„Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Smári Jökull Jónsson skrifar 20. ágúst 2025 13:32 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri gerði grein fyrir ákvörðun peningastefnunefndar á blaðamannafundi í morgun. Vísir/Anton Seðlabankastjóri biður almenning að sýna þolinmæði en peningastefnunefnd Seðlabankans tilkynnti í morgun að stýrivextir haldist óbreyttir og verði áfram 7,5 prósent. Seðlabankinn spáir því að verðbólga aukist á næstu mánuðum. Tilkynnt var í morgun að stýrivextir Seðlabankans muni haldast óbreyttir en þeir eru nú 7,5%. Í síðustu fimm stýrivaxtaákvörðunum hafði peningastefnunefnd bankans lækkað vexti en þeir voru 9,25% í ágúst fyrir ári síðan þegar vaxtalækkunarferlið hófst. Nefndin var einróma í sinni ákvörðun en í yfirlýsingu hennar kemur fram að verðbólga muni aukast á næstu mánuðum en taki síðan að hjaðna á ný er kemur fram á næsta ár. Óvissa um verðbólguhorfur sé þó áfram mikil. „Vextir eru mjög háir“ Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri segir að bankinn hafi náð að lækka vexti samhliða lækkandi verðbólgu. „Við verðum allavega að gera hlé á því núna. Það er meiri hagvöxtur en við bjuggumst við, það er sérstaklega meiri fjárfesting. Fjárfesting er jákvæð, góð fyrir landið en hún að einhverju leyti viðheldur þenslustigi,“ sagði Ásgeir í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Við sjáum að vextir eru mjög háir, 7,5% og þeir eru að kæla kerfið niður en það gengur aðeins hægar.“ Síðustu metrarnir í vaxtalækkunarferli séu erfiðir Hann segir verðbólguspá hafa versnað til skemmri tíma, aukning verðbólgunnar sé tímabundin og síðustu metrarnir í svona ferli séu oft erfiðir. „Verðbólga án húsnæðis hefur verið á markmiði en við höfum séð töluverða verðbólgu koma í gegnum leiguverð og hækkun á fasteignaverði. Auðvitað erum við að vonast til þess að það sé að hætta, að við séum ekki að sjá fasteignamarkaðinn leggja til verðbólgu.“ Jafnframt segir Ásgeir vísbendingar vera um að almenningur sé að leggja meiri pening til hliðar þar sem einkaneysla hafi verið minni en vöxtur tekna. Markmið um að hafa hemil á einkaneyslu hafi að einhverju leyti náðst með háum vöxtum. Hann segir síðustu kjarasamninga greinilega hafa skilað verkalýðsfélögum mikilli aukningu á kaupmætti. Ásgeir segir að árangur sé að nást en ferlið taki lengri tíma en búist var við. „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur. Ég hef fulla trúa á því að þessar aðgerðir sem við höfum gripið til séu að skila sér og við munum sjá árangur.“ Seðlabankinn Verðlag Efnahagsmál Mest lesið Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Viðskipti erlent Ragnhildur til Datera Viðskipti innlent Íslensk fyrirtæki setja markið hátt í sjálfbærni Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sjá meira
Tilkynnt var í morgun að stýrivextir Seðlabankans muni haldast óbreyttir en þeir eru nú 7,5%. Í síðustu fimm stýrivaxtaákvörðunum hafði peningastefnunefnd bankans lækkað vexti en þeir voru 9,25% í ágúst fyrir ári síðan þegar vaxtalækkunarferlið hófst. Nefndin var einróma í sinni ákvörðun en í yfirlýsingu hennar kemur fram að verðbólga muni aukast á næstu mánuðum en taki síðan að hjaðna á ný er kemur fram á næsta ár. Óvissa um verðbólguhorfur sé þó áfram mikil. „Vextir eru mjög háir“ Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri segir að bankinn hafi náð að lækka vexti samhliða lækkandi verðbólgu. „Við verðum allavega að gera hlé á því núna. Það er meiri hagvöxtur en við bjuggumst við, það er sérstaklega meiri fjárfesting. Fjárfesting er jákvæð, góð fyrir landið en hún að einhverju leyti viðheldur þenslustigi,“ sagði Ásgeir í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Við sjáum að vextir eru mjög háir, 7,5% og þeir eru að kæla kerfið niður en það gengur aðeins hægar.“ Síðustu metrarnir í vaxtalækkunarferli séu erfiðir Hann segir verðbólguspá hafa versnað til skemmri tíma, aukning verðbólgunnar sé tímabundin og síðustu metrarnir í svona ferli séu oft erfiðir. „Verðbólga án húsnæðis hefur verið á markmiði en við höfum séð töluverða verðbólgu koma í gegnum leiguverð og hækkun á fasteignaverði. Auðvitað erum við að vonast til þess að það sé að hætta, að við séum ekki að sjá fasteignamarkaðinn leggja til verðbólgu.“ Jafnframt segir Ásgeir vísbendingar vera um að almenningur sé að leggja meiri pening til hliðar þar sem einkaneysla hafi verið minni en vöxtur tekna. Markmið um að hafa hemil á einkaneyslu hafi að einhverju leyti náðst með háum vöxtum. Hann segir síðustu kjarasamninga greinilega hafa skilað verkalýðsfélögum mikilli aukningu á kaupmætti. Ásgeir segir að árangur sé að nást en ferlið taki lengri tíma en búist var við. „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur. Ég hef fulla trúa á því að þessar aðgerðir sem við höfum gripið til séu að skila sér og við munum sjá árangur.“
Seðlabankinn Verðlag Efnahagsmál Mest lesið Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Viðskipti erlent Ragnhildur til Datera Viðskipti innlent Íslensk fyrirtæki setja markið hátt í sjálfbærni Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sjá meira