Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. ágúst 2025 11:01 Tindastóll tilkynnti um komu Ivan Gavrilovic í dag. @tindastollkarfa Serbneski kraftframherjinn Ivan Gavrilovic mun spila með Tindastól í Bónus deild karla í körfubolta á komandi vetri. Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur samið við þennan 205 sentimetra leikmann um að leika með karlaliðinu á komandi tímabili. „Ivan kemur til okkar í lok mánaðar og það er tilhlökkun að fá hann í Skagafjörðinn. Hann getur leikið bæði stöðu kraftframerja sem og miðherja, en það var eitthvað sem okkur fannst mjög mikilvægt í leit okkar að þessum síðasta erlenda leikmanni í liðið. Hann hefur fína reynslu úr góðum deildum í Evrópu sem og að hafa leikið í Evrópukeppni,“ sagði Arnar Guðjónsson, þjálfari Tindastólsliðsins á miðlum félagsins. Ivan segist þar hafa valið Tindastól vegna metnaðarfulls starfs, góðrar umgjarðar og sögu liðsins. „Ég vil hjálpa liðinu að verða enn betra. Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta og ég hef séð myndir af fullum íþróttahúsum, ég elska það. Sauðárkrókur lítur út fyrir að vera fallegur bær og ég hlakka til að koma,“ sagði Ivan Gavrilovic. Gavrilovic lék síðast með Asseco Arka Gdynia í Póllandi þar sem hann var með 8,6 stig og 4,3 fráköst í leik 2024-25. Árið á undan var hann með 24,2 stig 9,2 fráköst í leik í austurrísku deildinni. Ísland verður sjöunda landið sem hann spila í frá 2021 en á þeim tíma hefur Gavrilovic spilaði í Slóvakíu, Serbíu, Litháen, Búlgaríu, Austurríki og Póllandi. Gavrilovic bætist þar með í hóp erlendra leikmanna hjá Stólunum. David Geks fékk íslenskt vegabréf á dögunum og telst því ekki lengur til erlendra leikmanna. Litháinn Adomas Drungilas gerði nýverið nýjan þriggja ára samning og Írinn Taiwo Badmus kemur til Tindastóls frá Val. Bandaríski bakvörðurinn Dedrick Basile verður líka áfram hjá liðinu. Þar með eru Stólarnir komnir með fjóra erlenda leikmenn sem er hámarkið í deildinni samkvæmt nýjum reglum næsta vetur. View this post on Instagram A post shared by Tindastóll Körfubolti (@tindastollkarfa) Bónus-deild karla Tindastóll Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Fleiri fréttir Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Í beinni: Ísland - Frakkland | Lokaleikur strákanna á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Sjá meira
Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur samið við þennan 205 sentimetra leikmann um að leika með karlaliðinu á komandi tímabili. „Ivan kemur til okkar í lok mánaðar og það er tilhlökkun að fá hann í Skagafjörðinn. Hann getur leikið bæði stöðu kraftframerja sem og miðherja, en það var eitthvað sem okkur fannst mjög mikilvægt í leit okkar að þessum síðasta erlenda leikmanni í liðið. Hann hefur fína reynslu úr góðum deildum í Evrópu sem og að hafa leikið í Evrópukeppni,“ sagði Arnar Guðjónsson, þjálfari Tindastólsliðsins á miðlum félagsins. Ivan segist þar hafa valið Tindastól vegna metnaðarfulls starfs, góðrar umgjarðar og sögu liðsins. „Ég vil hjálpa liðinu að verða enn betra. Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta og ég hef séð myndir af fullum íþróttahúsum, ég elska það. Sauðárkrókur lítur út fyrir að vera fallegur bær og ég hlakka til að koma,“ sagði Ivan Gavrilovic. Gavrilovic lék síðast með Asseco Arka Gdynia í Póllandi þar sem hann var með 8,6 stig og 4,3 fráköst í leik 2024-25. Árið á undan var hann með 24,2 stig 9,2 fráköst í leik í austurrísku deildinni. Ísland verður sjöunda landið sem hann spila í frá 2021 en á þeim tíma hefur Gavrilovic spilaði í Slóvakíu, Serbíu, Litháen, Búlgaríu, Austurríki og Póllandi. Gavrilovic bætist þar með í hóp erlendra leikmanna hjá Stólunum. David Geks fékk íslenskt vegabréf á dögunum og telst því ekki lengur til erlendra leikmanna. Litháinn Adomas Drungilas gerði nýverið nýjan þriggja ára samning og Írinn Taiwo Badmus kemur til Tindastóls frá Val. Bandaríski bakvörðurinn Dedrick Basile verður líka áfram hjá liðinu. Þar með eru Stólarnir komnir með fjóra erlenda leikmenn sem er hámarkið í deildinni samkvæmt nýjum reglum næsta vetur. View this post on Instagram A post shared by Tindastóll Körfubolti (@tindastollkarfa)
Bónus-deild karla Tindastóll Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Fleiri fréttir Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Í beinni: Ísland - Frakkland | Lokaleikur strákanna á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Sjá meira