Innherji

Sala á Lands­bankanum gæti minnkað hreinar skuldir ríkis­ins um fimmtung

Hörður Ægisson skrifar
Þrátt fyrir að vel hafi tekist til við að selja hluti í Íslandsbanka þá hefur pólitískur stuðningur við að minnka hlut ríkisins í Landsbankanum verið takmarkaður.
Þrátt fyrir að vel hafi tekist til við að selja hluti í Íslandsbanka þá hefur pólitískur stuðningur við að minnka hlut ríkisins í Landsbankanum verið takmarkaður.

Þegar leiðrétt er fyrir ýmsum einskiptisþáttum í rekstri stóru bankanna í því skyni að leggja mat á undirliggjandi afkomu þeirra má áætla að markaðsvirði Landsbankans, sem er þá að skila eilítið betri arðsemi en Íslandsbanki, gæti verið um eða yfir 350 milljarðar króna, að mati hlutabréfagreinanda.


Tengdar fréttir

Verð­tryggingar­skekkjan farin að skila bönkunum auknum vaxta­tekjum á nýjan leik

Á liðnu ári setti mikið jákvætt verðtryggingarmisvægi bankanna almennt þrýsting á vaxtamun og hreinar vaxtatekjur þeirra á sama tíma og verðbólgan var á skarpri niðurleið. Núna er staðan önnur, verðbólgan jafnvel farin að hækka, og jákvæð afkomuviðvörun Arion ásamt uppgjöri Landsbankans sýnir að auknar vaxtatekjur skýra einkum mikinn afkomubata.

Ríkið þyrfti að „rifa seglin“ enn meira og minnka um­svif sín á láns­fjár­markaði

Þótt boðaður sé minni útgjaldavöxtur en áður í frumvarpi til fjárlaga fyrir næsta ár dugar það ekki til að slá á þenslu, að mati sérfræðinga á skuldabréfamarkaði, og ríkið þyrfti að „rifa seglin“ enn meira til að ná fram nauðsynlegri kólnun í hagkerfinu og minnka umsvif sín á lánsfjármarkaði. Útlit er fyrir mikla útgáfuþörf ríkissjóðs á árinu 2025, sem gæti orðið nálægt 200 milljörðum, og hún kann að reynast þung með tilheyrandi hækkun á markaðsvöxtum ef ekki tekst að laða erlenda fjárfesta inn á skuldabréfamarkaðinn.

Út­gáfuáætlun ríkis­bréfa upp á um 180 milljarða í hærri kantinum

Áætlað er að heildarútgáfa ríkisbréfa á árinu 2025 verði um 180 milljarðar króna, nokkuð meira en í fyrra, en til að mæta lánsfjárþörf ríkissjóðs kemur jafnframt til greina að ganga á innstæður í erlendum gjaldeyri hjá Seðlabankanum. Umfang nýbirtrar útgáfuáætlunar Lánamála er heldur í hærri kantinum miðað við væntingar fjárfesta og markaðsaðila og hefur ávöxtunarkrafa lengri ríkisbréfa hækkað á markaði í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×