meiri fjárfesting. Fjárfesting er jákvæð, góð fyrir landið en hún að einhverju leyti viðheldur þenslustigi,“ sagði Ásgeir í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Við sjáum að vextir eru mjög háir, 7,5% og þeir eru að kæla kerfið niður en það gengur aðeins hægar.“ Síðustu metrarnir í vaxtalækkunarferli séu erfiðir Hann segir verðbólguspá hafa versnað til skemmri tíma, aukning verðbólgunnar sé tímabundin og síðustu metrarnir í svona ferli séu oft erfiðir. „Verðbólga án húsnæðis hefur verið á markmiði en við höfum séð töluverða verðbólgu koma í gegnum leiguverð og hækkun á fasteignaverði. Auðvitað erum við að vonast til þess að það sé að hætta, að við séum ekki að sjá fasteignamarkaðinn leggja til verðbólgu.“ Jafnframt segir Ásgeir vísbendingar vera um að almenningur sé að leggja meiri pening til hliðar þar sem einkaneysla hafi verið minni en vöxtur tekna. Markmið um að hafa hemil á einkaneyslu hafi að einhverju leyti náðst með háum vöxtum. Hann segir síðustu kjarasamninga greinilega hafa skilað verkalýðsfélögum mikilli aukningu á kaupmætti. Ásgeir segir að árangur sé að nást en ferlið taki lengri tíma en búist var við. „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur. Ég hef fulla trúa á því að þessar aðgerðir sem við höfum gripið til séu að skila sér og við munum sjá árangur.“ Seðlabankinn Verðlag Efnahagsmál Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Sjá meira
Tilkynnt var í morgun að stýrivextir Seðlabankans muni haldast óbreyttir en þeir eru nú 7,5%. Í síðustu fimm stýrivaxtaákvörðunum hafði peningastefnunefnd bankans lækkað vexti en þeir voru 9,25% í ágúst fyrir ári síðan þegar vaxtalækkunarferlið hófst. Nefndin var einróma í sinni ákvörðun en í yfirlýsingu hennar kemur fram að verðbólga muni aukast á næstu mánuðum en taki síðan að hjaðna á ný er kemur fram á næsta ár. Óvissa um verðbólguhorfur sé þó áfram mikil. „Vextir eru mjög háir“ Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri segir að bankinn hafi náð að lækka vexti samhliða lækkandi verðbólgu. „Við verðum allavega að gera hlé á því núna. Það er meiri hagvöxtur en við bjuggumst við, það er sérstaklega meiri fjárfesting. Fjárfesting er jákvæð, góð fyrir landið en hún að einhverju leyti viðheldur þenslustigi,“ sagði Ásgeir í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Við sjáum að vextir eru mjög háir, 7,5% og þeir eru að kæla kerfið niður en það gengur aðeins hægar.“ Síðustu metrarnir í vaxtalækkunarferli séu erfiðir Hann segir verðbólguspá hafa versnað til skemmri tíma, aukning verðbólgunnar sé tímabundin og síðustu metrarnir í svona ferli séu oft erfiðir. „Verðbólga án húsnæðis hefur verið á markmiði en við höfum séð töluverða verðbólgu koma í gegnum leiguverð og hækkun á fasteignaverði. Auðvitað erum við að vonast til þess að það sé að hætta, að við séum ekki að sjá fasteignamarkaðinn leggja til verðbólgu.“ Jafnframt segir Ásgeir vísbendingar vera um að almenningur sé að leggja meiri pening til hliðar þar sem einkaneysla hafi verið minni en vöxtur tekna. Markmið um að hafa hemil á einkaneyslu hafi að einhverju leyti náðst með háum vöxtum. Hann segir síðustu kjarasamninga greinilega hafa skilað verkalýðsfélögum mikilli aukningu á kaupmætti. Ásgeir segir að árangur sé að nást en ferlið taki lengri tíma en búist var við. „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur. Ég hef fulla trúa á því að þessar aðgerðir sem við höfum gripið til séu að skila sér og við munum sjá árangur.“
Seðlabankinn Verðlag Efnahagsmál Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Sjá meira