Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar 20. ágúst 2025 13:07 Á sama tíma og eldislaxar ógna framtíð villtra laxastofna og landeigendur berjast fyrir stjórnarskrárvörðum réttindum sínum, situr Umhverfis- og orkustofnun yfir fundum vegna steina í Miðfjarðará samkvæmt fyrirspurnum Morgunblaðsins. Nokkrir vörubílar af grjóti, framkvæmd í neyðarrétti sem enginn óskar sér að þurfa að fara í, til að verja hrygningarstöðvar, eru orðnir að aðaláhyggjuefni stofnunarinnar sem á að hafa eftirlit með því að fiskeldisfyrirtæki fylgi lögum og starfsleyfum. Að sama skapi hefur Morgunblaðið – blað í eigu útgerðarmanna – gert þessa „steinamálsrannsókn“ að fréttamálum síðustu daga. Blaðið hefur hringt í stofnanir, kallað eftir skýringum og skrifað ítrekað um árbakkann en ekki tekið eitt viðtal við landeigendur. Þess má geta að laxveiðiám hefur verið lokað í Noregi m.a. vegna fiskeldis og því vekur furðu að nokkrir steinar taki meira pláss í prentun en framtíð íslenska laxins og afkomu fjölda fjölskyldna á landsbyggðinni. Endurtekin brot – en engin umræða um endurmat starfsleyfa Frá 2021 til 2024 hafa komið fram fjölmörg frávik frá starfsleyfi Umhverfisstofnunar hjá Arctic Sea Farm í Dýrafirði. Fyrirtækið fór yfir hámarkslífmassa starfsleyfisins árið 2021 og í eftirlitsskýrslum síðan hafa ítrekað komið fram alvarleg brot, þar á meðal framleiðsla umfram heimildir, rangar staðsetningar kvía og vanræksla á lögbundinni skýrslugjöf. Í nýjustu úttekt árið 2024 voru skráð níu frávik í einu eftirliti, þar á meðal að seiði voru sett í kvíar án tilskilinna gagna. Þetta er ekki spurning um einstaka „mistök“ heldur mynstur kerfisbundinnar vanrækslu sem ætti að kalla á endurmat starfsleyfa og umræðu um hvernig Ísland ætlar að uppfylla skuldbindingar sínar samkvæmt Vatnatilskipun. Það vekur því sérstaka furðu að Umhverfisstofnun verji tíma í fundi um steina í árbakka, þegar Eftirlitsstofnun EFTA hefur nýlega bent á að Ísland hafi ekki einu sinni flokkað vistfræðilegt eða efnafræðilegt ástand vatnshlota sinna samkvæmt vatnatilskipun ESB. Þetta er skilgreindur innleiðingarhalli sem kallar á úrbætur – ekki steinamál. Þess í stað er Umhverfisstofnun að verja tíma í að ræða steina sem landeigendur lögðu í á til að verja eignir sínar og hrygningarsvæði villtra laxa. Þess má einnig geta að í eftirlitsskýrslum Matvælastofnunar um rekstrarleyfi umrædds fyrirtækis hafa síðustu ár komið fram alvarleg frávik í hverri einustu eftirlitsferð. Öndum rólega? Í þessu samhengi skrifar framkvæmdastjóri SFS grein undir fyrirsögninni „Öndum rólega“. Sama viðkvæði og í veiðigjaldadeilunni: ef við eigum alltaf að anda jafn rólega og SFS vill, þá gerist ekki mikið. Í greininni reynir hún að draga úr alvöru sleppinga með því að vísa í erfðagreiningar sem liggja ekki fyrir, fullyrða að eldislax æxlist illa, og benda á að áhættumat Hafrannsóknarstofnjunar geri beinlínis ráð fyrir strokum sem „villtur lax geti staðið af sér“. Þetta er villandi mynd. Í fyrsta lagi er slepping sjálfstætt brot á lögum, ekki “það gera allir mistök”. Í öðru lagi er hugmyndin um að villtir stofnar „standi af sér ágang“ röng, því erfðablöndun er óafturkræf og Noregur er augljóst dæmi um það einsog framkvæmdastjóri SFS veit full vel. Í þriðja lagi er það einfaldlega rangt að Ísland sé „á undan öðrum“ í verndun; við erum eina landið í Norður-Atlantshafi sem leyfir áframhaldandi stækkun sjókvíaeldis þrátt fyrir stórfelldar sleppingar. Það er því að fagna að í stjórnarsáttmála er kveðið á um að styrkja komandi lagaumgjörð og færa Ísland nær lokuðum kvíum en ekki bara fara í öndunaræfingar með SFS. „Mistök gerast“? Þegar framkvæmdastjóri SFS segir í grein sinni á Vísi að „mistök gerist“ er það eins og um sé að ræða óvænt slys. En raunveruleikinn er annar: fiskeldisstöðvar komast varla í gegnum eina einustu úttekt án athugasemda. Það er alltaf eitthvað að – ónógar varnir, slitnar netapokar, skortur á vöktun. Þetta eru ekki mistök, þetta er mynstur. Sleppingar eru fyrirsjáanlegar afleiðingar kerfis sem hefur normalíserað vanrækslu. Á meðan SFS biður um rósemi og Morgunblaðið eltir steina, stendur stærsta spurningin eftir ósvöruð: Hvers vegna er Umhverfisstofnun ekki að endurmeta starfsleyfi fiskeldisins þegar fyrirtækin starfa ekki samkvæmt lögum? Höfundur er lögfræðingur og stjórnarmaður IWF. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Á sama tíma og eldislaxar ógna framtíð villtra laxastofna og landeigendur berjast fyrir stjórnarskrárvörðum réttindum sínum, situr Umhverfis- og orkustofnun yfir fundum vegna steina í Miðfjarðará samkvæmt fyrirspurnum Morgunblaðsins. Nokkrir vörubílar af grjóti, framkvæmd í neyðarrétti sem enginn óskar sér að þurfa að fara í, til að verja hrygningarstöðvar, eru orðnir að aðaláhyggjuefni stofnunarinnar sem á að hafa eftirlit með því að fiskeldisfyrirtæki fylgi lögum og starfsleyfum. Að sama skapi hefur Morgunblaðið – blað í eigu útgerðarmanna – gert þessa „steinamálsrannsókn“ að fréttamálum síðustu daga. Blaðið hefur hringt í stofnanir, kallað eftir skýringum og skrifað ítrekað um árbakkann en ekki tekið eitt viðtal við landeigendur. Þess má geta að laxveiðiám hefur verið lokað í Noregi m.a. vegna fiskeldis og því vekur furðu að nokkrir steinar taki meira pláss í prentun en framtíð íslenska laxins og afkomu fjölda fjölskyldna á landsbyggðinni. Endurtekin brot – en engin umræða um endurmat starfsleyfa Frá 2021 til 2024 hafa komið fram fjölmörg frávik frá starfsleyfi Umhverfisstofnunar hjá Arctic Sea Farm í Dýrafirði. Fyrirtækið fór yfir hámarkslífmassa starfsleyfisins árið 2021 og í eftirlitsskýrslum síðan hafa ítrekað komið fram alvarleg brot, þar á meðal framleiðsla umfram heimildir, rangar staðsetningar kvía og vanræksla á lögbundinni skýrslugjöf. Í nýjustu úttekt árið 2024 voru skráð níu frávik í einu eftirliti, þar á meðal að seiði voru sett í kvíar án tilskilinna gagna. Þetta er ekki spurning um einstaka „mistök“ heldur mynstur kerfisbundinnar vanrækslu sem ætti að kalla á endurmat starfsleyfa og umræðu um hvernig Ísland ætlar að uppfylla skuldbindingar sínar samkvæmt Vatnatilskipun. Það vekur því sérstaka furðu að Umhverfisstofnun verji tíma í fundi um steina í árbakka, þegar Eftirlitsstofnun EFTA hefur nýlega bent á að Ísland hafi ekki einu sinni flokkað vistfræðilegt eða efnafræðilegt ástand vatnshlota sinna samkvæmt vatnatilskipun ESB. Þetta er skilgreindur innleiðingarhalli sem kallar á úrbætur – ekki steinamál. Þess í stað er Umhverfisstofnun að verja tíma í að ræða steina sem landeigendur lögðu í á til að verja eignir sínar og hrygningarsvæði villtra laxa. Þess má einnig geta að í eftirlitsskýrslum Matvælastofnunar um rekstrarleyfi umrædds fyrirtækis hafa síðustu ár komið fram alvarleg frávik í hverri einustu eftirlitsferð. Öndum rólega? Í þessu samhengi skrifar framkvæmdastjóri SFS grein undir fyrirsögninni „Öndum rólega“. Sama viðkvæði og í veiðigjaldadeilunni: ef við eigum alltaf að anda jafn rólega og SFS vill, þá gerist ekki mikið. Í greininni reynir hún að draga úr alvöru sleppinga með því að vísa í erfðagreiningar sem liggja ekki fyrir, fullyrða að eldislax æxlist illa, og benda á að áhættumat Hafrannsóknarstofnjunar geri beinlínis ráð fyrir strokum sem „villtur lax geti staðið af sér“. Þetta er villandi mynd. Í fyrsta lagi er slepping sjálfstætt brot á lögum, ekki “það gera allir mistök”. Í öðru lagi er hugmyndin um að villtir stofnar „standi af sér ágang“ röng, því erfðablöndun er óafturkræf og Noregur er augljóst dæmi um það einsog framkvæmdastjóri SFS veit full vel. Í þriðja lagi er það einfaldlega rangt að Ísland sé „á undan öðrum“ í verndun; við erum eina landið í Norður-Atlantshafi sem leyfir áframhaldandi stækkun sjókvíaeldis þrátt fyrir stórfelldar sleppingar. Það er því að fagna að í stjórnarsáttmála er kveðið á um að styrkja komandi lagaumgjörð og færa Ísland nær lokuðum kvíum en ekki bara fara í öndunaræfingar með SFS. „Mistök gerast“? Þegar framkvæmdastjóri SFS segir í grein sinni á Vísi að „mistök gerist“ er það eins og um sé að ræða óvænt slys. En raunveruleikinn er annar: fiskeldisstöðvar komast varla í gegnum eina einustu úttekt án athugasemda. Það er alltaf eitthvað að – ónógar varnir, slitnar netapokar, skortur á vöktun. Þetta eru ekki mistök, þetta er mynstur. Sleppingar eru fyrirsjáanlegar afleiðingar kerfis sem hefur normalíserað vanrækslu. Á meðan SFS biður um rósemi og Morgunblaðið eltir steina, stendur stærsta spurningin eftir ósvöruð: Hvers vegna er Umhverfisstofnun ekki að endurmeta starfsleyfi fiskeldisins þegar fyrirtækin starfa ekki samkvæmt lögum? Höfundur er lögfræðingur og stjórnarmaður IWF.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun