Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar 17. júlí 2025 11:01 Í valdakerfum almennt kann ómeðvituð vörn að birtast í tóni, formi og rökfærslu. Ekki endilega í inntaki umræðuefnisins – heldur í því hvernig gagnrýni er svarað. Þegar einhver stendur í pontu og bendir á skaðlegt mynstur – þá mætir hann oft ekki skilningi heldur raddfestum og málefnalegum veggjum. „Við berum ábyrgð á heildarmyndinni – ekki tilfinningalegum undirtónum einstakra mála.“ „Við verðum að forðast að reisa stefnu á tilfinningalegum sveiflum.“ „Ég skil að fólk hafi tilfinningar – en við verðum að taka mið af staðreyndum.“ „Við verðum að gæta að trúverðugleika stofnana, ekki lúta persónulegum kröfum.“ Þar ómar rómur hinnar lærðu og ómeðvituðu varnar: „Hún verst gagnrýninni, brýtur hana í málefnalega samantekt – og heldur svo áfram óbreytt.“ Réttlætingin er sameiginleg rödd – ekki bara einstaklingsbundin vörn Ómeðvitaða vörnin birtist ekki bara sem manneskja. Hún er rödd kerfisins. Hún birtist í orðræðu, í mótvægisaðgerðum, í reglugerðum, í áréttingu um jafnvægi og velsæmi. Hún segir: „Við tökum þessum sjónarmiðum alvarlega – en…“ „Við skiljum að þetta snerti marga – en við verðum að halda okkur við staðreyndir.“ „Við erum öll í þessu saman – og það skiptir máli að vera ábyrg.“ Að baki þessum röddum býr óttinn við það sem raunverulegur skilningur krefst: Viðurkenningar á áhrifum. Tilfinningalegrar ábyrgðar. Opins huga. Breytinga. Að taka ábyrgð krefst þess að við þolum óþægindi án þess að fara í vörn – við verðum þess í stað að leyfa sektarkennd, vangaveltum og spurningum að komast að – án þess að hneykslast, án hroka. Ómeðvitaða vörnin leyfir það þó ekki – því þá þyrfti hún að afhjúpast sem mannleg og ófullkomin og það má hún hvorki opinberlega né heldur ein og sér með sjálfri sér. Það sem birtist í kerfinu – og í stofunni heima Mannskepnan er gædd flokkunarhæfni og aðlögunarhæfni. Hún gerir sér einnig eigið mynstur án þess að vera mikið meðvituð um það dags daglega. Hún greinir, nefnir, aðskilur og sér mynstur í umhverfinu, í öðrum – og stundum í sjálfri sér ef hún leyfir einhverja sjálfsskoðun. Stundum breytist þessi hæfileiki í ómeðvitaða vörn, um leið og við mætum röddum sem ögra þeirri sjálfs- og heimsmynd sem okkur þykir vera sú eina rétta. Við skynjum, en stundum leyfum við okkur ekki að finna. Við sjáum, en það er auðveldara að flýja á bak við viðhorf sem við höfum tileinkað okkur og beina fingrinum að „hinum sem skilur ekkert“. Þarna fæðist ómeðvituð vörn. Hún skynjar umhverfið – en eigið landslag er stundum ókannað. Hún hefur auga fyrir mynstrum annarra. Hún bendir á kerfi, skekkjur og vald – en þegar athyglin beinist loks að henni sjálfri, breytist næmnin í réttlætingu: „Ég skil að þetta er erfitt, en við verðum að horfa á heildarmyndina og ekki festast í smáatriðum.“ „Ég vil nálgast þetta rökrétt og halda andrúmsloftinu rólegu.“ „Það gagnast engum að vera í tilfinningalegu uppnámi yfir þessu.“ Því þótt „greiningin“ virðist gagnleg – getur hún orðið að skel sem hindrar framgang og tengsl. Ómeðvituð vörn skapar tilfinningu fyrir ábyrgð og skynsemi, án þess að hún sé til staðar. Hún getur virst vera skref að skilningi – en reynist í raun veggur gegn breytingum og tengslum. Greining án ábyrgðar getur orðið að sjálfsvörn. Þegar við verjum okkar eigin rann eða „okkar“ málstað með rökum – þá losnum við undan ábyrgðinni sem særir yfirborðsmennskuna og lokar á umbreytingu og innri þroska okkar. Ekkert breytist, allt endurtekur sig – flokkunarhæfnin og aðgreiningagreindin stýra sviðinu og við aftengjumst innan vanans. Réttlæting sem sjálfsvörn Það hefur aldrei verið neinum notalegt að kúra uppi í sófa með réttlætingunni. Hún er ekki mjúkt teppi – hún er herpt vöðvaviðbragð. Hún setur líkama og hjarta í „réttláta“ varnarstöðu. Hún talar kannski rólega, skýrir allt út – en hún hleypir engu nær. Kannski vissu um eigið ágæti, en ekki sektarkennd, ekki angurværð, ekki sorg eða viðurkenningu eigin áhrifa. Réttlætingin segir: „Ég skil sjálfa mig.“ – og það er nóg. Í orðum hennar felst hins vegar: „Ég ætla ekki að horfa lengra. Ég held mig við skoðanir sem ég þekki og samþykktar eru í mínu nærumhverfi.“ Við þetta verður til mynstur – ekki rými fyrir skilning, heldur múr sem ver sjálfsmyndina og um leið tíðarandann. Réttlæting byrjar oft sem eðlislægt viðbragð. Verði réttlætingin að vana – verður hún að mynstri sem stöðvar breytingu. Þar fæðist ómeðvituð vörnin: sú sem verst gagnrýni – og breytist ekki. Lokaorð Við þurfum ekki að fjandskapast við ómeðvituðu vörnina í okkur. Það er hins vegar mikilvægt að taka eftir henni og að leggja hana til hliðar er dagleg þjálfun til bættra tengsla og samfélags í heild sinni. Ómeðvituð vörnin er bergmál árhundraðanna. Mynstrið varð til þegar við þurftum skjól – í stríði, í þöggun, í skömminni. Framtíðin krefst þess að við leyfum okkur að vera það sem við erum. Það er auðvelt að sjá og greina mynstur í öðrum og í kerfum. En umbreytingin byrjar þegar við leyfum okkur að horfa á hvernig eigin þátttaka speglar þessi sömu mynstur – þau sem við vonumst til að breytist. Réttlætingin, þessi herpti vöðvi, verndar ekki lengur – hún hindrar framgang. Ef við viljum breyta mynstrum – ekki bara greina þau – þurfum við að leggja frá okkur vörnina og ganga inn í meðvitað og einlægt samband við okkur sjálf, aðra og samfélagið í heild sinni. Höfundur er heildrænn ráðgjafi og mastersnemi í heildrænum læknavísindum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Í valdakerfum almennt kann ómeðvituð vörn að birtast í tóni, formi og rökfærslu. Ekki endilega í inntaki umræðuefnisins – heldur í því hvernig gagnrýni er svarað. Þegar einhver stendur í pontu og bendir á skaðlegt mynstur – þá mætir hann oft ekki skilningi heldur raddfestum og málefnalegum veggjum. „Við berum ábyrgð á heildarmyndinni – ekki tilfinningalegum undirtónum einstakra mála.“ „Við verðum að forðast að reisa stefnu á tilfinningalegum sveiflum.“ „Ég skil að fólk hafi tilfinningar – en við verðum að taka mið af staðreyndum.“ „Við verðum að gæta að trúverðugleika stofnana, ekki lúta persónulegum kröfum.“ Þar ómar rómur hinnar lærðu og ómeðvituðu varnar: „Hún verst gagnrýninni, brýtur hana í málefnalega samantekt – og heldur svo áfram óbreytt.“ Réttlætingin er sameiginleg rödd – ekki bara einstaklingsbundin vörn Ómeðvitaða vörnin birtist ekki bara sem manneskja. Hún er rödd kerfisins. Hún birtist í orðræðu, í mótvægisaðgerðum, í reglugerðum, í áréttingu um jafnvægi og velsæmi. Hún segir: „Við tökum þessum sjónarmiðum alvarlega – en…“ „Við skiljum að þetta snerti marga – en við verðum að halda okkur við staðreyndir.“ „Við erum öll í þessu saman – og það skiptir máli að vera ábyrg.“ Að baki þessum röddum býr óttinn við það sem raunverulegur skilningur krefst: Viðurkenningar á áhrifum. Tilfinningalegrar ábyrgðar. Opins huga. Breytinga. Að taka ábyrgð krefst þess að við þolum óþægindi án þess að fara í vörn – við verðum þess í stað að leyfa sektarkennd, vangaveltum og spurningum að komast að – án þess að hneykslast, án hroka. Ómeðvitaða vörnin leyfir það þó ekki – því þá þyrfti hún að afhjúpast sem mannleg og ófullkomin og það má hún hvorki opinberlega né heldur ein og sér með sjálfri sér. Það sem birtist í kerfinu – og í stofunni heima Mannskepnan er gædd flokkunarhæfni og aðlögunarhæfni. Hún gerir sér einnig eigið mynstur án þess að vera mikið meðvituð um það dags daglega. Hún greinir, nefnir, aðskilur og sér mynstur í umhverfinu, í öðrum – og stundum í sjálfri sér ef hún leyfir einhverja sjálfsskoðun. Stundum breytist þessi hæfileiki í ómeðvitaða vörn, um leið og við mætum röddum sem ögra þeirri sjálfs- og heimsmynd sem okkur þykir vera sú eina rétta. Við skynjum, en stundum leyfum við okkur ekki að finna. Við sjáum, en það er auðveldara að flýja á bak við viðhorf sem við höfum tileinkað okkur og beina fingrinum að „hinum sem skilur ekkert“. Þarna fæðist ómeðvituð vörn. Hún skynjar umhverfið – en eigið landslag er stundum ókannað. Hún hefur auga fyrir mynstrum annarra. Hún bendir á kerfi, skekkjur og vald – en þegar athyglin beinist loks að henni sjálfri, breytist næmnin í réttlætingu: „Ég skil að þetta er erfitt, en við verðum að horfa á heildarmyndina og ekki festast í smáatriðum.“ „Ég vil nálgast þetta rökrétt og halda andrúmsloftinu rólegu.“ „Það gagnast engum að vera í tilfinningalegu uppnámi yfir þessu.“ Því þótt „greiningin“ virðist gagnleg – getur hún orðið að skel sem hindrar framgang og tengsl. Ómeðvituð vörn skapar tilfinningu fyrir ábyrgð og skynsemi, án þess að hún sé til staðar. Hún getur virst vera skref að skilningi – en reynist í raun veggur gegn breytingum og tengslum. Greining án ábyrgðar getur orðið að sjálfsvörn. Þegar við verjum okkar eigin rann eða „okkar“ málstað með rökum – þá losnum við undan ábyrgðinni sem særir yfirborðsmennskuna og lokar á umbreytingu og innri þroska okkar. Ekkert breytist, allt endurtekur sig – flokkunarhæfnin og aðgreiningagreindin stýra sviðinu og við aftengjumst innan vanans. Réttlæting sem sjálfsvörn Það hefur aldrei verið neinum notalegt að kúra uppi í sófa með réttlætingunni. Hún er ekki mjúkt teppi – hún er herpt vöðvaviðbragð. Hún setur líkama og hjarta í „réttláta“ varnarstöðu. Hún talar kannski rólega, skýrir allt út – en hún hleypir engu nær. Kannski vissu um eigið ágæti, en ekki sektarkennd, ekki angurværð, ekki sorg eða viðurkenningu eigin áhrifa. Réttlætingin segir: „Ég skil sjálfa mig.“ – og það er nóg. Í orðum hennar felst hins vegar: „Ég ætla ekki að horfa lengra. Ég held mig við skoðanir sem ég þekki og samþykktar eru í mínu nærumhverfi.“ Við þetta verður til mynstur – ekki rými fyrir skilning, heldur múr sem ver sjálfsmyndina og um leið tíðarandann. Réttlæting byrjar oft sem eðlislægt viðbragð. Verði réttlætingin að vana – verður hún að mynstri sem stöðvar breytingu. Þar fæðist ómeðvituð vörnin: sú sem verst gagnrýni – og breytist ekki. Lokaorð Við þurfum ekki að fjandskapast við ómeðvituðu vörnina í okkur. Það er hins vegar mikilvægt að taka eftir henni og að leggja hana til hliðar er dagleg þjálfun til bættra tengsla og samfélags í heild sinni. Ómeðvituð vörnin er bergmál árhundraðanna. Mynstrið varð til þegar við þurftum skjól – í stríði, í þöggun, í skömminni. Framtíðin krefst þess að við leyfum okkur að vera það sem við erum. Það er auðvelt að sjá og greina mynstur í öðrum og í kerfum. En umbreytingin byrjar þegar við leyfum okkur að horfa á hvernig eigin þátttaka speglar þessi sömu mynstur – þau sem við vonumst til að breytist. Réttlætingin, þessi herpti vöðvi, verndar ekki lengur – hún hindrar framgang. Ef við viljum breyta mynstrum – ekki bara greina þau – þurfum við að leggja frá okkur vörnina og ganga inn í meðvitað og einlægt samband við okkur sjálf, aðra og samfélagið í heild sinni. Höfundur er heildrænn ráðgjafi og mastersnemi í heildrænum læknavísindum.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun