Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. ágúst 2025 11:01 Tindastóll tilkynnti um komu Ivan Gavrilovic í dag. @tindastollkarfa Serbneski kraftframherjinn Ivan Gavrilovic mun spila með Tindastól í Bónus deild karla í körfubolta á komandi vetri. Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur samið við þennan 205 sentimetra leikmann um að leika með karlaliðinu á komandi tímabili. „Ivan kemur til okkar í lok mánaðar og það er tilhlökkun að fá hann í Skagafjörðinn. Hann getur leikið bæði stöðu kraftframerja sem og miðherja, en það var eitthvað sem okkur fannst mjög mikilvægt í leit okkar að þessum síðasta erlenda leikmanni í liðið. Hann hefur fína reynslu úr góðum deildum í Evrópu sem og að hafa leikið í Evrópukeppni,“ sagði Arnar Guðjónsson, þjálfari Tindastólsliðsins á miðlum félagsins. Ivan segist þar hafa valið Tindastól vegna metnaðarfulls starfs, góðrar umgjarðar og sögu liðsins. „Ég vil hjálpa liðinu að verða enn betra. Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta og ég hef séð myndir af fullum íþróttahúsum, ég elska það. Sauðárkrókur lítur út fyrir að vera fallegur bær og ég hlakka til að koma,“ sagði Ivan Gavrilovic. Gavrilovic lék síðast með Asseco Arka Gdynia í Póllandi þar sem hann var með 8,6 stig og 4,3 fráköst í leik 2024-25. Árið á undan var hann með 24,2 stig 9,2 fráköst í leik í austurrísku deildinni. Ísland verður sjöunda landið sem hann spila í frá 2021 en á þeim tíma hefur Gavrilovic spilaði í Slóvakíu, Serbíu, Litháen, Búlgaríu, Austurríki og Póllandi. Gavrilovic bætist þar með í hóp erlendra leikmanna hjá Stólunum. David Geks fékk íslenskt vegabréf á dögunum og telst því ekki lengur til erlendra leikmanna. Litháinn Adomas Drungilas gerði nýverið nýjan þriggja ára samning og Írinn Taiwo Badmus kemur til Tindastóls frá Val. Bandaríski bakvörðurinn Dedrick Basile verður líka áfram hjá liðinu. Þar með eru Stólarnir komnir með fjóra erlenda leikmenn sem er hámarkið í deildinni samkvæmt nýjum reglum næsta vetur. View this post on Instagram A post shared by Tindastóll Körfubolti (@tindastollkarfa) Bónus-deild karla Tindastóll Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Sport Littler hrósar konunni sem vann hann: „Þvílíkt hæfileikabúnt“ Sport Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Fleiri fréttir Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Sjá meira
Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur samið við þennan 205 sentimetra leikmann um að leika með karlaliðinu á komandi tímabili. „Ivan kemur til okkar í lok mánaðar og það er tilhlökkun að fá hann í Skagafjörðinn. Hann getur leikið bæði stöðu kraftframerja sem og miðherja, en það var eitthvað sem okkur fannst mjög mikilvægt í leit okkar að þessum síðasta erlenda leikmanni í liðið. Hann hefur fína reynslu úr góðum deildum í Evrópu sem og að hafa leikið í Evrópukeppni,“ sagði Arnar Guðjónsson, þjálfari Tindastólsliðsins á miðlum félagsins. Ivan segist þar hafa valið Tindastól vegna metnaðarfulls starfs, góðrar umgjarðar og sögu liðsins. „Ég vil hjálpa liðinu að verða enn betra. Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta og ég hef séð myndir af fullum íþróttahúsum, ég elska það. Sauðárkrókur lítur út fyrir að vera fallegur bær og ég hlakka til að koma,“ sagði Ivan Gavrilovic. Gavrilovic lék síðast með Asseco Arka Gdynia í Póllandi þar sem hann var með 8,6 stig og 4,3 fráköst í leik 2024-25. Árið á undan var hann með 24,2 stig 9,2 fráköst í leik í austurrísku deildinni. Ísland verður sjöunda landið sem hann spila í frá 2021 en á þeim tíma hefur Gavrilovic spilaði í Slóvakíu, Serbíu, Litháen, Búlgaríu, Austurríki og Póllandi. Gavrilovic bætist þar með í hóp erlendra leikmanna hjá Stólunum. David Geks fékk íslenskt vegabréf á dögunum og telst því ekki lengur til erlendra leikmanna. Litháinn Adomas Drungilas gerði nýverið nýjan þriggja ára samning og Írinn Taiwo Badmus kemur til Tindastóls frá Val. Bandaríski bakvörðurinn Dedrick Basile verður líka áfram hjá liðinu. Þar með eru Stólarnir komnir með fjóra erlenda leikmenn sem er hámarkið í deildinni samkvæmt nýjum reglum næsta vetur. View this post on Instagram A post shared by Tindastóll Körfubolti (@tindastollkarfa)
Bónus-deild karla Tindastóll Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Sport Littler hrósar konunni sem vann hann: „Þvílíkt hæfileikabúnt“ Sport Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Fleiri fréttir Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Sjá meira