Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson og Árni Baldursson skrifa 19. júlí 2025 11:30 Á þriðjudaginn í þessari viku runnu upp þau tímamót að engin laxveiðinet voru lögð í Ölfusá. Var þetta að öllum líkindum fyrsti dagurinn frá 1878 sem laxinn gat gengið upp þessa vatnsmestu á landsins á leið til hrygningastöðva sinna í bergvatnsánum ofar á vatnasvæði Ölfusár og Hvítár: meðal annars í Soginu og Stóru Laxá, án þess að eiga á hættu að vera veiddur í net eða veiðigildrur. Þetta var mikill gleðidagur og mikilvægur áfangasigur í baráttu fyrir vernd umhverfis og lífríkis víðfeðmustu heimkynna Norður-Atlantshafslaxins á Íslandi. Umgengni mannsins við óðul villta laxins á þessum slóðum hefur verið hræðileg allt of lengi. Þegar netaveiðin stóð hæst upp úr 1970 veiddust samkvæmt áreiðanlegum heimildum um 20.000 laxar á ári á þessu mikla vatnasvæði. Veiðin nú er aðeins brot af því. Virkjanir og grimmar netaveiðar áður fyrr hafa leikið villta laxinn okkar grátt. Full ástæða er að þakka þeim fjölmörgu framsýnu netabændum við Ölfusá og Hvítá sem sömdu árið 2020, í þágu villta laxins, að leggja af netaveiðar gegn föstum árlegum greiðslum. Með þeim samningum, sem flestir, en þó ekki allir netabændur skrifuðu undir, voru tekin á land net sem í áratugi fönguðu bróðurpartinn af öllum laxi sem hefði annars gengið til hrygningar á vatnasvæði Hvítár og Ölfusár. Nú er veitt á flugustöng á þessum fyrrum netaveiðisvæðum og öllum laxi sleppt. Loksins hyllir í að síðustu netin fari varanlega á land. DDT og steinolíu hellt í Sogið Laxinn hefur átt sín heimkynni í vatnasvæði Ölfusár, Sogsins og Hvítár í um tíu þúsund ár en hernaðurinn gegn umhverfi hans hófst á síðustu öld með virkjanaframkvæmdum þar sem ekkert tillit var tekið til lífríkisins. Lax- og silungsveiði hrundi í Soginu þegar Ljósafossstöð var tekin í notkun 1937 og áfram var herjað á hrygningarstöðvar laxins með byggingu Írafossstöðvar og Steingrímsstöðvar neðar í Soginu á næstu rúmum tuttugu árum. Aðfarirnar við þessar framkvæmdir fóru fram með algjörri fyrirlitningu á lífríkinu. Á byggingartíma Steingrímsstöðvar 1957 til 1958 var til dæmis brugðist við ágengni mýs á svæðinu með því að setja skordýraeitrið DDT í 85 til 95 prósent styrkleika í 200 lítra tunnur af dísilolíu og látið leka úr þeim í Sogið á klaktíma flugunnar. Olían átti að tryggja að eitrið myndi fljóta á yfirborði árinnar til að hafa sem mesta virkni. Var þessi aðgerð endurtekin nokkrum sinnum. Afleiðingarnar urðu að mýið hvarf. Enn finnast merki um þennan eiturefnahernað við Steingrímsstöð. Allt unnið undir stjórn „sérfræðinga“ Virkjanirnar eyðilögðu hrygningar- og uppeldisskilyrði urriða í Úlfljótsvatni og stórri bleikju fækkaði vegna minna fæðuframboðs þegar ráðist var gegn mýinu. Laxgeng svæði í Soginu styttust um níu prósent með tilkomu virkjananna og stórfelldar rennslistruflanir af þeirra völdum hafa skaðað lífríki þessarar mestu lindár Íslands ásamt því að lífrænt rek úr vötnunum snarminnkaði. Rennslið í Sogið hefur margsinnis farið undir það sem lofað var að yrði algjört lágmark með ömurlegum afleiðingum fyrir lífsviðurværi laxa og seiðabúskap árinnar. Allt var þetta unnið undir stjórn helstu sérfræðinga síns tíma: DDT-steinolíueitrunin, fyrirheit um lágmarksrennslið og fleira. Ágætt er að hafa þessa staðreynd bakvið eyrað nú í samhengi við fyrirheit „sérfræðinga“ Landsvirkjunar á okkar dögum sem vilja gera sem minnst úr áhrifum Hvammsvirkjunar á heimkynni laxins í Þjórsá, en hún geymir stærsta einn laxastofn Evrópu. Það var sögulegur dagur á þriðjudaginn þegar Ölfusá fékk að renna ótrufluðu af veiðigildrum. Við munum ekki hætta fyrr en öll net eru komin varanlega á land. Þetta er barátta upp á líf og dauða villta laxins. Höfundar eru stangveiðimenn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 30.08.2025 Halldór Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Skoðun Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Á þriðjudaginn í þessari viku runnu upp þau tímamót að engin laxveiðinet voru lögð í Ölfusá. Var þetta að öllum líkindum fyrsti dagurinn frá 1878 sem laxinn gat gengið upp þessa vatnsmestu á landsins á leið til hrygningastöðva sinna í bergvatnsánum ofar á vatnasvæði Ölfusár og Hvítár: meðal annars í Soginu og Stóru Laxá, án þess að eiga á hættu að vera veiddur í net eða veiðigildrur. Þetta var mikill gleðidagur og mikilvægur áfangasigur í baráttu fyrir vernd umhverfis og lífríkis víðfeðmustu heimkynna Norður-Atlantshafslaxins á Íslandi. Umgengni mannsins við óðul villta laxins á þessum slóðum hefur verið hræðileg allt of lengi. Þegar netaveiðin stóð hæst upp úr 1970 veiddust samkvæmt áreiðanlegum heimildum um 20.000 laxar á ári á þessu mikla vatnasvæði. Veiðin nú er aðeins brot af því. Virkjanir og grimmar netaveiðar áður fyrr hafa leikið villta laxinn okkar grátt. Full ástæða er að þakka þeim fjölmörgu framsýnu netabændum við Ölfusá og Hvítá sem sömdu árið 2020, í þágu villta laxins, að leggja af netaveiðar gegn föstum árlegum greiðslum. Með þeim samningum, sem flestir, en þó ekki allir netabændur skrifuðu undir, voru tekin á land net sem í áratugi fönguðu bróðurpartinn af öllum laxi sem hefði annars gengið til hrygningar á vatnasvæði Hvítár og Ölfusár. Nú er veitt á flugustöng á þessum fyrrum netaveiðisvæðum og öllum laxi sleppt. Loksins hyllir í að síðustu netin fari varanlega á land. DDT og steinolíu hellt í Sogið Laxinn hefur átt sín heimkynni í vatnasvæði Ölfusár, Sogsins og Hvítár í um tíu þúsund ár en hernaðurinn gegn umhverfi hans hófst á síðustu öld með virkjanaframkvæmdum þar sem ekkert tillit var tekið til lífríkisins. Lax- og silungsveiði hrundi í Soginu þegar Ljósafossstöð var tekin í notkun 1937 og áfram var herjað á hrygningarstöðvar laxins með byggingu Írafossstöðvar og Steingrímsstöðvar neðar í Soginu á næstu rúmum tuttugu árum. Aðfarirnar við þessar framkvæmdir fóru fram með algjörri fyrirlitningu á lífríkinu. Á byggingartíma Steingrímsstöðvar 1957 til 1958 var til dæmis brugðist við ágengni mýs á svæðinu með því að setja skordýraeitrið DDT í 85 til 95 prósent styrkleika í 200 lítra tunnur af dísilolíu og látið leka úr þeim í Sogið á klaktíma flugunnar. Olían átti að tryggja að eitrið myndi fljóta á yfirborði árinnar til að hafa sem mesta virkni. Var þessi aðgerð endurtekin nokkrum sinnum. Afleiðingarnar urðu að mýið hvarf. Enn finnast merki um þennan eiturefnahernað við Steingrímsstöð. Allt unnið undir stjórn „sérfræðinga“ Virkjanirnar eyðilögðu hrygningar- og uppeldisskilyrði urriða í Úlfljótsvatni og stórri bleikju fækkaði vegna minna fæðuframboðs þegar ráðist var gegn mýinu. Laxgeng svæði í Soginu styttust um níu prósent með tilkomu virkjananna og stórfelldar rennslistruflanir af þeirra völdum hafa skaðað lífríki þessarar mestu lindár Íslands ásamt því að lífrænt rek úr vötnunum snarminnkaði. Rennslið í Sogið hefur margsinnis farið undir það sem lofað var að yrði algjört lágmark með ömurlegum afleiðingum fyrir lífsviðurværi laxa og seiðabúskap árinnar. Allt var þetta unnið undir stjórn helstu sérfræðinga síns tíma: DDT-steinolíueitrunin, fyrirheit um lágmarksrennslið og fleira. Ágætt er að hafa þessa staðreynd bakvið eyrað nú í samhengi við fyrirheit „sérfræðinga“ Landsvirkjunar á okkar dögum sem vilja gera sem minnst úr áhrifum Hvammsvirkjunar á heimkynni laxins í Þjórsá, en hún geymir stærsta einn laxastofn Evrópu. Það var sögulegur dagur á þriðjudaginn þegar Ölfusá fékk að renna ótrufluðu af veiðigildrum. Við munum ekki hætta fyrr en öll net eru komin varanlega á land. Þetta er barátta upp á líf og dauða villta laxins. Höfundar eru stangveiðimenn.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun