Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Atli Ísleifsson skrifar 20. ágúst 2025 08:31 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Þórarinn G. Pétursson, varaseðlabankastjóri peningastefnu á fundi í maí. Vísir/Anton Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum og verða þeir því áfram 7,5 prósent. Greint er frá ákvörðun peningastefnunefndar í yfirlýsingu sem birt var klukkan 8:30. Fyrir ákvörðunina hafði nefndin lækkað stýrivextina fimm sinnum í röð, en frá ágúst 2023 til ágúst 2024 voru stýrivextirnir 9,25 prósent áður en vaxtalækkunarferlið hófst. Allir nefndarmenn studdu þessa ákvörðun. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar segir að verðbólga hafi verið 4 prósent í júlí og minnkað um 0,2 prósentur frá mánuðinum á undan. „Samkvæmt nýbirtri spá Seðlabankans eykst hún aftur á næstu mánuðum en tekur síðan að hjaðna er kemur fram á næsta ár. Óvissa um verðbólguhorfur er þó áfram mikil. Hægt hefur á vexti innlendrar eftirspurnar í takt við þétt taumhald peningastefnunnar. Spennan í þjóðarbúinu hefur því minnkað eins og sjá má á hægari umsvifum á húsnæðis- og vinnumarkaði. Enn virðist þó vera nokkur þróttur í efnahagsumsvifum, laun hafa hækkað mikið og verðbólguvæntingar mælast enn yfir markmiði. Þótt verðbólga hafi hjaðnað og verðbólguvæntingar lækkað síðustu misseri er enn nokkur verðbólguþrýstingur til staðar. Þær aðstæður hafa því ekki skapast að hægt sé að slaka á núverandi raunvaxtaaðhaldi peningastefnunnar. Ljóst er að frekari skref til lækkunar vaxta eru háð því að verðbólga færist nær 2½% markmiði bankans. Mótun peningastefnunnar næstu misseri mun sem fyrr ráðast af þróun efnahagsumsvifa, verðbólgu og verðbólguvæntinga,“ segir í yfirlýsingunni. Greiningardeild Landsbankans hafði spáð því að Seðlabankinn myndi halda stýrivöxtunum óbreyttum og raunar að þeir myndu ekki lækka meira á árinu. Næstu vaxtaákvörðunardagar Seðlabankans eru 8. október og 19. nóvember. Kynning klukkan 9:30 Vefútsending með kynningu á yfirlýsingu nefndarinnar hefst klukkan 9:30. Á kynningunni gera Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar, Þórarinn G. Pétursson, varaseðlabankastjóri peningastefnu og Karen Áslaug Vignisdóttir, aðalhagfræðingur og framkvæmdastjóri sviðs hagfræði- og peningastefnu, grein fyrir yfirlýsingu peningastefnunefndar og kynna efni Peningamála. Hægt verður að fylgjast með kynningarfundinum klukkan 9:30 í spilaranum að neðan. Vextir verða því sem hér segir: Daglán 9,25% Lán gegn veði til 7 daga 8,25% Innlán bundin í 7 daga 7,50% Viðskiptareikningar 7,25% Seðlabankinn Efnahagsmál Verðlag Íslenska krónan Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
Greint er frá ákvörðun peningastefnunefndar í yfirlýsingu sem birt var klukkan 8:30. Fyrir ákvörðunina hafði nefndin lækkað stýrivextina fimm sinnum í röð, en frá ágúst 2023 til ágúst 2024 voru stýrivextirnir 9,25 prósent áður en vaxtalækkunarferlið hófst. Allir nefndarmenn studdu þessa ákvörðun. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar segir að verðbólga hafi verið 4 prósent í júlí og minnkað um 0,2 prósentur frá mánuðinum á undan. „Samkvæmt nýbirtri spá Seðlabankans eykst hún aftur á næstu mánuðum en tekur síðan að hjaðna er kemur fram á næsta ár. Óvissa um verðbólguhorfur er þó áfram mikil. Hægt hefur á vexti innlendrar eftirspurnar í takt við þétt taumhald peningastefnunnar. Spennan í þjóðarbúinu hefur því minnkað eins og sjá má á hægari umsvifum á húsnæðis- og vinnumarkaði. Enn virðist þó vera nokkur þróttur í efnahagsumsvifum, laun hafa hækkað mikið og verðbólguvæntingar mælast enn yfir markmiði. Þótt verðbólga hafi hjaðnað og verðbólguvæntingar lækkað síðustu misseri er enn nokkur verðbólguþrýstingur til staðar. Þær aðstæður hafa því ekki skapast að hægt sé að slaka á núverandi raunvaxtaaðhaldi peningastefnunnar. Ljóst er að frekari skref til lækkunar vaxta eru háð því að verðbólga færist nær 2½% markmiði bankans. Mótun peningastefnunnar næstu misseri mun sem fyrr ráðast af þróun efnahagsumsvifa, verðbólgu og verðbólguvæntinga,“ segir í yfirlýsingunni. Greiningardeild Landsbankans hafði spáð því að Seðlabankinn myndi halda stýrivöxtunum óbreyttum og raunar að þeir myndu ekki lækka meira á árinu. Næstu vaxtaákvörðunardagar Seðlabankans eru 8. október og 19. nóvember. Kynning klukkan 9:30 Vefútsending með kynningu á yfirlýsingu nefndarinnar hefst klukkan 9:30. Á kynningunni gera Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar, Þórarinn G. Pétursson, varaseðlabankastjóri peningastefnu og Karen Áslaug Vignisdóttir, aðalhagfræðingur og framkvæmdastjóri sviðs hagfræði- og peningastefnu, grein fyrir yfirlýsingu peningastefnunefndar og kynna efni Peningamála. Hægt verður að fylgjast með kynningarfundinum klukkan 9:30 í spilaranum að neðan. Vextir verða því sem hér segir: Daglán 9,25% Lán gegn veði til 7 daga 8,25% Innlán bundin í 7 daga 7,50% Viðskiptareikningar 7,25%
Seðlabankinn Efnahagsmál Verðlag Íslenska krónan Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira