Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. ágúst 2025 11:01 Tindastóll tilkynnti um komu Ivan Gavrilovic í dag. @tindastollkarfa Serbneski kraftframherjinn Ivan Gavrilovic mun spila með Tindastól í Bónus deild karla í körfubolta á komandi vetri. Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur samið við þennan 205 sentimetra leikmann um að leika með karlaliðinu á komandi tímabili. „Ivan kemur til okkar í lok mánaðar og það er tilhlökkun að fá hann í Skagafjörðinn. Hann getur leikið bæði stöðu kraftframerja sem og miðherja, en það var eitthvað sem okkur fannst mjög mikilvægt í leit okkar að þessum síðasta erlenda leikmanni í liðið. Hann hefur fína reynslu úr góðum deildum í Evrópu sem og að hafa leikið í Evrópukeppni,“ sagði Arnar Guðjónsson, þjálfari Tindastólsliðsins á miðlum félagsins. Ivan segist þar hafa valið Tindastól vegna metnaðarfulls starfs, góðrar umgjarðar og sögu liðsins. „Ég vil hjálpa liðinu að verða enn betra. Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta og ég hef séð myndir af fullum íþróttahúsum, ég elska það. Sauðárkrókur lítur út fyrir að vera fallegur bær og ég hlakka til að koma,“ sagði Ivan Gavrilovic. Gavrilovic lék síðast með Asseco Arka Gdynia í Póllandi þar sem hann var með 8,6 stig og 4,3 fráköst í leik 2024-25. Árið á undan var hann með 24,2 stig 9,2 fráköst í leik í austurrísku deildinni. Ísland verður sjöunda landið sem hann spila í frá 2021 en á þeim tíma hefur Gavrilovic spilaði í Slóvakíu, Serbíu, Litháen, Búlgaríu, Austurríki og Póllandi. Gavrilovic bætist þar með í hóp erlendra leikmanna hjá Stólunum. David Geks fékk íslenskt vegabréf á dögunum og telst því ekki lengur til erlendra leikmanna. Litháinn Adomas Drungilas gerði nýverið nýjan þriggja ára samning og Írinn Taiwo Badmus kemur til Tindastóls frá Val. Bandaríski bakvörðurinn Dedrick Basile verður líka áfram hjá liðinu. Þar með eru Stólarnir komnir með fjóra erlenda leikmenn sem er hámarkið í deildinni samkvæmt nýjum reglum næsta vetur. View this post on Instagram A post shared by Tindastóll Körfubolti (@tindastollkarfa) Bónus-deild karla Tindastóll Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Íslenski boltinn Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Gullboltinn veittur í kvöld: Dembélé líklegastur til að hreppa hnossið en PSG á leik Fótbolti Fleiri fréttir Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Sjá meira
Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur samið við þennan 205 sentimetra leikmann um að leika með karlaliðinu á komandi tímabili. „Ivan kemur til okkar í lok mánaðar og það er tilhlökkun að fá hann í Skagafjörðinn. Hann getur leikið bæði stöðu kraftframerja sem og miðherja, en það var eitthvað sem okkur fannst mjög mikilvægt í leit okkar að þessum síðasta erlenda leikmanni í liðið. Hann hefur fína reynslu úr góðum deildum í Evrópu sem og að hafa leikið í Evrópukeppni,“ sagði Arnar Guðjónsson, þjálfari Tindastólsliðsins á miðlum félagsins. Ivan segist þar hafa valið Tindastól vegna metnaðarfulls starfs, góðrar umgjarðar og sögu liðsins. „Ég vil hjálpa liðinu að verða enn betra. Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta og ég hef séð myndir af fullum íþróttahúsum, ég elska það. Sauðárkrókur lítur út fyrir að vera fallegur bær og ég hlakka til að koma,“ sagði Ivan Gavrilovic. Gavrilovic lék síðast með Asseco Arka Gdynia í Póllandi þar sem hann var með 8,6 stig og 4,3 fráköst í leik 2024-25. Árið á undan var hann með 24,2 stig 9,2 fráköst í leik í austurrísku deildinni. Ísland verður sjöunda landið sem hann spila í frá 2021 en á þeim tíma hefur Gavrilovic spilaði í Slóvakíu, Serbíu, Litháen, Búlgaríu, Austurríki og Póllandi. Gavrilovic bætist þar með í hóp erlendra leikmanna hjá Stólunum. David Geks fékk íslenskt vegabréf á dögunum og telst því ekki lengur til erlendra leikmanna. Litháinn Adomas Drungilas gerði nýverið nýjan þriggja ára samning og Írinn Taiwo Badmus kemur til Tindastóls frá Val. Bandaríski bakvörðurinn Dedrick Basile verður líka áfram hjá liðinu. Þar með eru Stólarnir komnir með fjóra erlenda leikmenn sem er hámarkið í deildinni samkvæmt nýjum reglum næsta vetur. View this post on Instagram A post shared by Tindastóll Körfubolti (@tindastollkarfa)
Bónus-deild karla Tindastóll Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Íslenski boltinn Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Gullboltinn veittur í kvöld: Dembélé líklegastur til að hreppa hnossið en PSG á leik Fótbolti Fleiri fréttir Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Sjá meira