Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar 30. júní 2025 09:00 Það snarkaði í heitum kolunum undir hvissandi hrossalundinni sem mér hafði áskotnast þrátt fyrir auknar vinsældir og dýrtíð. á þeirri stundu varð mér hugsað til orða Þorgeirs Ljósvetningagoða í snilldar ræðu sinni á Alþingi árið 1000 ".. og við munum áfram borða hrossakjöt.." Í nýlegri grein um leiðsögn og leiðsögunám sem aðjúnkt við HÍ og faglegur umsjónarmaður leiðsögunáms hjá Endurmenntun HÍ, Guðmundur Björnsson sendi inn í skoðanadálk á Vísi.is fer hann mikinn í andúð sinni á erlendum leiðsögumönnum og vænir þá alla um fáfræði og fagleysi. Mér þótti þessi grein með ólíkindum og stór furðuleg frá þeim sem á að teljast einna fremstur í fagmennsku og vönduðum vinnubrögðum innan ferðaþjónustu. Hún sýndi andúð á útlendingum en einnig alvarlega vankunnáttu um íslenskt samfélag ofan á hroka í garð þeirra erlendu leiðsögumanna sem valið hafa að starfa hér á Íslandi og bjargað okkur frá mönnunarvanda innan greinarinnnar. Fúsk ofurfræðinganna Guðmundur tekur fyrir í grein sinni sögu af erlendum leiðsögumanni sem varð það á að spyrja Íslenskan sprenglærðan leiðsögumann eðlilegrar og góðrar spurningar um hrossakjötsát Íslendinga. í stað þess að svara af heiðarleika og gera það sem okkur leiðsögumönnum ber, að leita sannleika í hverju máli og fræða sem best, var gripið til hneykslunnar og Guðmundur notar þetta sem dæmi um fúskara innan leiðsagnar. Því miður er fúskið á hans hlið. Guðmundur og hinn sprenglærði hefðu þannig í stað þess að ljúga til um þá fegruðu sögu að við nýtum hesta einvörðungu til gamans, getað sagt viðkomandi leiðsögumanni söguna af Þorgeiri Ljósvettningagoða og þannig slegið tvær flugur í einu höggi og frætt hann um kristnitökuna í leiðinni. Þeir ofurfræðingar hefðu líka getað sagt viðkomandi erlendum fáfærðingi að vegna íhlutunar kirkjunar sem taldi hrossakjötsát tengd helgum siðum og blóti þá vildi kirkjan leggja af slíkt át og banna það. Þeir félagar hefðu líka getað leitað sér upplýsinga rétt eins og alvöru akademikar gera og fengið þær upplýsingar að árið 2024 fluttu Íslendingar út 330 tonn af hrossakjöti, en það er töluvert minna en flutt var út fyrir Covid. Þeir hefðu líka getað fjallað um þann siðfræðilega hluta að vegna blóðmerahalds er aukið magn af folaldakjöti á boðstólum þar sem folöldin eru ekki hugsuð til faglegrar ræktunar á eðalhrossum. Allt þetta hefði verið hægt að upplýsa hinn fúskandi leiðsögumann um þegar hann gerðist svo djarfur að spyrja einfaldrar spurningar en í stað þess drógu menn fram hroka og hleypidóma og ég vil segja andúð á þeim útlendingum sem okkur sárvantar til starfa og við viljum að séu sem fróðastir. Fúsk eða fagmennska Ég sem fúskari innan leiðsagnar hafði jafnvel hugsað mér að taka mig nú til, sjálfum mér til skemmtunar, og ljúka því námi sem ég hóf í EHÍ 2008. Þegar ég hinsvegar sé svona grein frá aðjúnkt við EHÍ þá er ég aldeilis óviss um að ég vilji klára námið þar enda er ég gjarn á að spyrja um það sem ég ekki veit og hef fyrir reglu sem ég segi gestum mínum, að engin spurning er heimsk spurning því ef maður ekki spyr þá lærir maður ekkert. Ég mun því að minnsta kosti í bili halda mig við það að fúskast við að svara þeim spurningum sem ég get, horfa opnum augum á alla einstaklinga, njóta þess að vinna með þeim margfróðu erlendu leiðsögumönnum sem ég hef lært ýmislegt af og safna áfram fimm stjörnu ummsögnum frá ferðamönnum með þá þekkingu sem ég hef viðað að mér sjálfur. Það er von mín að framtíð menntunar og endurmenntunar í leiðsögn verði í höndum víðsýnni manna en þeirra sem nú virðast fremstir í flokki náms og fara stórum í kröfu um lögverndun starfsheitisins. Það er þörf á fagmennsku jafnt sem fjölbreyttni en henni verður ekki náð fram með hroka og hleypidómum. Höfundur er leiðsögufúskari og ljósmyndari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðaþjónusta Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Það snarkaði í heitum kolunum undir hvissandi hrossalundinni sem mér hafði áskotnast þrátt fyrir auknar vinsældir og dýrtíð. á þeirri stundu varð mér hugsað til orða Þorgeirs Ljósvetningagoða í snilldar ræðu sinni á Alþingi árið 1000 ".. og við munum áfram borða hrossakjöt.." Í nýlegri grein um leiðsögn og leiðsögunám sem aðjúnkt við HÍ og faglegur umsjónarmaður leiðsögunáms hjá Endurmenntun HÍ, Guðmundur Björnsson sendi inn í skoðanadálk á Vísi.is fer hann mikinn í andúð sinni á erlendum leiðsögumönnum og vænir þá alla um fáfræði og fagleysi. Mér þótti þessi grein með ólíkindum og stór furðuleg frá þeim sem á að teljast einna fremstur í fagmennsku og vönduðum vinnubrögðum innan ferðaþjónustu. Hún sýndi andúð á útlendingum en einnig alvarlega vankunnáttu um íslenskt samfélag ofan á hroka í garð þeirra erlendu leiðsögumanna sem valið hafa að starfa hér á Íslandi og bjargað okkur frá mönnunarvanda innan greinarinnnar. Fúsk ofurfræðinganna Guðmundur tekur fyrir í grein sinni sögu af erlendum leiðsögumanni sem varð það á að spyrja Íslenskan sprenglærðan leiðsögumann eðlilegrar og góðrar spurningar um hrossakjötsát Íslendinga. í stað þess að svara af heiðarleika og gera það sem okkur leiðsögumönnum ber, að leita sannleika í hverju máli og fræða sem best, var gripið til hneykslunnar og Guðmundur notar þetta sem dæmi um fúskara innan leiðsagnar. Því miður er fúskið á hans hlið. Guðmundur og hinn sprenglærði hefðu þannig í stað þess að ljúga til um þá fegruðu sögu að við nýtum hesta einvörðungu til gamans, getað sagt viðkomandi leiðsögumanni söguna af Þorgeiri Ljósvettningagoða og þannig slegið tvær flugur í einu höggi og frætt hann um kristnitökuna í leiðinni. Þeir ofurfræðingar hefðu líka getað sagt viðkomandi erlendum fáfærðingi að vegna íhlutunar kirkjunar sem taldi hrossakjötsát tengd helgum siðum og blóti þá vildi kirkjan leggja af slíkt át og banna það. Þeir félagar hefðu líka getað leitað sér upplýsinga rétt eins og alvöru akademikar gera og fengið þær upplýsingar að árið 2024 fluttu Íslendingar út 330 tonn af hrossakjöti, en það er töluvert minna en flutt var út fyrir Covid. Þeir hefðu líka getað fjallað um þann siðfræðilega hluta að vegna blóðmerahalds er aukið magn af folaldakjöti á boðstólum þar sem folöldin eru ekki hugsuð til faglegrar ræktunar á eðalhrossum. Allt þetta hefði verið hægt að upplýsa hinn fúskandi leiðsögumann um þegar hann gerðist svo djarfur að spyrja einfaldrar spurningar en í stað þess drógu menn fram hroka og hleypidóma og ég vil segja andúð á þeim útlendingum sem okkur sárvantar til starfa og við viljum að séu sem fróðastir. Fúsk eða fagmennska Ég sem fúskari innan leiðsagnar hafði jafnvel hugsað mér að taka mig nú til, sjálfum mér til skemmtunar, og ljúka því námi sem ég hóf í EHÍ 2008. Þegar ég hinsvegar sé svona grein frá aðjúnkt við EHÍ þá er ég aldeilis óviss um að ég vilji klára námið þar enda er ég gjarn á að spyrja um það sem ég ekki veit og hef fyrir reglu sem ég segi gestum mínum, að engin spurning er heimsk spurning því ef maður ekki spyr þá lærir maður ekkert. Ég mun því að minnsta kosti í bili halda mig við það að fúskast við að svara þeim spurningum sem ég get, horfa opnum augum á alla einstaklinga, njóta þess að vinna með þeim margfróðu erlendu leiðsögumönnum sem ég hef lært ýmislegt af og safna áfram fimm stjörnu ummsögnum frá ferðamönnum með þá þekkingu sem ég hef viðað að mér sjálfur. Það er von mín að framtíð menntunar og endurmenntunar í leiðsögn verði í höndum víðsýnni manna en þeirra sem nú virðast fremstir í flokki náms og fara stórum í kröfu um lögverndun starfsheitisins. Það er þörf á fagmennsku jafnt sem fjölbreyttni en henni verður ekki náð fram með hroka og hleypidómum. Höfundur er leiðsögufúskari og ljósmyndari.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun