Gerist þetta aftur á morgun? Ísak Hilmarsson skrifar 25. júní 2025 10:02 Ég veit þið kannski trúið því ekki en ég lenti í þessu í IKEA af öllum stöðum! Ég var þar með fjölskyldunni og alls ekki undirbúinn fyrir þetta, en það er nú yfirleitt þannig þegar þetta gerist. Þetta kemur öllum í opna skjöldu í hvert sinn. Við vorum nýbúin að setjast á veitingastaðnum, búin að koma okkur vel fyrir og tilbúin að byrja að borða. Þá gerist það algjörlega upp úr þurru! Það tók mig svona 40 sekúndur að ná tökum á aðstæðum eftir að ósköpin dundu yfir. Ég bað börnin um að sitja kyrr og sagði konunni minni að ég myndi bjarga þessu. Þau stóðu sig mjög vel í þessum aðstæðum og ég er þakklátur fyrir það. Mér tókst að græja þetta bara nokkuð snyrtilega fannst mér. Eftir að ég hafði náð tökum á aðstæðunum leit ég í kringum mig og sá dæmandi augnaráðið frá fólki úr öllum áttum. Ég sagði börnunum strax að allt væri í lagi og að þetta komi fyrir besta fólk. Einhvern veginn er þetta samt alveg ferlegt feimnismál í okkar samfélagi. Ég ætla ekki að leyna því að ég var smá tíma að ná mér alveg niður eftir atvikið. Ég get líka alveg viðurkennt að þetta er ekki í fyrsta skiptið sem þetta hefur hent mig í lífinu. Þrátt fyrir það var þetta ekkert þægilegra í IKEA fyrir framan svona mikið af fólki. Ég þekki konu sem lenti í nákvæmlega sama atviki í fermingarveislu um daginn. Það var ekkert betra fyrir hana. Fólk stóð og horfði hneykslað á og aðstoðaði ekkert, í mesta lagi var henni rétt ein servíetta. Konugreyið tilheyrði ekki nánustu ættingjum í fermingunni og átti erfitt með sig alla veisluna, auðvitað hrædd um að lenda aftur í þessu og þá með tilheyrandi meiri vandræðalegheitum og óþarfa athygli. Við hana vil ég bara segja: Þú ert ekki ein. Mörg sem horfa upp á svona atvik eru dauðfegin að þetta hafi ekki komið fyrir þau sjálf. Önnur láta eins og þetta hafi aldrei gerst áður í mannkynssögunni og hvað þá að þau hafi lent í þessu. Ég veit um mörg börn sem hafa lent í þessu og í kjölfarið fengið yfir sig holskeflu af skömmum frá foreldrum og ömmum og öfum. Í langflestum tilfellum er þetta samt algjörlega óvart. Yngsta barnið sem ég man eftir var sennilega í kringum 12 mánaða aldurinn þegar það lenti í þessu. Og það er einmitt það sem þessi pistill fjallar um. Viðbrögðin frá fólki þegar einhver hellir niður. Strangheiðarleg niðurhelling án nokkurs brotavilja. Skiptir ekki máli hvort það er kaffi, djús eða vatn. Ég hef séð fjöldann allan af fólki bregðast við niðurhellingu á alveg stórkostlega skrýtinn hátt. Öskrað á börn og þeim sagt að vanda sig betur þegar hellt er í glös. Ég hef meira að segja séð matarboð breytast eftir að gestkomandi hellti hressilega niður og það var nákvæmlega ekkert sem breyttist annað en að hálft ódýrt rauðvínsglas fór í dúkinn. Konan mín hefur hjálpað mér mikið í að bregðast við þegar einhver hellir niður. Ég er mjög þakklátur fyrir það því einu sinni var ég á þessum stað. Ég vissi ekki hvernig ég átti að bregðast við þegar börnin mín helltu niður. Ég datt í einhvern skammargír og sama hvað ég sagði við þau þá gat þetta allt eins komið fyrir aftur í næstu máltíð. Ég hvet ykkur því kæru lesendur að reyna að hemja ykkur næst þegar þig verðið vitni að því að einhver hellir niður. Eins bið ég ykkur um að vera sérstaklega tillitsöm þegar börn eiga í hlut, þau eru bara að æfa sig og reyna að bjarga sér með því að hella sjálf. Það getur alveg hjálpað til að ota servíettu að þeim sem í þessu óhappi lendir frekar en að bjóða eingöngu upp á dæmandi augnaráðið. Höfundur er þriggja barna faðir með áhuga á fólki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Sjá meira
Ég veit þið kannski trúið því ekki en ég lenti í þessu í IKEA af öllum stöðum! Ég var þar með fjölskyldunni og alls ekki undirbúinn fyrir þetta, en það er nú yfirleitt þannig þegar þetta gerist. Þetta kemur öllum í opna skjöldu í hvert sinn. Við vorum nýbúin að setjast á veitingastaðnum, búin að koma okkur vel fyrir og tilbúin að byrja að borða. Þá gerist það algjörlega upp úr þurru! Það tók mig svona 40 sekúndur að ná tökum á aðstæðum eftir að ósköpin dundu yfir. Ég bað börnin um að sitja kyrr og sagði konunni minni að ég myndi bjarga þessu. Þau stóðu sig mjög vel í þessum aðstæðum og ég er þakklátur fyrir það. Mér tókst að græja þetta bara nokkuð snyrtilega fannst mér. Eftir að ég hafði náð tökum á aðstæðunum leit ég í kringum mig og sá dæmandi augnaráðið frá fólki úr öllum áttum. Ég sagði börnunum strax að allt væri í lagi og að þetta komi fyrir besta fólk. Einhvern veginn er þetta samt alveg ferlegt feimnismál í okkar samfélagi. Ég ætla ekki að leyna því að ég var smá tíma að ná mér alveg niður eftir atvikið. Ég get líka alveg viðurkennt að þetta er ekki í fyrsta skiptið sem þetta hefur hent mig í lífinu. Þrátt fyrir það var þetta ekkert þægilegra í IKEA fyrir framan svona mikið af fólki. Ég þekki konu sem lenti í nákvæmlega sama atviki í fermingarveislu um daginn. Það var ekkert betra fyrir hana. Fólk stóð og horfði hneykslað á og aðstoðaði ekkert, í mesta lagi var henni rétt ein servíetta. Konugreyið tilheyrði ekki nánustu ættingjum í fermingunni og átti erfitt með sig alla veisluna, auðvitað hrædd um að lenda aftur í þessu og þá með tilheyrandi meiri vandræðalegheitum og óþarfa athygli. Við hana vil ég bara segja: Þú ert ekki ein. Mörg sem horfa upp á svona atvik eru dauðfegin að þetta hafi ekki komið fyrir þau sjálf. Önnur láta eins og þetta hafi aldrei gerst áður í mannkynssögunni og hvað þá að þau hafi lent í þessu. Ég veit um mörg börn sem hafa lent í þessu og í kjölfarið fengið yfir sig holskeflu af skömmum frá foreldrum og ömmum og öfum. Í langflestum tilfellum er þetta samt algjörlega óvart. Yngsta barnið sem ég man eftir var sennilega í kringum 12 mánaða aldurinn þegar það lenti í þessu. Og það er einmitt það sem þessi pistill fjallar um. Viðbrögðin frá fólki þegar einhver hellir niður. Strangheiðarleg niðurhelling án nokkurs brotavilja. Skiptir ekki máli hvort það er kaffi, djús eða vatn. Ég hef séð fjöldann allan af fólki bregðast við niðurhellingu á alveg stórkostlega skrýtinn hátt. Öskrað á börn og þeim sagt að vanda sig betur þegar hellt er í glös. Ég hef meira að segja séð matarboð breytast eftir að gestkomandi hellti hressilega niður og það var nákvæmlega ekkert sem breyttist annað en að hálft ódýrt rauðvínsglas fór í dúkinn. Konan mín hefur hjálpað mér mikið í að bregðast við þegar einhver hellir niður. Ég er mjög þakklátur fyrir það því einu sinni var ég á þessum stað. Ég vissi ekki hvernig ég átti að bregðast við þegar börnin mín helltu niður. Ég datt í einhvern skammargír og sama hvað ég sagði við þau þá gat þetta allt eins komið fyrir aftur í næstu máltíð. Ég hvet ykkur því kæru lesendur að reyna að hemja ykkur næst þegar þig verðið vitni að því að einhver hellir niður. Eins bið ég ykkur um að vera sérstaklega tillitsöm þegar börn eiga í hlut, þau eru bara að æfa sig og reyna að bjarga sér með því að hella sjálf. Það getur alveg hjálpað til að ota servíettu að þeim sem í þessu óhappi lendir frekar en að bjóða eingöngu upp á dæmandi augnaráðið. Höfundur er þriggja barna faðir með áhuga á fólki.
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun