Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar 8. ágúst 2025 07:32 Kallaðu mig risaeðlu, mér hugnast sjálfstæðisstefnan af gamla skólanum. Hvers vegna? Aðallega vegna þess að einn angi stefnunnar er trú á manninn og að farsælast sé fyrir samfélagið að skapa jarðveg fyrir frelsi einstaklingsins. Þannig geti hver og einn geti leitað hamingjunnar á eigin forsendum. Frá sjónarhóli sjálfstæðisstefnunnar er frelsið ekki eingöngu efnahagslegt heldur einnig andlegt, eða eins og Birgir Kjaran, þáverandi alþingismaður, orðaði það í grein frá árinu 1959: „Í krafti trúarinnar á manninn telja Sjálfstæðismenn, að einstaklingurinn skuli njóta mannhelgi, og frumréttur hans sé frelsið, andlegt frelsi og efnahagslegt frelsi.“ Samkvæmt sömu grein Birgis sprettur sjálfstæðisstefnan upp úr íslenskum veruleika og einn af kostum sjálfstæðisstefnunnar sé „að mæta viðfangsefnum nýrra tíma með fordómalausu raunsæi“ - blind trú geri engum gagn. Nálgunin á pólitísk úrlausnarefni á því að miðast við að leita lausna, án fordóma, á grundvelli raka og gagna – vera málefnalegur. Takmarkanir á frelsinu Frelsi án ábyrgðar leiðir jafnan af sér helsi. Hamingjuleit einstaklings á grundvelli frelsis er því ekki án skilyrða, sem dæmi verður að taka verður tillit til hagsmuna annarra, þar með talið til hagsmuna barna. Samfélag hvers tíma setur hamingjuleit einstaklingsins því ávallt skorður. Frelsið er ekki sjálfsagt. Víða er það fótum troðið. Sem dæmi er tjáningarfrelsi nauðsynlegur hornsteinn í lýðræðisríki. Í lýðræðisríkjum nútímans mega hugsanarlöggur í formi ríkisvalds, fjölmiðla og hagsmunasamtaka ekki takmarka tjáningarfrelsið um of. Sjálfritskoðun er án efa algeng hér á landi. Það skýrist að hluta til af því að í vandmeðförnum og viðkvæmum málum er algengt á samfélagsmiðlum að etja fólki saman saman með stimplunartaktík, upphrópunum og sleggjudómum. Slík tilhneiging fælir hæft fólk frá því að taka þátt í þjóðfélagsumræðu. Teflum fram hugmyndum og lausnum Þessa dagana er margt skrítið í heiminum en sjálfstæðisstefnan sem slík stendur hins vegar vel fyrir sínu. Hófsöm mannúðarstefna í anda þess sem best hefur tekist til í sögu Sjálfstæðisflokksins hefur ennþá burði til að veita íslensku samfélagi innblástur. En sem stjórnmálaafl verður Sjálfstæðisflokkurinn að tefla fram hugmyndum, hafa skýra sýn og stefnu en ekki festast í hjörum hagsmuna og hjals um hluti sem skiptir almenning takmörkuðu máli. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum martha árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Kallaðu mig risaeðlu, mér hugnast sjálfstæðisstefnan af gamla skólanum. Hvers vegna? Aðallega vegna þess að einn angi stefnunnar er trú á manninn og að farsælast sé fyrir samfélagið að skapa jarðveg fyrir frelsi einstaklingsins. Þannig geti hver og einn geti leitað hamingjunnar á eigin forsendum. Frá sjónarhóli sjálfstæðisstefnunnar er frelsið ekki eingöngu efnahagslegt heldur einnig andlegt, eða eins og Birgir Kjaran, þáverandi alþingismaður, orðaði það í grein frá árinu 1959: „Í krafti trúarinnar á manninn telja Sjálfstæðismenn, að einstaklingurinn skuli njóta mannhelgi, og frumréttur hans sé frelsið, andlegt frelsi og efnahagslegt frelsi.“ Samkvæmt sömu grein Birgis sprettur sjálfstæðisstefnan upp úr íslenskum veruleika og einn af kostum sjálfstæðisstefnunnar sé „að mæta viðfangsefnum nýrra tíma með fordómalausu raunsæi“ - blind trú geri engum gagn. Nálgunin á pólitísk úrlausnarefni á því að miðast við að leita lausna, án fordóma, á grundvelli raka og gagna – vera málefnalegur. Takmarkanir á frelsinu Frelsi án ábyrgðar leiðir jafnan af sér helsi. Hamingjuleit einstaklings á grundvelli frelsis er því ekki án skilyrða, sem dæmi verður að taka verður tillit til hagsmuna annarra, þar með talið til hagsmuna barna. Samfélag hvers tíma setur hamingjuleit einstaklingsins því ávallt skorður. Frelsið er ekki sjálfsagt. Víða er það fótum troðið. Sem dæmi er tjáningarfrelsi nauðsynlegur hornsteinn í lýðræðisríki. Í lýðræðisríkjum nútímans mega hugsanarlöggur í formi ríkisvalds, fjölmiðla og hagsmunasamtaka ekki takmarka tjáningarfrelsið um of. Sjálfritskoðun er án efa algeng hér á landi. Það skýrist að hluta til af því að í vandmeðförnum og viðkvæmum málum er algengt á samfélagsmiðlum að etja fólki saman saman með stimplunartaktík, upphrópunum og sleggjudómum. Slík tilhneiging fælir hæft fólk frá því að taka þátt í þjóðfélagsumræðu. Teflum fram hugmyndum og lausnum Þessa dagana er margt skrítið í heiminum en sjálfstæðisstefnan sem slík stendur hins vegar vel fyrir sínu. Hófsöm mannúðarstefna í anda þess sem best hefur tekist til í sögu Sjálfstæðisflokksins hefur ennþá burði til að veita íslensku samfélagi innblástur. En sem stjórnmálaafl verður Sjálfstæðisflokkurinn að tefla fram hugmyndum, hafa skýra sýn og stefnu en ekki festast í hjörum hagsmuna og hjals um hluti sem skiptir almenning takmörkuðu máli. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar