Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Árni Sæberg skrifar 25. júlí 2025 14:41 Landsbankahúsið í Austurstræti er eitt það glæsilegasta í borginni. Vísir/Vilhelm Landsbankinn hefur tekið tilboði Landsbyggðar ehf. í Landsbankahúsið við Austurstræti 11 og húsin að Hafnarstræti 10, 12 og 14. Söluverð húsanna er 2,85 milljarðar króna. Landsbyggð ehf. er í eigu Kristjáns Vilhelmssonar, sem kenndur er við Samherja, og Leós Árnasonar. Húsið er þriðja fyrrverandi bankaútibúið sem félög tengd Kristjáni kaupir af Landsbankanum. Í tilkynningu á vef Landsbankans segir að húsin hafi verið auglýst til sölu 15. maí síðastliðinn. Tvö tilboð hafi borist og tilboð Landsbyggðar hafi verið metið hagstæðara, að teknu tilliti til tilboðsskilmála og núvirðis á greiðslum. Landsbyggð sé fasteigna- og þróunarfélag sem sérhæfi sig í uppbyggingar- og umbreytingarverkefnum um allt land og hafi meðal annars staðið að uppbyggingunni í miðbæ Selfoss, í gegnum dótturfélagið Sigtún þróunarfélag. Öll Landsbankahúsin seld „Austurstræti 11 er eitt glæsilegasta hús landsins og reyndist bankanum afar vel. Salan markar tímamót því nú hefur bankinn selt öll Landsbankahúsin, sem voru teiknuð af eða byggðu á teikningum Guðjóns Samúelssonar, en líkt og átti við um hin húsin hentaði Austurstræti 11 ekki lengur starfsemi bankans. Það er mikilvægt fyrir miðborgina að húsið fái nýtt hlutverk og það verður áhugavert að fylgjast með hvernig byggingarnar verða nýttar og svæðið glætt nýju lífi,“ er haft eftir Lilju Björk Einarsdóttur, bankastjóra Landsbankans. Hin Landsbankahúsin sem teiknuð voru af Guðjóni Samúelssyni eru gömlu Landsbankahúsin á Akureyri, Ísafirði og Selfossi. Svo virðist sem Kristján hafi sérstakt dálæti á slíkum húsum, enda hafa félög tengd honum keypt þrjú þeirra. Árið 2020 keypti Sigtún þróunarfélag ehf. Landsbankahúsið á Selfossi á 350 milljónir króna. Félagið er í jafnri eigu Kristjáns og áðurnefnds Leós. Þá keypti Kaldbakur ehf. Landsbankahúsið á Akureyri árið 2022 á 685 milljónir króna. Kaldbakur heldur utan um fjárfestingar Samherja og Kristján á lítinn hlut í félaginu en fjögur börn hans hafa tekið við tæplega 47 prósenta hlut í félaginu. Efla mannlíf í borginni „Landsbyggð horfir til þess að þróa húsin með virðingu fyrir sögu þeirra og staðsetningu með það að markmiði að þau verði lifandi hluti af borginni á ný. Markmiðið er að efla mannlíf í hjarta borgarinnar. Húsin og staðsetningin bjóða upp á ótal möguleika sem ríma vel við þá hugsun sem liggur að baki okkar verkefnum – að vinna með sögu og staðaranda og búa til nýja og skemmtilega áfangastaði,“ er haft eftir Guðjóni Auðunssyni, stjórnarformanni Landsbyggðar. Í tilkynningunni segir að húsin sem um ræðir séu samtals 5.836 fermetrar að stærð, þar af 1.380 fermetrar í kjallara. Austurstræti 11 hafi verið reist árið 1898 og endurbyggt árið 1924 eftir teikningum Guðjóns Samúelssonar, húsameistara ríkisins. Guðjón hafi einnig hannað innréttingar hússins. Húsið hafi verið friðað árið 1991, bæði að utan sem og innviðir eins og vegglistaverk og upprunalegar innréttingar. Viðbygging við húsið hafi verið tekin í notkun árið 1940. Samtengt húsinu sé Hafnarstræti 10–12, svonefnt Edinborgarhús frá árinu 1923, auk Hafnarstrætis 14 sem hafi verið reist árið 1970. Landsbankinn hafi flutt starfsemi sína úr Kvosinni árið 2023, úr samtals 12 húsum, í nýtt húsnæði við Reykjastræti 6. Landsbankinn Fasteignamarkaður Fjármálafyrirtæki Reykjavík Tengdar fréttir Kaldbakur keypti Landsbankahúsið á Akureyri Fjárfestingafélagið Kaldbakur reyndist hæstbjóðandi í Landsbankahúsið við Ráðhústorgið á Akureyri, sem auglýst var til sölu á dögunum. Kaupverðið er 685 milljónir króna. 2. nóvember 2022 14:07 Mest lesið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Sjá meira
Í tilkynningu á vef Landsbankans segir að húsin hafi verið auglýst til sölu 15. maí síðastliðinn. Tvö tilboð hafi borist og tilboð Landsbyggðar hafi verið metið hagstæðara, að teknu tilliti til tilboðsskilmála og núvirðis á greiðslum. Landsbyggð sé fasteigna- og þróunarfélag sem sérhæfi sig í uppbyggingar- og umbreytingarverkefnum um allt land og hafi meðal annars staðið að uppbyggingunni í miðbæ Selfoss, í gegnum dótturfélagið Sigtún þróunarfélag. Öll Landsbankahúsin seld „Austurstræti 11 er eitt glæsilegasta hús landsins og reyndist bankanum afar vel. Salan markar tímamót því nú hefur bankinn selt öll Landsbankahúsin, sem voru teiknuð af eða byggðu á teikningum Guðjóns Samúelssonar, en líkt og átti við um hin húsin hentaði Austurstræti 11 ekki lengur starfsemi bankans. Það er mikilvægt fyrir miðborgina að húsið fái nýtt hlutverk og það verður áhugavert að fylgjast með hvernig byggingarnar verða nýttar og svæðið glætt nýju lífi,“ er haft eftir Lilju Björk Einarsdóttur, bankastjóra Landsbankans. Hin Landsbankahúsin sem teiknuð voru af Guðjóni Samúelssyni eru gömlu Landsbankahúsin á Akureyri, Ísafirði og Selfossi. Svo virðist sem Kristján hafi sérstakt dálæti á slíkum húsum, enda hafa félög tengd honum keypt þrjú þeirra. Árið 2020 keypti Sigtún þróunarfélag ehf. Landsbankahúsið á Selfossi á 350 milljónir króna. Félagið er í jafnri eigu Kristjáns og áðurnefnds Leós. Þá keypti Kaldbakur ehf. Landsbankahúsið á Akureyri árið 2022 á 685 milljónir króna. Kaldbakur heldur utan um fjárfestingar Samherja og Kristján á lítinn hlut í félaginu en fjögur börn hans hafa tekið við tæplega 47 prósenta hlut í félaginu. Efla mannlíf í borginni „Landsbyggð horfir til þess að þróa húsin með virðingu fyrir sögu þeirra og staðsetningu með það að markmiði að þau verði lifandi hluti af borginni á ný. Markmiðið er að efla mannlíf í hjarta borgarinnar. Húsin og staðsetningin bjóða upp á ótal möguleika sem ríma vel við þá hugsun sem liggur að baki okkar verkefnum – að vinna með sögu og staðaranda og búa til nýja og skemmtilega áfangastaði,“ er haft eftir Guðjóni Auðunssyni, stjórnarformanni Landsbyggðar. Í tilkynningunni segir að húsin sem um ræðir séu samtals 5.836 fermetrar að stærð, þar af 1.380 fermetrar í kjallara. Austurstræti 11 hafi verið reist árið 1898 og endurbyggt árið 1924 eftir teikningum Guðjóns Samúelssonar, húsameistara ríkisins. Guðjón hafi einnig hannað innréttingar hússins. Húsið hafi verið friðað árið 1991, bæði að utan sem og innviðir eins og vegglistaverk og upprunalegar innréttingar. Viðbygging við húsið hafi verið tekin í notkun árið 1940. Samtengt húsinu sé Hafnarstræti 10–12, svonefnt Edinborgarhús frá árinu 1923, auk Hafnarstrætis 14 sem hafi verið reist árið 1970. Landsbankinn hafi flutt starfsemi sína úr Kvosinni árið 2023, úr samtals 12 húsum, í nýtt húsnæði við Reykjastræti 6.
Landsbankinn Fasteignamarkaður Fjármálafyrirtæki Reykjavík Tengdar fréttir Kaldbakur keypti Landsbankahúsið á Akureyri Fjárfestingafélagið Kaldbakur reyndist hæstbjóðandi í Landsbankahúsið við Ráðhústorgið á Akureyri, sem auglýst var til sölu á dögunum. Kaupverðið er 685 milljónir króna. 2. nóvember 2022 14:07 Mest lesið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Sjá meira
Kaldbakur keypti Landsbankahúsið á Akureyri Fjárfestingafélagið Kaldbakur reyndist hæstbjóðandi í Landsbankahúsið við Ráðhústorgið á Akureyri, sem auglýst var til sölu á dögunum. Kaupverðið er 685 milljónir króna. 2. nóvember 2022 14:07