Staða þorpshálfvita er laus til umsóknar Jón Daníelsson skrifar 25. júní 2025 08:32 Árlega hvarflar það að mér þegar kemur fram í júnímánuð að þessi fyrirsögn væri hentug yfirskrift, þegar verið er að auglýsa kosningar til Alþingis. Og ég held reyndar ekki að sú hugdetta þarfnist nánari skýringa. Á Alþingi hefur skapast sú hefð að stjórnarandstaðan misnoti það frelsi, sem felst í því að takmarka ekki umræðutíma með lögum. Þingmenn minnihlutans halda áfram að láta móðan mása þangað til þingmeirihlutinn neyðist til að semja um það, hvaða mál hann fái náðarsamlegast að afgreiða. Þetta segir þó ekki nema hálfa söguna, því þegar samningar hafa náðst eru ekki einungis afgreidd þau mál sem rædd hafa verið vikum saman eftir að öll vitræn með- og mótrök voru komin fram, heldur líka fjöldi annarra mála sem þingmenn hafa látið vera að ræða til enda, eins og þeim ber þó að gera. Þorsteinn Víglundsson fyrrum þingmaður og ráðherra Viðreisnar lýsti þessu ágætlega í Silfrinu sl. mánudag. Hann sagði: „… þegar sátt næst um þinglok, þá skyndilega þarf ekki að tala um neitt og þingmenn hafa ekki undan að greiða atkvæði. … Ég man bara eftir því sjálfur að maður átti í vandræðum með að fylgjast með hvaða mál væri verið að greiða atkvæði um þá stundina og hvað þá að maður hefði einhverja hugmynd um hvaða breytingum það hefði tekið í nefnd því það náðist ekkert að ræða það í þingsal.“ Þetta er auðvitað skrípaleikur. Og skýrir kannski hvers vegna furðu stór hluti þeirra mála, sem þingið afgreiðir, eru nauðsynlegar endurbætur mála sem áður höfðu verið afgreidd í þeim flumbrugangi sem Þorsteinn lýsir. Hanaslagurinn virðist óvenju harðskeyttur í ár. Ég minnist þess ekki að hafa heyrt jafn grimmilegt málþófsloforð og í síðustu viku, þegar Jens Garðar Helgason steig pontu Alþingis og sagði þetta: „Það er heilög skylda okkar að standa gegn svona dellumálum og öllum þessum vinstrimálum, sem eru árásir á ellilífeyrisþega, atvinnulífið í landinu og alla þá sem er verið að reyna að koma hér með í gegn. Það er heilög skylda okkar að standa gegn þessum málum og við munum gera það í allt sumar ef til þarf.“ Hann er sem sagt tilbúinn að standa í ræðustólnum í allt sumar til að koma í veg fyrir að meirihlutinn ráði. Til að koma í veg fyrir að lýðræðið virki! – Og í umboði Guðs almáttugs auðvitað. Er maður sem svona talar virkilega með fullu viti? En þingmenn stjórnarliðsins bera líka sína ábyrgð. Í þingskapalögum er afar skýrt ákvæði um viðbrögð forseta þingsins - og reyndar duga tilmæli níu þingmanna. Forseti getur ekki bara stöðvað umræður um þingmál og látið greiða atkvæði, heldur líka takmarkað ræðutíma hvers þingmanns eða heildarumræðutíma um tiltekið þingmál. Til þess þarf forsetinn þó auðvitað meirihlutastuðning. Þetta þýðir í praxís að meirihluti þingmanna hefur vald til að færa starfshætti þingsins af hegðunarstigi simpansa í það horf sem almennt tíðkast í nágrannaríkjunum. Sú nýja ríkisstjórn sem tók við um áramótin vill kalla sig verkstjórn og til að standa undir nafni þarf hún auðvitað að koma málum sínum gegnum þingið. Stjórnin hefur rúman þingmeirihluta og mér þykir eðlilegt að gera þá kröfu að hún standi við stóru orðin. Forseti þingsins og þingmenn meirihlutans eru ekki, og eiga ekki að líta á á sig, sem starfsfólk á vitlausraspítala. Það er kominn tími til að beita 71. grein laganna um þingsköp Alþingis. Það á hins vegar hvorki að gera af hörku né óbilgirni. Þvert á móti á meirihlutinn að sýna þá hógværð að ákvarða hverju þingmáli skynsamlegan umræðutíma, en setja engu að síður ákveðin mörk, bara svona rétt eins og almennt tíðkast í mannlegum í samskiptum. Í því felst hvorki fautaskapur né ofdramb, heldur einungis ábyrg hegðun og sanngirni. Höfundur er áhugamaður um heilbrigða skynsemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Árlega hvarflar það að mér þegar kemur fram í júnímánuð að þessi fyrirsögn væri hentug yfirskrift, þegar verið er að auglýsa kosningar til Alþingis. Og ég held reyndar ekki að sú hugdetta þarfnist nánari skýringa. Á Alþingi hefur skapast sú hefð að stjórnarandstaðan misnoti það frelsi, sem felst í því að takmarka ekki umræðutíma með lögum. Þingmenn minnihlutans halda áfram að láta móðan mása þangað til þingmeirihlutinn neyðist til að semja um það, hvaða mál hann fái náðarsamlegast að afgreiða. Þetta segir þó ekki nema hálfa söguna, því þegar samningar hafa náðst eru ekki einungis afgreidd þau mál sem rædd hafa verið vikum saman eftir að öll vitræn með- og mótrök voru komin fram, heldur líka fjöldi annarra mála sem þingmenn hafa látið vera að ræða til enda, eins og þeim ber þó að gera. Þorsteinn Víglundsson fyrrum þingmaður og ráðherra Viðreisnar lýsti þessu ágætlega í Silfrinu sl. mánudag. Hann sagði: „… þegar sátt næst um þinglok, þá skyndilega þarf ekki að tala um neitt og þingmenn hafa ekki undan að greiða atkvæði. … Ég man bara eftir því sjálfur að maður átti í vandræðum með að fylgjast með hvaða mál væri verið að greiða atkvæði um þá stundina og hvað þá að maður hefði einhverja hugmynd um hvaða breytingum það hefði tekið í nefnd því það náðist ekkert að ræða það í þingsal.“ Þetta er auðvitað skrípaleikur. Og skýrir kannski hvers vegna furðu stór hluti þeirra mála, sem þingið afgreiðir, eru nauðsynlegar endurbætur mála sem áður höfðu verið afgreidd í þeim flumbrugangi sem Þorsteinn lýsir. Hanaslagurinn virðist óvenju harðskeyttur í ár. Ég minnist þess ekki að hafa heyrt jafn grimmilegt málþófsloforð og í síðustu viku, þegar Jens Garðar Helgason steig pontu Alþingis og sagði þetta: „Það er heilög skylda okkar að standa gegn svona dellumálum og öllum þessum vinstrimálum, sem eru árásir á ellilífeyrisþega, atvinnulífið í landinu og alla þá sem er verið að reyna að koma hér með í gegn. Það er heilög skylda okkar að standa gegn þessum málum og við munum gera það í allt sumar ef til þarf.“ Hann er sem sagt tilbúinn að standa í ræðustólnum í allt sumar til að koma í veg fyrir að meirihlutinn ráði. Til að koma í veg fyrir að lýðræðið virki! – Og í umboði Guðs almáttugs auðvitað. Er maður sem svona talar virkilega með fullu viti? En þingmenn stjórnarliðsins bera líka sína ábyrgð. Í þingskapalögum er afar skýrt ákvæði um viðbrögð forseta þingsins - og reyndar duga tilmæli níu þingmanna. Forseti getur ekki bara stöðvað umræður um þingmál og látið greiða atkvæði, heldur líka takmarkað ræðutíma hvers þingmanns eða heildarumræðutíma um tiltekið þingmál. Til þess þarf forsetinn þó auðvitað meirihlutastuðning. Þetta þýðir í praxís að meirihluti þingmanna hefur vald til að færa starfshætti þingsins af hegðunarstigi simpansa í það horf sem almennt tíðkast í nágrannaríkjunum. Sú nýja ríkisstjórn sem tók við um áramótin vill kalla sig verkstjórn og til að standa undir nafni þarf hún auðvitað að koma málum sínum gegnum þingið. Stjórnin hefur rúman þingmeirihluta og mér þykir eðlilegt að gera þá kröfu að hún standi við stóru orðin. Forseti þingsins og þingmenn meirihlutans eru ekki, og eiga ekki að líta á á sig, sem starfsfólk á vitlausraspítala. Það er kominn tími til að beita 71. grein laganna um þingsköp Alþingis. Það á hins vegar hvorki að gera af hörku né óbilgirni. Þvert á móti á meirihlutinn að sýna þá hógværð að ákvarða hverju þingmáli skynsamlegan umræðutíma, en setja engu að síður ákveðin mörk, bara svona rétt eins og almennt tíðkast í mannlegum í samskiptum. Í því felst hvorki fautaskapur né ofdramb, heldur einungis ábyrg hegðun og sanngirni. Höfundur er áhugamaður um heilbrigða skynsemi.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun