Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 22. júlí 2025 07:01 Formaður Strandveiðifélags Íslands, Kjartan Páll Sveinsson, sagði í grein á Vísi í gær að eina sök ríkisstjórnarflokkanna á því að ekki tókst að afgreiða frumvarp Hönnu Katrínar Friðriksson, atvinnuvegaráðherra og þingmanns Viðreisnar, um 48 daga strandveiðar fyrir þinglok hefði verið klaufaskapur og reynsluleysi sem þó væri engin dauðasynd eins og hann orðaði það. Hins vegar kaus hann að saka stjórnarandstöðuna um einbeittan brotavilja og svik í þeim efnum. Hvernig hægt er að saka stjórnarandstöðuna um svik vegna stjórnarfrumvarps sem snerist um það að efna kosningaloforð eins af stjórnarflokkunum er auðvitað illskiljanlegt svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Vitanlega er það ekki á ábyrgð annarra en þeirra sem standa að frumvarpinu að koma því í gegn, stjórnarmeirihlutans. Þessum sem að sögn formannsins eru aðeins sekir um klaufaskap og reynsluleysi. Hins vegar var augljóslega alls engin áherzla á það af hálfu þeirra. Frumvarpið var fyrir það fyrsta ekki lagt fram af Hönnu Katrínu fyrr en 28. maí, tæpum mánuði eftir að strandveiðitímabilið hófst, tveimur mánuðum eftir að skilafrestur þingmála rann út, tæpum fjórum mánuðum eftir að þing kom saman og tveimur vikum fyrir áætluð þinglok. Frumvarpið var tekið til fyrstu umræðu 3. júní og lauk henni strax daginn eftir. Önnur umræða um málið fór hins vegar ekki fram fyrr en 4. júlí, rúmum mánuði síðar. Klaufaskapur og reynsluleysi? Málið hafði einungis verið rætt í um fimm klukkustundir á einum þingfundi í annarri umræðu þegar það var tekið af dagskrá af stjórnarmeirihlutanum eftir að Hanna Katrín hafði sakað stjórnarandstöðuflokkana um málþóf sem þeir gerðu athugsemd við undir liðnum fundarstjórn forseta. Eftir það fór málið ekki aftur á dagskrá en vert er að árétta að stjórnarmeirihlutinn hefur dagskrárvaldið og ræður hvaða mál eru tekin til umræðu og hvenær. Ekki stjórnarandstaðan. Deginum ljósara er þannig að frumvarpið var í engum forgangi hjá stjórnarmeirihlutanum. Það verður ekki skrifað á klaufaskap og reynsluleysi. Það er ekki á ábyrgð stjórnarandstöðunnar að málið hafi sáralítið verið rætt í þinginu. Hún fer enda ekki með dagskrárvaldið. Það er heldur ekki stjórnarandstöðunnar að uppfylla kosningaloforð stjórnarflokkanna og ansi vel í lagt að saka hana um að svíkja loforð sem hún aldrei gaf. Á því ber stjórnarmeirihlutinn auðvitað einn ábyrgð. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Strandveiðar Mest lesið Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Sjá meira
Formaður Strandveiðifélags Íslands, Kjartan Páll Sveinsson, sagði í grein á Vísi í gær að eina sök ríkisstjórnarflokkanna á því að ekki tókst að afgreiða frumvarp Hönnu Katrínar Friðriksson, atvinnuvegaráðherra og þingmanns Viðreisnar, um 48 daga strandveiðar fyrir þinglok hefði verið klaufaskapur og reynsluleysi sem þó væri engin dauðasynd eins og hann orðaði það. Hins vegar kaus hann að saka stjórnarandstöðuna um einbeittan brotavilja og svik í þeim efnum. Hvernig hægt er að saka stjórnarandstöðuna um svik vegna stjórnarfrumvarps sem snerist um það að efna kosningaloforð eins af stjórnarflokkunum er auðvitað illskiljanlegt svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Vitanlega er það ekki á ábyrgð annarra en þeirra sem standa að frumvarpinu að koma því í gegn, stjórnarmeirihlutans. Þessum sem að sögn formannsins eru aðeins sekir um klaufaskap og reynsluleysi. Hins vegar var augljóslega alls engin áherzla á það af hálfu þeirra. Frumvarpið var fyrir það fyrsta ekki lagt fram af Hönnu Katrínu fyrr en 28. maí, tæpum mánuði eftir að strandveiðitímabilið hófst, tveimur mánuðum eftir að skilafrestur þingmála rann út, tæpum fjórum mánuðum eftir að þing kom saman og tveimur vikum fyrir áætluð þinglok. Frumvarpið var tekið til fyrstu umræðu 3. júní og lauk henni strax daginn eftir. Önnur umræða um málið fór hins vegar ekki fram fyrr en 4. júlí, rúmum mánuði síðar. Klaufaskapur og reynsluleysi? Málið hafði einungis verið rætt í um fimm klukkustundir á einum þingfundi í annarri umræðu þegar það var tekið af dagskrá af stjórnarmeirihlutanum eftir að Hanna Katrín hafði sakað stjórnarandstöðuflokkana um málþóf sem þeir gerðu athugsemd við undir liðnum fundarstjórn forseta. Eftir það fór málið ekki aftur á dagskrá en vert er að árétta að stjórnarmeirihlutinn hefur dagskrárvaldið og ræður hvaða mál eru tekin til umræðu og hvenær. Ekki stjórnarandstaðan. Deginum ljósara er þannig að frumvarpið var í engum forgangi hjá stjórnarmeirihlutanum. Það verður ekki skrifað á klaufaskap og reynsluleysi. Það er ekki á ábyrgð stjórnarandstöðunnar að málið hafi sáralítið verið rætt í þinginu. Hún fer enda ekki með dagskrárvaldið. Það er heldur ekki stjórnarandstöðunnar að uppfylla kosningaloforð stjórnarflokkanna og ansi vel í lagt að saka hana um að svíkja loforð sem hún aldrei gaf. Á því ber stjórnarmeirihlutinn auðvitað einn ábyrgð. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar