Afruglari Þórður Björn Sigurðsson skrifar 22. júní 2025 23:33 Þegar Stöð 2, sem brátt mun heyra sögunni til, kom á markað var dagskráin að mestu leiti rugluð. Hljóð og mynd ógreinileg þó sumir létu sig hafa það á köflum að horfa á læsta dagskrá. Í gríni var sagt að ef menn hristu hausinn á meðan áhorfi stæði eða ef sigti væri sveiflað fyrir vitum, yrði myndin greinileg. Öllu gríni slepptu var hægt að gerast áskrifandi að dýrðinni gegn mánaðargjaldi. NBA, Afi, Grannar. Áskriftinni fylgdi box á stærð við stofuborðsbók sem kallaðist afruglari. Afruglarinn var tengdur við loftnet og sjónvarp og skilaði svo efninu óbrengluðu og skiljanlegu á skjáinn. Afruglari er gott orð. Og ef hægt væri að stinga veröldinni í geopólitískum skilningi í samband við einn slíkan yrði það til mikilla bóta. Í þessu samhengi er ég ekki að hugsa um þá augljósu grimmd og græðgi sem skín í gegn þessi misserin - til að sjá illskuna þarf engan sérstakan búnað. Hins vegar væri sterkur leikur ef hægt væri að afrugla þá valdamenn sem ríða röftum nú sem aldrei fyrr. Að afrugla vora tíma í þágu friðar. Friðar milli manna og gagnvart lífríkinu sem maðurinn hefur nú þegar stórskaðað. Jarðvegur þornar, höf stíga, jöklar hörfa, tegundir hverfa án þess að við kveðjum þær og öfgaveður ryðst fram af æ meiri krafti. Hlýnun jarðar er ekki dulkóðuð mynd — hún er þegar orðin óbrengluð og skýr. Spurningin er hvort við treystum okkur til að horfast í augu við hana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Þegar Stöð 2, sem brátt mun heyra sögunni til, kom á markað var dagskráin að mestu leiti rugluð. Hljóð og mynd ógreinileg þó sumir létu sig hafa það á köflum að horfa á læsta dagskrá. Í gríni var sagt að ef menn hristu hausinn á meðan áhorfi stæði eða ef sigti væri sveiflað fyrir vitum, yrði myndin greinileg. Öllu gríni slepptu var hægt að gerast áskrifandi að dýrðinni gegn mánaðargjaldi. NBA, Afi, Grannar. Áskriftinni fylgdi box á stærð við stofuborðsbók sem kallaðist afruglari. Afruglarinn var tengdur við loftnet og sjónvarp og skilaði svo efninu óbrengluðu og skiljanlegu á skjáinn. Afruglari er gott orð. Og ef hægt væri að stinga veröldinni í geopólitískum skilningi í samband við einn slíkan yrði það til mikilla bóta. Í þessu samhengi er ég ekki að hugsa um þá augljósu grimmd og græðgi sem skín í gegn þessi misserin - til að sjá illskuna þarf engan sérstakan búnað. Hins vegar væri sterkur leikur ef hægt væri að afrugla þá valdamenn sem ríða röftum nú sem aldrei fyrr. Að afrugla vora tíma í þágu friðar. Friðar milli manna og gagnvart lífríkinu sem maðurinn hefur nú þegar stórskaðað. Jarðvegur þornar, höf stíga, jöklar hörfa, tegundir hverfa án þess að við kveðjum þær og öfgaveður ryðst fram af æ meiri krafti. Hlýnun jarðar er ekki dulkóðuð mynd — hún er þegar orðin óbrengluð og skýr. Spurningin er hvort við treystum okkur til að horfast í augu við hana.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar