Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 30. júlí 2025 14:41 Einar Örn Ólafsson er forstjóri Play. Vísir/Vilhelm Forstjóri Play bindur vonir við að fyrirhuguð skuldabréfaútgáfa félagsins og breytingar í rekstri verði til þess að koma félaginu úr ólgusjó. Félagið stefnir enn að því að gera fjórar vélar út á Íslandi og fljúga suður á bóginn. Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, sagðist í viðtali í Viðskiptamogganum í dag ekki útiloka að flugfélagið dragi sig alfarið út af íslenskum markaði, verði samkeppni hér á landi óbærileg. Í samtali við fréttastofu segir hann þetta einfaldlega eina af mörgum mögulegum sviðsmyndum sem geti komið upp í flugrekstri. Planið sé hins vegar óbreytt. „Sem er að vera með fjórar vélar á Íslandi og svo sex sem við erum að fljúga annars staðar fyrir aðra flugrekendur. Það er auðvitað hægt að leika sér með einhverjar sviðsmyndir hingað og þangað; að við förum aftur að fljúga til Bandaríkjanna, stækkum aftur eða minnkum meira,“ segir Einar en ítrekar að grunnsviðsmyndin sé óbreytt. Fjórum flugvélum Play verður flogið til og frá Íslandi í breyttu leiðarkerfi.Play Félagið stefnir að því að fljúga einungis undir maltneksku flugrekstrarleyfi og stendur nú í breytingum á leiðarkerfi sínu. Frá Íslandi verður lögð áhersla á að fljúga suður á bóginn. „Með haustinu munum við hætta með Norður-Ameríkuflugið og þá er sumu leyti sjálfhætt með margar af Norður-Evrópu borgunum líka vegna þess að farþegarnir þar hafa margir hverjir verið á leiðinni yfir hafið. Við munum eitthvað halda áfram með Norður-Evrópu, Danmörku og eitthvað fleira, en fókusinn verður á suðrið,“ segir Einar en ferðir félagsins til London, Parísar, Berlínar, Amsterdam og Dublin leggjast af í haust. Þá verður hvorki flogið til Varsjár né Prag og einungis tvisvar í viku til Kaupmannahafnar. Play sendi frá sér afkomuviðvörun í síðustu viku þar sem búist er við því að afkoma félagsins á öðrum ársfjórðungi verði lakari en á sama tímabili í fyrra og undir væntingum.Vísir/Vilhelm Eftir tvær vikur fer fram hluthafafundur Play þar sem óskað verður eftir samþykki hluthafa fyrir skuldabréfaútgáfu upp á 2,4 milljarða króna. Þetta var ákveðið eftir að fallið var frá yfirtökutilboði í félagið sem sendi frá sér afkomuviðvörun í síðustu viku. Einar segir þetta mikilvægan lið í að styrkja reksturinn. „Það hefur auðvitað ekki allt gengið upp sem við höfum áformað. Erum nýlega búin að tilkynna um útgáfu skuldabréfsins sem síðan verður samþykkt á hluthafafundi. Þessi útgáfa er til þess fallin að tryggja rekstur félagsins áfram og ef fólk les rétt í þetta ætti hún að vera til þess að sefa áhyggjur ef einhverjar voru. Við erum auðvitað að gera þessar breytingar til þess að komast út úr þessum ólgusjó sem baráttan á Atlantshafinu er og sigla félaginu í minni óróleika,“ segir Einar. „Ég held að það sé öllum ljóst að það sé mjög mikilvægt fyrir íslenska neytendur að Play sé til staðar.“ Fréttir af flugi Play Keflavíkurflugvöllur Bretland England Frakkland Þýskaland Ferðalög Neytendur Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Laun og barnabætur berast seint Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ Sjá meira
Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, sagðist í viðtali í Viðskiptamogganum í dag ekki útiloka að flugfélagið dragi sig alfarið út af íslenskum markaði, verði samkeppni hér á landi óbærileg. Í samtali við fréttastofu segir hann þetta einfaldlega eina af mörgum mögulegum sviðsmyndum sem geti komið upp í flugrekstri. Planið sé hins vegar óbreytt. „Sem er að vera með fjórar vélar á Íslandi og svo sex sem við erum að fljúga annars staðar fyrir aðra flugrekendur. Það er auðvitað hægt að leika sér með einhverjar sviðsmyndir hingað og þangað; að við förum aftur að fljúga til Bandaríkjanna, stækkum aftur eða minnkum meira,“ segir Einar en ítrekar að grunnsviðsmyndin sé óbreytt. Fjórum flugvélum Play verður flogið til og frá Íslandi í breyttu leiðarkerfi.Play Félagið stefnir að því að fljúga einungis undir maltneksku flugrekstrarleyfi og stendur nú í breytingum á leiðarkerfi sínu. Frá Íslandi verður lögð áhersla á að fljúga suður á bóginn. „Með haustinu munum við hætta með Norður-Ameríkuflugið og þá er sumu leyti sjálfhætt með margar af Norður-Evrópu borgunum líka vegna þess að farþegarnir þar hafa margir hverjir verið á leiðinni yfir hafið. Við munum eitthvað halda áfram með Norður-Evrópu, Danmörku og eitthvað fleira, en fókusinn verður á suðrið,“ segir Einar en ferðir félagsins til London, Parísar, Berlínar, Amsterdam og Dublin leggjast af í haust. Þá verður hvorki flogið til Varsjár né Prag og einungis tvisvar í viku til Kaupmannahafnar. Play sendi frá sér afkomuviðvörun í síðustu viku þar sem búist er við því að afkoma félagsins á öðrum ársfjórðungi verði lakari en á sama tímabili í fyrra og undir væntingum.Vísir/Vilhelm Eftir tvær vikur fer fram hluthafafundur Play þar sem óskað verður eftir samþykki hluthafa fyrir skuldabréfaútgáfu upp á 2,4 milljarða króna. Þetta var ákveðið eftir að fallið var frá yfirtökutilboði í félagið sem sendi frá sér afkomuviðvörun í síðustu viku. Einar segir þetta mikilvægan lið í að styrkja reksturinn. „Það hefur auðvitað ekki allt gengið upp sem við höfum áformað. Erum nýlega búin að tilkynna um útgáfu skuldabréfsins sem síðan verður samþykkt á hluthafafundi. Þessi útgáfa er til þess fallin að tryggja rekstur félagsins áfram og ef fólk les rétt í þetta ætti hún að vera til þess að sefa áhyggjur ef einhverjar voru. Við erum auðvitað að gera þessar breytingar til þess að komast út úr þessum ólgusjó sem baráttan á Atlantshafinu er og sigla félaginu í minni óróleika,“ segir Einar. „Ég held að það sé öllum ljóst að það sé mjög mikilvægt fyrir íslenska neytendur að Play sé til staðar.“
Fréttir af flugi Play Keflavíkurflugvöllur Bretland England Frakkland Þýskaland Ferðalög Neytendur Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Laun og barnabætur berast seint Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ Sjá meira