Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Kjartan Kjartansson skrifar 1. júlí 2025 13:38 Þáverandi ríkisstjórn felldi niður ívilnanir til rafbílakaupa um áramótin 2023 til 2024. Nýskráningum þeirra fækkaði töluvert á milli ára í fyrra og hefur salan enn ekki náð fyrri hæðum. Vísir/Vilhelm Nýskráning rafbíla jókst á fyrri helmingi þessa árs eftir mikinn samdrátt vegna niðurfellingar ívilnana í fyrra. Hlutdeild þeirra í nýskráningum er engu að síður ennþá minni en hún var þegar hún var mest árið 2023. Fjölgun rafmagnsbíla er stór hluti af af þeirri tæplega fjórðungs aukningu í nýskráningum fólksbíla sem varð á fyrstu sex mánuðum ársins borið saman við sama tímabil í fyrra. Rafbílarnir voru 2.283 á fyrri helmingi ársins, 140 prósent fleiri en á sama tíma í fyrra. Hlutdeild rafbíla í nýskráningum á tímabilinu var 29 prósent. Þannig hafa þeir enn ekki borið barr sitt eftir að fyrri ríkisstjórn ákvað að fella niður ívilnanir til rafbílakaupa um áramótin 2023-24 og taka þess í stað upp beina styrki. Fyrir breytingarnar var hlutdeild rafbíla í nýskráningum 38 prósent á fyrri helmingi 2023. Nýskráðir bílar eftir orkugjöfum á fyrri helmingi árs frá 2019 til 2025.Bílgreinasamband Íslands Bensín- og dísilbílar eru enn á hægri útleið. Hlutdeild þeirra nam samtals 24 prósentum í nýskráningum á fyrri helmingi ársins. Tvinnbílar voru með fjórðungshlutdeild og tengiltvinnbílar 22 prósent. Bílaleigur halda aftur af orkuskiptunum Þegar aðeins er litið til nýskráninga einstaklinga á bílum ganga orkuskiptin í samgöngum töluvert hraðar. Þeim fjölgaði um 52,5 prósent á fyrstu sex mánuðum ársins og sextíu prósent voru rafbílar. Markaðshlutdeild rafmagns- og tengitvinnbíla nam meira en áttatíu prósentum af nýskráningunum. Hlutfall orkugjafa nýskráðra bíl einstaklinga á fyrri helmingi áranna 2019 til 2025.Bílgreinasamband Íslands Fyrirtæki önnur en bílaleigur nýskráðu einnig aðallega rafbíla, alls 57 prósent. Rúmur fimmtungur fyrirtækjabílanna var tengiltvinnbílar. Bílaleigur skráðu sextíu prósent allra nýskráðra bíla á fyrri helmingi ársins. Þeir skráðu aðallega tvinnbíla en þar á eftir komu tengiltvinnbílar og dísilbílar. Aðeins 7,5 prósent bílanna sem bílaleigur nýskráðu voru hreinir rafbílar, alls 348 stykki. Vistvænir bílar Bílar Jarðefnaeldsneyti Skattar og tollar Orkuskipti Mest lesið Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sjá meira
Fjölgun rafmagnsbíla er stór hluti af af þeirri tæplega fjórðungs aukningu í nýskráningum fólksbíla sem varð á fyrstu sex mánuðum ársins borið saman við sama tímabil í fyrra. Rafbílarnir voru 2.283 á fyrri helmingi ársins, 140 prósent fleiri en á sama tíma í fyrra. Hlutdeild rafbíla í nýskráningum á tímabilinu var 29 prósent. Þannig hafa þeir enn ekki borið barr sitt eftir að fyrri ríkisstjórn ákvað að fella niður ívilnanir til rafbílakaupa um áramótin 2023-24 og taka þess í stað upp beina styrki. Fyrir breytingarnar var hlutdeild rafbíla í nýskráningum 38 prósent á fyrri helmingi 2023. Nýskráðir bílar eftir orkugjöfum á fyrri helmingi árs frá 2019 til 2025.Bílgreinasamband Íslands Bensín- og dísilbílar eru enn á hægri útleið. Hlutdeild þeirra nam samtals 24 prósentum í nýskráningum á fyrri helmingi ársins. Tvinnbílar voru með fjórðungshlutdeild og tengiltvinnbílar 22 prósent. Bílaleigur halda aftur af orkuskiptunum Þegar aðeins er litið til nýskráninga einstaklinga á bílum ganga orkuskiptin í samgöngum töluvert hraðar. Þeim fjölgaði um 52,5 prósent á fyrstu sex mánuðum ársins og sextíu prósent voru rafbílar. Markaðshlutdeild rafmagns- og tengitvinnbíla nam meira en áttatíu prósentum af nýskráningunum. Hlutfall orkugjafa nýskráðra bíl einstaklinga á fyrri helmingi áranna 2019 til 2025.Bílgreinasamband Íslands Fyrirtæki önnur en bílaleigur nýskráðu einnig aðallega rafbíla, alls 57 prósent. Rúmur fimmtungur fyrirtækjabílanna var tengiltvinnbílar. Bílaleigur skráðu sextíu prósent allra nýskráðra bíla á fyrri helmingi ársins. Þeir skráðu aðallega tvinnbíla en þar á eftir komu tengiltvinnbílar og dísilbílar. Aðeins 7,5 prósent bílanna sem bílaleigur nýskráðu voru hreinir rafbílar, alls 348 stykki.
Vistvænir bílar Bílar Jarðefnaeldsneyti Skattar og tollar Orkuskipti Mest lesið Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sjá meira
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent