Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Árni Sæberg skrifar 23. júlí 2025 15:57 Zakarías, til vinstri, og Hlynur Snær, til hægri, tóku málin í eigin hendur. Félagarnir Hlynur Snær Stefánsson og Zakarías Friðriksson hættu að nenna að standa í því að selja notaðar íþróttavörur á Facebook og hafa því boðað opnun Sportbássins. Þangað getur fólk komið með íþróttavörur sem safna ryki og þeir sjá um að koma þeim í verð. Í samtali við Vísi segjast þeir hafa séð skýrt skarð á markaðnum fyrir þægilega og umhverfisvæna leið til þess að selja og kaupa notaðar íþróttavörur. „Hugmyndin kom út frá því að við töldum fáar sem engar leiðir til þess að selja notaðar íþróttavörur á netinu fyrir utan Facebook-hópa en oft og tíðum getur það verið leiðinlegt ferli að þurfa að standa í og við vorum sjálfir alveg hættir að nenna standa í því. Hjá okkur skráir þú bara vöruna inn á Sportbasinn.is, kemur með vöruna í verslun og við sjáum um rest. Þú færð svo greitt þegar varan selst.“ Afþakka rifinn og götóttan fatnað Þeir segja formlega opnun verslunarinnar verða næstkomandi föstudag klukkan 10, í Faxafeni 12 í Reykjavík. Þeir sem vilji ólmir losa sig við notaðar íþróttavörur fyrir þann tíma geti þó mætt á milli 16 og 18 í dag og á morgun til að skila af sér vörum. Opnunartíminn verði svo milli 10 og 18 á virkum og milli 11 og 17 um helgar. Þó megi ekki koma með hvað sem er enda þurfi allar vörurnar að vera í ásættanlegu ástandi. Þeir ítreka að búðin taki hvorki við rifnum né götóttum fatnaði. Enn sem komið er nóg pláss á fataslánum, enda eru tveir dagar í opnun. Seljandi sjái sjálfur um að verðleggja vöruna og skrái hana inn á Sportbasinn.is. Verslunin sjái svo um að stilla vörunum upp á sína staði í verslun. Þá benda þeir á að sérstök aðstaða verði á svæðinu til þess að gufustrauja flíkur, taka myndir og hengja á herðatré áður en starfsmenn taka við þeim. Þegar varan selst fari 72 prósent af söluverðinu í vasa seljanda og búðin haldi eftir 28 prósenta þóknun. „Þess má þó geta að engin básaleiga er hjá Sportbásnum líkt og oft tíðkast í hringrásarverslunum á Íslandi og er því enginn kostnaður við að skrá vörur.“ Gefa notuðum íþróttavörum nýtt líf Þeir Hlynur Snær og Zakarías segja verslunina selja notaðar íþróttavörur fyrir börn og fullorðna; skó, fatnað, golfvörur og íþróttabúnað af öllu tagi. Allar vörur séu í góðu ástandi og starfsmenn passi upp á að hafa virkt gæðaeftirlit með vörum áður en þær fara inn í verslun. Að sögn stofnendanna eru golfarar þeir sem hafa sýnt versluninni mestan áhuga. „Við viljum hjálpa fólki að komast yfir gæðavörur á hagstæðara verði og einnig einfalda fólki að gefa vörum sem það er hætt að nota nýtt líf.“ Verslun Umhverfismál Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
Í samtali við Vísi segjast þeir hafa séð skýrt skarð á markaðnum fyrir þægilega og umhverfisvæna leið til þess að selja og kaupa notaðar íþróttavörur. „Hugmyndin kom út frá því að við töldum fáar sem engar leiðir til þess að selja notaðar íþróttavörur á netinu fyrir utan Facebook-hópa en oft og tíðum getur það verið leiðinlegt ferli að þurfa að standa í og við vorum sjálfir alveg hættir að nenna standa í því. Hjá okkur skráir þú bara vöruna inn á Sportbasinn.is, kemur með vöruna í verslun og við sjáum um rest. Þú færð svo greitt þegar varan selst.“ Afþakka rifinn og götóttan fatnað Þeir segja formlega opnun verslunarinnar verða næstkomandi föstudag klukkan 10, í Faxafeni 12 í Reykjavík. Þeir sem vilji ólmir losa sig við notaðar íþróttavörur fyrir þann tíma geti þó mætt á milli 16 og 18 í dag og á morgun til að skila af sér vörum. Opnunartíminn verði svo milli 10 og 18 á virkum og milli 11 og 17 um helgar. Þó megi ekki koma með hvað sem er enda þurfi allar vörurnar að vera í ásættanlegu ástandi. Þeir ítreka að búðin taki hvorki við rifnum né götóttum fatnaði. Enn sem komið er nóg pláss á fataslánum, enda eru tveir dagar í opnun. Seljandi sjái sjálfur um að verðleggja vöruna og skrái hana inn á Sportbasinn.is. Verslunin sjái svo um að stilla vörunum upp á sína staði í verslun. Þá benda þeir á að sérstök aðstaða verði á svæðinu til þess að gufustrauja flíkur, taka myndir og hengja á herðatré áður en starfsmenn taka við þeim. Þegar varan selst fari 72 prósent af söluverðinu í vasa seljanda og búðin haldi eftir 28 prósenta þóknun. „Þess má þó geta að engin básaleiga er hjá Sportbásnum líkt og oft tíðkast í hringrásarverslunum á Íslandi og er því enginn kostnaður við að skrá vörur.“ Gefa notuðum íþróttavörum nýtt líf Þeir Hlynur Snær og Zakarías segja verslunina selja notaðar íþróttavörur fyrir börn og fullorðna; skó, fatnað, golfvörur og íþróttabúnað af öllu tagi. Allar vörur séu í góðu ástandi og starfsmenn passi upp á að hafa virkt gæðaeftirlit með vörum áður en þær fara inn í verslun. Að sögn stofnendanna eru golfarar þeir sem hafa sýnt versluninni mestan áhuga. „Við viljum hjálpa fólki að komast yfir gæðavörur á hagstæðara verði og einnig einfalda fólki að gefa vörum sem það er hætt að nota nýtt líf.“
Verslun Umhverfismál Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira