Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. júlí 2025 11:51 Birkir Thor telur litlar sem engar líkur á að stýrivextir lækki í næsta mánuði. Langsamlega líklegast sé að þeir haldist óbreyttir. Vísir Verðbólga hjaðnar lítillega á milli mánaða en hagfræðingur býst við því að hún aukist aftur og verði á sömu slóðum út árið. Stýrivaxtalækkun í næsta mánuði sé nánast útilokuð. Tólf mánaða verðbólga hjaðnaði um 0,2 prósentustig milli mánaða og er nú fjögur prósent. Samkvæmt tölum Hagstofunnar hækkaði vísitala neysluverðs um fjögur prósent á síðustu tólf mánuðum, en hækkunin nam þremur prósentum ef húsnæðisliðurinn er frátalinn. Hagfræðingur hjá greiningardeild Íslandsbanka segir hjöðnunina örlítið minni en búist hafi verið við. „Við áttum von á því að hún færi niður í 3,9 prósent. Það sem helst olli því að það gerðist ekki var að flugfargjöldin hækkuðu svolítið umfram það sem við höfðum spáð. Þar fyrir utan var þetta heilt yfir nokkuð jákvæð mæling,“ segir Birkir Thor Björnsson, hagfræðingur hjá greiningu Íslandsbanka. Útsölurnar skammgóður vermir Sumarútsölur á fötum og skóm hafi haft áhrif til hjöðnunar milli mánaða, sem og verðlækkanir á húsgögnum og heimilisbúnaði. Mælingin sé þó nokkuð skammgóður vermir. „Þetta gengur líklega til baka núna í ágúst. Það er misjafnt hvað það gerist hratt. Stundum gerist það að öllu leyti í ágúst en stundum dreifist það yfir ágúst og september. Það verður bara að koma í ljós hvernig það verður í ár.“ Útlit fyrir aukna verðbólgu á næstu mánuðum Verðlagsmælingin er sú síðasta fyrir stýrivaxtaákvörðunarfund peningastefnunefndar Seðlabankans þann 20. ágúst. Áttu von á því að þetta hafi einhver teljandi áhrif þar á? „Nei, ég á ekki von á því. Við erum á þeirri skoðun að vaxtalækkun í ágúst sé svo gott sem af borðinu.“ Allt útlit sé fyrir að stýrivextir haldist óbreyttir, en þeir standa nú í 7,5 prósentum. Til örlítið lengri tíma megi líta til einskiptisáhrifa sem detti út úr ársmælingu á næstu mánuðum, til að mynda gjaldfrálsra háskóla og gjaldfrjálsra grunnskólamáltíða. „Þannig að það er nokkuð borðleggjandi að ársverðbólgan eigi eftir að hækka í ágúst og september, og verða svona nokkuð treg yfir fjórum prósentum út árið, samkvæmt okkar spá,“ segir Birkir Thor. Verðlag Efnahagsmál Tengdar fréttir Verðbólgan hjaðnar á ný Tólf mánaða verðbólga hjaðnaði um 0,2 prósentustig milli mánaða og er nú fjögur prósent. Verðbólga án húsnæðisliðar er þrjú prósent. 24. júlí 2025 09:08 Mest lesið Gengi Sýnar í frjálsu falli Viðskipti innlent Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Viðskipti innlent Sýn gefur út afkomuviðvörun Viðskipti innlent Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Viðskipti innlent Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Neytendur Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Þarf þrautseigju og útsjónarsemi til að ná að halda sjó Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sjá meira
Tólf mánaða verðbólga hjaðnaði um 0,2 prósentustig milli mánaða og er nú fjögur prósent. Samkvæmt tölum Hagstofunnar hækkaði vísitala neysluverðs um fjögur prósent á síðustu tólf mánuðum, en hækkunin nam þremur prósentum ef húsnæðisliðurinn er frátalinn. Hagfræðingur hjá greiningardeild Íslandsbanka segir hjöðnunina örlítið minni en búist hafi verið við. „Við áttum von á því að hún færi niður í 3,9 prósent. Það sem helst olli því að það gerðist ekki var að flugfargjöldin hækkuðu svolítið umfram það sem við höfðum spáð. Þar fyrir utan var þetta heilt yfir nokkuð jákvæð mæling,“ segir Birkir Thor Björnsson, hagfræðingur hjá greiningu Íslandsbanka. Útsölurnar skammgóður vermir Sumarútsölur á fötum og skóm hafi haft áhrif til hjöðnunar milli mánaða, sem og verðlækkanir á húsgögnum og heimilisbúnaði. Mælingin sé þó nokkuð skammgóður vermir. „Þetta gengur líklega til baka núna í ágúst. Það er misjafnt hvað það gerist hratt. Stundum gerist það að öllu leyti í ágúst en stundum dreifist það yfir ágúst og september. Það verður bara að koma í ljós hvernig það verður í ár.“ Útlit fyrir aukna verðbólgu á næstu mánuðum Verðlagsmælingin er sú síðasta fyrir stýrivaxtaákvörðunarfund peningastefnunefndar Seðlabankans þann 20. ágúst. Áttu von á því að þetta hafi einhver teljandi áhrif þar á? „Nei, ég á ekki von á því. Við erum á þeirri skoðun að vaxtalækkun í ágúst sé svo gott sem af borðinu.“ Allt útlit sé fyrir að stýrivextir haldist óbreyttir, en þeir standa nú í 7,5 prósentum. Til örlítið lengri tíma megi líta til einskiptisáhrifa sem detti út úr ársmælingu á næstu mánuðum, til að mynda gjaldfrálsra háskóla og gjaldfrjálsra grunnskólamáltíða. „Þannig að það er nokkuð borðleggjandi að ársverðbólgan eigi eftir að hækka í ágúst og september, og verða svona nokkuð treg yfir fjórum prósentum út árið, samkvæmt okkar spá,“ segir Birkir Thor.
Verðlag Efnahagsmál Tengdar fréttir Verðbólgan hjaðnar á ný Tólf mánaða verðbólga hjaðnaði um 0,2 prósentustig milli mánaða og er nú fjögur prósent. Verðbólga án húsnæðisliðar er þrjú prósent. 24. júlí 2025 09:08 Mest lesið Gengi Sýnar í frjálsu falli Viðskipti innlent Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Viðskipti innlent Sýn gefur út afkomuviðvörun Viðskipti innlent Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Viðskipti innlent Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Neytendur Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Þarf þrautseigju og útsjónarsemi til að ná að halda sjó Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sjá meira
Verðbólgan hjaðnar á ný Tólf mánaða verðbólga hjaðnaði um 0,2 prósentustig milli mánaða og er nú fjögur prósent. Verðbólga án húsnæðisliðar er þrjú prósent. 24. júlí 2025 09:08
Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent
Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent