HBO Max streymisveitan komin til Íslands Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 22. júlí 2025 12:59 Streymisveitan bandaríska er komin til Íslands í fyrsta sinn. Radecka/Getty Images) Bandaríska streymisveitan HBO Max er komin til Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HBO Max á Norðurlöndunum. Streymisveitan er í eigu Warner Bros. Discovery. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að aðdáendur á Íslandi geti núna nálgast mikið úrval afþreyingar frá HBO, Warner Bros. Pictures, DC Studios, Max Originals auk mikils annars áhugaverðs efnis. Streymisveitan átti fyrst að fara í loftið á Íslandi fyrir þremur árum en var frestað eftir samruna Warner Bros og Discovery. Í síðasta mánuði var svo tilkynnt að veitan yrði aðgengileg í júlí. Segir í tilkynningunni að þar sé á ferðinni efni á borð við kvikmyndirnar Sinners og A Minecraft Movie en einnig sívinsælt efni eins og Harry Potter, Fantastic Beasts kvikmyndirnar og Beetlejuice Beetlejuice sem dæmi. Þá eru taldar upp sjónvarpsþáttaseríur á borð við The Last of Us, The White Lotus, Euphoria, House of the Dragon, Succession, The Penguin, And Just Like That..., His Dark Materials, Peacemaker, Rick and Morty og fleiri. Kemur fram í tilkynningunni að streymisveitunni fylgi einnig íþróttaefni Eurosport. Þar sé hægt að fylgjast með öllum hasarnum í Tour de France þar sem keppninni líkur ekki fyrr en 27. júlí en einnig hjólakeppni kvenna, Tour de France Femmes, og hjólakeppninni La Vuelta a España, tenniskeppninni US Open tennis grand slam fram í ágúst. Íþróttaunnendur geta einnig fylgst með PGA Tour golfmótinu, Formula E keppnistímabilinu auk stærri vetraríþróttaviðburða síðar á árinu. Boðið er upp á tvær áskriftarleiðir, grunnáskrift og Premium áskrift. Grunnáskriftin kostar 12,99 evrur á mánuði, eða því sem nemur rúmum 1600 krónum. Einnig er hægt að greiða 129 evrur fyrir árið eða rúmar sextán þúsund krónur. Með grunnáskriftinni er hægt að streyma efni á tveimur tækjum samtímis í fullri háskerpu og niðurhala efni þrjátíu sinnum. Premium áskriftin kostar 18,99 evrur á mánuði eða 189 evrur á ári, eða rúmar 2300 krónur fyrir mánuðinn og 23.000 krónur fyrir árið. Með henni er hægt að streyma á fjórum tækjum í 4KUHD og niðurhala efni hundrað sinnum. Valfrjáls viðbót af íþróttaefni verður fáanleg fyrir fimm evrur á mánuði eða sjöhundruð krónur sem veitir aðgang að alþjóðlegu íþróttaefni. Bíó og sjónvarp Streymisveitur Fjölmiðlar Mest lesið Sýn gefur út afkomuviðvörun Viðskipti innlent Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Viðskipti innlent Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Viðskipti erlent Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Neytendur Fleiri fréttir Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Sjá meira
Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að aðdáendur á Íslandi geti núna nálgast mikið úrval afþreyingar frá HBO, Warner Bros. Pictures, DC Studios, Max Originals auk mikils annars áhugaverðs efnis. Streymisveitan átti fyrst að fara í loftið á Íslandi fyrir þremur árum en var frestað eftir samruna Warner Bros og Discovery. Í síðasta mánuði var svo tilkynnt að veitan yrði aðgengileg í júlí. Segir í tilkynningunni að þar sé á ferðinni efni á borð við kvikmyndirnar Sinners og A Minecraft Movie en einnig sívinsælt efni eins og Harry Potter, Fantastic Beasts kvikmyndirnar og Beetlejuice Beetlejuice sem dæmi. Þá eru taldar upp sjónvarpsþáttaseríur á borð við The Last of Us, The White Lotus, Euphoria, House of the Dragon, Succession, The Penguin, And Just Like That..., His Dark Materials, Peacemaker, Rick and Morty og fleiri. Kemur fram í tilkynningunni að streymisveitunni fylgi einnig íþróttaefni Eurosport. Þar sé hægt að fylgjast með öllum hasarnum í Tour de France þar sem keppninni líkur ekki fyrr en 27. júlí en einnig hjólakeppni kvenna, Tour de France Femmes, og hjólakeppninni La Vuelta a España, tenniskeppninni US Open tennis grand slam fram í ágúst. Íþróttaunnendur geta einnig fylgst með PGA Tour golfmótinu, Formula E keppnistímabilinu auk stærri vetraríþróttaviðburða síðar á árinu. Boðið er upp á tvær áskriftarleiðir, grunnáskrift og Premium áskrift. Grunnáskriftin kostar 12,99 evrur á mánuði, eða því sem nemur rúmum 1600 krónum. Einnig er hægt að greiða 129 evrur fyrir árið eða rúmar sextán þúsund krónur. Með grunnáskriftinni er hægt að streyma efni á tveimur tækjum samtímis í fullri háskerpu og niðurhala efni þrjátíu sinnum. Premium áskriftin kostar 18,99 evrur á mánuði eða 189 evrur á ári, eða rúmar 2300 krónur fyrir mánuðinn og 23.000 krónur fyrir árið. Með henni er hægt að streyma á fjórum tækjum í 4KUHD og niðurhala efni hundrað sinnum. Valfrjáls viðbót af íþróttaefni verður fáanleg fyrir fimm evrur á mánuði eða sjöhundruð krónur sem veitir aðgang að alþjóðlegu íþróttaefni.
Bíó og sjónvarp Streymisveitur Fjölmiðlar Mest lesið Sýn gefur út afkomuviðvörun Viðskipti innlent Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Viðskipti innlent Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Viðskipti erlent Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Neytendur Fleiri fréttir Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Sjá meira
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur