Gróf misbeiting illa fengins valds Örn Sigurðsson skrifar 20. júní 2025 11:32 Opinber úttekt á störfum flugmálayfirvalda Samtök um betri byggð (BB) hafa óskað þess að Alþingi láti gera opinbera úttekt á störfum íslenskra flugmálayfirvalda í skugga þess kerfisgalla, sem leiðir af 31.gr. Stjórnarskrár lýðveldisins Íslands, allt frá ólögmætri, fordæmalausri og fjandsamlegri yfirtöku kjörlendis Reykvíkinga í Vatnsmýri 1946 til leigufrírra afnota fyrir Flugfélag Akureyrar til vordaga 2025. Í 31.gr. Stjórnarskrár lýðveldisins Íslands er kveðið á um að í þremur kjördæmum landsbyggðar séu allt að helmingi færri atkvæði að baki hverju þingsæti en í þremur kjördæmum á höfuborgarsvæðinu. Í sömu grein er skilyrt að til að breyta úthlutun þingsæta þurfi aukinn meirihluta (2/3) atkvæða á Alþingi. Sé gert ráð fyrir að þingmenn landsbyggðar vilji viðhalda misvægi atkvæða þarf þeim að fækka úr 27 í 22, til þess að þingmenn á höfuðborgarsvæðinu næðu auknum meirihluta og gætu upp á sitt eindæmi breytt 31.gr. í lýðræðisátt. Sú staða kemur varla upp af sjálfu sér. Öryggis- og samvinnustofnunin ÖSE og Feneyjanefnd Evrópuráðsins benda reglulega á það fyrir kosningar til Alþingis að mikið misvægi atkvæða samræmist ekki Mannréttindasáttmála Evrópu. Þessar lýðræðisstofnanir gætu etv. talið að þrátt fyrir allt sé nú í raun unnið að lýðræðisumbótum á Íslandi samkvæmt drögum stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá, sem samþykkt voru með auknum meirihluta greiddra atkvæða í almennri atkvæðagreiðslu árið 2012. Aðstandendur alþjóðlegra mælikvarða lýðræðis (t.d. Democracy Index) virðast sama sinnis og sumir þeirra gefa Íslandi jafnvel hæstu einkunn. En alþjóð veit þó að íslensk stjórnvöld hafa hvorki stigið nein skref í lýðræðisátt sl. 13 ár né öll árin þar á undan. Þvert á móti hefur ólýsanlegt dáðleysi landsmálaafla, sem einmitt eru sjálf ofurseld bjögun og skrumskælingu eitraðas misvægisins, kæft lýðræðisöldu ÞJÓÐFUNDA, STJÓRNLAGAÞINGS og NÝRRAR STJÓRNARSKRÁR eftirhrunsáranna með þöggun, þrælsótta og misbeitingu valds misvægisins. Að óbreyttu er afleiðing ákvæða 31. gr. sú að Ísland er ekki meðal fremstu lýðræðisríkja. Þetta misvægi atkvæða er kerfisgalli án hliðstæðu, sem hamlar meiri hluta kjósenda með skert vægi atkvæða í því ma. að hafa fullnægjandi áhrif á almenn lífsskilyrði sín en færir minni hluta kjósenda með aukið vægi ómakleg völd til þess ma. að ráðskast með örlög hinna samanber misbeitingu forkólfa Akureyringa og samherja þeirra á þessu ómaklega valdi til þess að viðhalda 80 ára gömlum herflugvelli í Vatnsmýri. Öll framboð á landsvísu eru sjálfkrafa ofurseld þessari bjögun þegar kemur að ágreiningi á milli þolenda skerts vægis og hinna með aukið vægi. Í íslensku lagasafni eru um 800 lög, sem öll voru samin við neikvæðar aðstæður mikils misvægis atkvæða. Mörg hver eru fremur hlutlaus gagnvart búsetu kjósenda en önnur ekki. Alþingi afgreiðir auk þess reglulega lög og áætlanir, sem jafnan eru verulega hlutdræg svo sem fjárlög og samgönguáætlanir. Frá upphafi baráttunnar gegn herflugvelli í Vatnsmýri og stofnun Samtaka um betri byggð BB í lok 20. aldar hafa þingmenn í NA kjördæmi ítrekað lagt fram á Alþingi tillögur um að skerða skipulagsvald sveitarfélagsins Reykjavíkur til þess að tryggja áframhaldandi flugstarfsemi á kjörlendinu í Vatnsmýri, m.a. þessi 11 þingmál: 217. mál (HÞ) á 143. þingi; 361. mál (HÞ) á 144 þingi; 898. mál (HÞ) á 145.þingi; 847. mál (ÖJ) á 145. Þingi; 424. mál (NF) á 146. þingi; 392. mál (NF) á 148. Þingi; 86. mál (NTF) á 149. Þingi; 311. mál (NTF) á 150. Þingi; 39. mál (NTF) á 151. Þingi; 395. mál (NTF) á 153. Þingi; 328. mál (NTF) á 155. Þingi. Samtök um betri byggð BB benda nú á það og rökstyðja, sem flestum virðist hulið en er þó á vitorði allra ráðinna embættismanna og kjörinna fulltrúa á Íslandi, að fram fer stórfelld og langvarandi misbeiting valdsins af auknu vægi atkvæða í tengslum við 80 ára gamlan herflugvöll í Vatnsmýri. Samtökin óska þess því að Alþingi láti nú fara fram opinbera rannsókn á störfum flugmálayfirvalda, rannsókn á afleiðingum af starfsháttum þeirra, jafnt aðgerðum sem og aðgerðaleysi og rannsókn á þróun byggðar og borgarsamfélags í Reykjavík og á HBS með hliðsjón af misvægi atkvæða og ákvæðum 31.gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands. Frá stríðslokum hafa flugmálayfirvöld á Íslandi vanrækt að hafa frumkvæði og forgöngu um að bæta framtíðarstöðu flugmála á SV horni landsins í sátt við höfuðborgarbúa og til hagsbóta fyrir atvinnulíf, flugfarþega, flugrekendur og íslenskt samfélag. Þau hafa misbeitt illa fengnu valdi misvægis atkvæða og svokallaðri sérþekkingu á flugvallarmálum til þess eins að festa flugstarfsemi í Vatnsmýri í sessi. Þessi yfirvöld flugmála hafa áratugum saman brugðist skyldu sinni og hlutverki og skilið eftir faglegt tómarúm. Þau útiloka sannreyndar tillögur um ný flugvallarstæði í þessum landshluta, t.d. tillögu frá árinu 2005 um flugvöll á Hólmsheiði (ParX) og tillögur um flugvöll í Hvassahrauni frá árunum 2000 (Airport Consultants) og 2015 (Rögnunefnd og Mannvit). Í meira en 60 ár hafa þau reglulega hrint úr vör sýndarleit að „jafngóðu eða betra“ flugvallarstæði en því sem er í Vatnsmýri. Þau hafa dregið lappirnar, teygt lopann og spunnið. Það virðist alls ekki ætlun þeirra að láta þá leit bera árangur. Þessi yfirvöld og fjölmennur hópur flugvallarsinna beita eftiráskýringum og ósannindum. Samgönguráðherrarnir Sturla Böðvarsson (1999) og Kristján L. Möller (2007) eru sammála um að Reykjavík verði of góð ef herflugvöllurinn hverfur úr Vatnsmýrinni. Ljóst er að höfuðborgarsamfélagið með 240.000 íbúa á 1. ársfj. 2024 eða um 63% landsmanna er meginhluti íslenskrar þjóðar og íslensks hagkerfis. Byggð þar er amk. fjórfalt víðáttumeiri en hún hefði orðið ef flugvöllur hefði ekki verið festur í sessi í Vatnsmýri 6. júlí 1946, nákvæmlega á þeim stað þar sem ella hefði risið þétt og skilvirk miðborg. Vegna skorts á byggingarlandi í ört vaxandi höfuðborg var Vatnsmýrarsvæðið fært úr Seltjarnarneshreppi hinum forna til Reykjavíkur 1. Janúar 1932. Óskilvirkni höfuðborgarsvæðisins HBS er gríðarleg og bitnar af fullum þunga á öllu mannlífi borgarbúa. Uppsafnað tjón á sl. 80 árum nemur án vafa þúsundum milljarða kr. og neikvæðra áhrifa gætir í þjóðarhag. Kerfisbundin ill meðferð almannafjár í fjárlaganefnd og í samgöngunefnd Alþingis áratugum saman (kjördæmapot) og óskilvirkni höfuðborgarinnar af völdum flugvallar í Vatnsmýri vegna stefnu og starfshátta sömu þingnefnda mynda til samans risavaxið efnahags- og lífsgæðasvarthol, sem sogar til sín vænan skerf af striti þjóðarinnar og skerðir lífskjör hennar verulega. Stjórnlaus útþensla byggðar (Urban Sprawl) er vel þekkt samfélagsmein, einkum í Norður Ameríku, í Ástralíu og á Nýja Sjálandi. Hún veldur miklu álagi á alla þætti mannlífs og á innviði borganna. En Ísland hefur algera sérstöðu á heimsvísu vegna þess að hér er einungis ein borg þar sem 63% landsmanna búa og þar sem önnur 15-20% sækja atvinnu og þjónustu. Óskilvirkni íslensku borgarinnar hefur því ekki eingöngu neikvæð áhrif á borgarhagkerfið heldur bitnar hún á öllu íslenska hagkerfinu af fullum þunga. Ráðandi öfl hafa aldrei gefið til kynna nokkurn skilning á samhengi hlutanna og á stóru myndinni. Þau hafa þvert á móti róið af öllu afli í þveröfuga átt og stöðugt gert illt ástand verra til ólýsanlegs tjóns fyrir höfuborgarsamfélagið og þjóðarhag. Helsta sóknarfæri Íslendinga á 21. öld er því að stöðva stjórnlausa útþenslu höfuðborgarinnar og byggja hana inn á við. Það verður einungis gert með því að reisa sem fyrst þétta, blandaða, mannvæna og skilvirka miðborg í stað herflugvallar í Vatnsmýri. Rannsökuð verði fordæmalaus yfirtakaríkisstjórnar Íslands (ráðuneyti Ólafs Thors) og Alþingis þann6. Júlí 1946 álandi Reykvíkinga í Vatnsmýri undir flugvöll til leigufrírra afnota fyrir Flugfélag Akureyrar. Samtök um betri byggð BB telja að yfirtaka þessa lands, sem Reykjavík fékk 1. Janúar 1932 úr Seltjarnarneshreppi hinum forna fyrir ört stækkandi byggð í ungri höfuðborg, hafi verið ólögmæt og fjandsamleg og gegn anda og inntaki sveitarstjórnarlaga, skipulagslaga, stjórnarskrár og gegn öllum evrópskum og alþjóðlegum viðmiðum um lýðræði, mannréttindi, eignarrétt og sjáfstæði sveitarfélaga. Samtök um betri byggð BB telja að bæði Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna 10.12.1948 og Mannréttindasáttmáli Evrópu 29.06.1953 ásamt afleiddum samningum, sáttmálum, yfirlýsingum og viðaukum, sem lögleiddir hafa verið á Íslandi, sýni með óyggjandi hætti að fjandsamleg og ólögmæt yfirtaka kjörlendis Reykvíkinga í Vatnsmýri 1946 var alvarleg misgjörð gegn Reykvíkingum og brot á öllum viðmiðum, lögum og reglum, sem nefnd eru hér að framan, á sveitarfélaginu Reykjavík. Samtök um betri bygg BB telja að yfirtaka Vatnsmýrarsvæðisins 1946 sé misgjörð, sem fyrnist aldrei þó bótaskylda geri það etv. samkvæmt lögum og reglugerðum. Glæpir geta falið í gleymsku og tíminn græðir stundum sár einstaklinga og samfélaga, en yfirtaka Vatnsmýrar er allt annars eðlis en flest önnur ásetningsbrot því hún minnir stöðugt á sig. Í upphafi var hlutfallslega hljótt um flugið í Vatnsmýri en ógnarfljótt tók það að valda æ meiri og svæsnari truflun á þróun byggðar og samfélags og á lífsgæðum borgarbúa með sívaxandi þunga eins og rakið er í þessari greinargerð. Samtök um betri byggð BB telja ótvírætt að árið 1946 hafi alþingismenn greitt ólögmætri yfirtöku Vatnsmýrar atkvæði sitt gegn betri vitund og gegn almannaheillum. Því veturinn 1945-46 var á Alþingi til umræðu þingsályktunartillaga þess efnis að herflugvöllur Breta í Vatnsmýri yrði rifinn og landinu skilað aftur til Reykvíkinga, sem þyrftu á því að halda til uppbyggingar í ört stækkandi höfuðborg. Samtök um betri byggð BB telja gild rök hníga að því að þegar árið 1940 hafi mótast sú hugmynd að Flugfélag Akureyrar tæki við nýbyggðum herflugvelli Breta í Vatnsmýri í stríðslok. Það ár var ma. heiti félagsins breytt í Flugfélag Íslands. 1946 fékk flugfélagið síðan herflugvöllinn með óformlegum hætti til leigufrírra afnota. Stjórnarformaður þess var gerður flugmálafulltrúi ríkisins, síðar flugmálastjóri. Alþingismenn frá Akureyri og samherjar þeirra á landsbyggðinni hafa á þessari 21. öld ítrekað lagt fram á Alþingi tillögur, sem miða að því að takmarka skipulagsvald Reykjavíkur, alls í a.m.k. 11 tilvikum. Á sama tímabili hefur bæjarstjórn Akureyrar alloft ályktað um mikilvægi þess að herflugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýri. Samtök um betri byggð BB telja mikils um vert að kannað verði hvort um undirbúið samsæri hafi verið að ræða í upphafn síðari heimsstyrjaldar. F.h. fr.kv.stj. Samtaka um betri byggð BB, Örn Sigurðsson arkitekt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Opinber úttekt á störfum flugmálayfirvalda Samtök um betri byggð (BB) hafa óskað þess að Alþingi láti gera opinbera úttekt á störfum íslenskra flugmálayfirvalda í skugga þess kerfisgalla, sem leiðir af 31.gr. Stjórnarskrár lýðveldisins Íslands, allt frá ólögmætri, fordæmalausri og fjandsamlegri yfirtöku kjörlendis Reykvíkinga í Vatnsmýri 1946 til leigufrírra afnota fyrir Flugfélag Akureyrar til vordaga 2025. Í 31.gr. Stjórnarskrár lýðveldisins Íslands er kveðið á um að í þremur kjördæmum landsbyggðar séu allt að helmingi færri atkvæði að baki hverju þingsæti en í þremur kjördæmum á höfuborgarsvæðinu. Í sömu grein er skilyrt að til að breyta úthlutun þingsæta þurfi aukinn meirihluta (2/3) atkvæða á Alþingi. Sé gert ráð fyrir að þingmenn landsbyggðar vilji viðhalda misvægi atkvæða þarf þeim að fækka úr 27 í 22, til þess að þingmenn á höfuðborgarsvæðinu næðu auknum meirihluta og gætu upp á sitt eindæmi breytt 31.gr. í lýðræðisátt. Sú staða kemur varla upp af sjálfu sér. Öryggis- og samvinnustofnunin ÖSE og Feneyjanefnd Evrópuráðsins benda reglulega á það fyrir kosningar til Alþingis að mikið misvægi atkvæða samræmist ekki Mannréttindasáttmála Evrópu. Þessar lýðræðisstofnanir gætu etv. talið að þrátt fyrir allt sé nú í raun unnið að lýðræðisumbótum á Íslandi samkvæmt drögum stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá, sem samþykkt voru með auknum meirihluta greiddra atkvæða í almennri atkvæðagreiðslu árið 2012. Aðstandendur alþjóðlegra mælikvarða lýðræðis (t.d. Democracy Index) virðast sama sinnis og sumir þeirra gefa Íslandi jafnvel hæstu einkunn. En alþjóð veit þó að íslensk stjórnvöld hafa hvorki stigið nein skref í lýðræðisátt sl. 13 ár né öll árin þar á undan. Þvert á móti hefur ólýsanlegt dáðleysi landsmálaafla, sem einmitt eru sjálf ofurseld bjögun og skrumskælingu eitraðas misvægisins, kæft lýðræðisöldu ÞJÓÐFUNDA, STJÓRNLAGAÞINGS og NÝRRAR STJÓRNARSKRÁR eftirhrunsáranna með þöggun, þrælsótta og misbeitingu valds misvægisins. Að óbreyttu er afleiðing ákvæða 31. gr. sú að Ísland er ekki meðal fremstu lýðræðisríkja. Þetta misvægi atkvæða er kerfisgalli án hliðstæðu, sem hamlar meiri hluta kjósenda með skert vægi atkvæða í því ma. að hafa fullnægjandi áhrif á almenn lífsskilyrði sín en færir minni hluta kjósenda með aukið vægi ómakleg völd til þess ma. að ráðskast með örlög hinna samanber misbeitingu forkólfa Akureyringa og samherja þeirra á þessu ómaklega valdi til þess að viðhalda 80 ára gömlum herflugvelli í Vatnsmýri. Öll framboð á landsvísu eru sjálfkrafa ofurseld þessari bjögun þegar kemur að ágreiningi á milli þolenda skerts vægis og hinna með aukið vægi. Í íslensku lagasafni eru um 800 lög, sem öll voru samin við neikvæðar aðstæður mikils misvægis atkvæða. Mörg hver eru fremur hlutlaus gagnvart búsetu kjósenda en önnur ekki. Alþingi afgreiðir auk þess reglulega lög og áætlanir, sem jafnan eru verulega hlutdræg svo sem fjárlög og samgönguáætlanir. Frá upphafi baráttunnar gegn herflugvelli í Vatnsmýri og stofnun Samtaka um betri byggð BB í lok 20. aldar hafa þingmenn í NA kjördæmi ítrekað lagt fram á Alþingi tillögur um að skerða skipulagsvald sveitarfélagsins Reykjavíkur til þess að tryggja áframhaldandi flugstarfsemi á kjörlendinu í Vatnsmýri, m.a. þessi 11 þingmál: 217. mál (HÞ) á 143. þingi; 361. mál (HÞ) á 144 þingi; 898. mál (HÞ) á 145.þingi; 847. mál (ÖJ) á 145. Þingi; 424. mál (NF) á 146. þingi; 392. mál (NF) á 148. Þingi; 86. mál (NTF) á 149. Þingi; 311. mál (NTF) á 150. Þingi; 39. mál (NTF) á 151. Þingi; 395. mál (NTF) á 153. Þingi; 328. mál (NTF) á 155. Þingi. Samtök um betri byggð BB benda nú á það og rökstyðja, sem flestum virðist hulið en er þó á vitorði allra ráðinna embættismanna og kjörinna fulltrúa á Íslandi, að fram fer stórfelld og langvarandi misbeiting valdsins af auknu vægi atkvæða í tengslum við 80 ára gamlan herflugvöll í Vatnsmýri. Samtökin óska þess því að Alþingi láti nú fara fram opinbera rannsókn á störfum flugmálayfirvalda, rannsókn á afleiðingum af starfsháttum þeirra, jafnt aðgerðum sem og aðgerðaleysi og rannsókn á þróun byggðar og borgarsamfélags í Reykjavík og á HBS með hliðsjón af misvægi atkvæða og ákvæðum 31.gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands. Frá stríðslokum hafa flugmálayfirvöld á Íslandi vanrækt að hafa frumkvæði og forgöngu um að bæta framtíðarstöðu flugmála á SV horni landsins í sátt við höfuðborgarbúa og til hagsbóta fyrir atvinnulíf, flugfarþega, flugrekendur og íslenskt samfélag. Þau hafa misbeitt illa fengnu valdi misvægis atkvæða og svokallaðri sérþekkingu á flugvallarmálum til þess eins að festa flugstarfsemi í Vatnsmýri í sessi. Þessi yfirvöld flugmála hafa áratugum saman brugðist skyldu sinni og hlutverki og skilið eftir faglegt tómarúm. Þau útiloka sannreyndar tillögur um ný flugvallarstæði í þessum landshluta, t.d. tillögu frá árinu 2005 um flugvöll á Hólmsheiði (ParX) og tillögur um flugvöll í Hvassahrauni frá árunum 2000 (Airport Consultants) og 2015 (Rögnunefnd og Mannvit). Í meira en 60 ár hafa þau reglulega hrint úr vör sýndarleit að „jafngóðu eða betra“ flugvallarstæði en því sem er í Vatnsmýri. Þau hafa dregið lappirnar, teygt lopann og spunnið. Það virðist alls ekki ætlun þeirra að láta þá leit bera árangur. Þessi yfirvöld og fjölmennur hópur flugvallarsinna beita eftiráskýringum og ósannindum. Samgönguráðherrarnir Sturla Böðvarsson (1999) og Kristján L. Möller (2007) eru sammála um að Reykjavík verði of góð ef herflugvöllurinn hverfur úr Vatnsmýrinni. Ljóst er að höfuðborgarsamfélagið með 240.000 íbúa á 1. ársfj. 2024 eða um 63% landsmanna er meginhluti íslenskrar þjóðar og íslensks hagkerfis. Byggð þar er amk. fjórfalt víðáttumeiri en hún hefði orðið ef flugvöllur hefði ekki verið festur í sessi í Vatnsmýri 6. júlí 1946, nákvæmlega á þeim stað þar sem ella hefði risið þétt og skilvirk miðborg. Vegna skorts á byggingarlandi í ört vaxandi höfuðborg var Vatnsmýrarsvæðið fært úr Seltjarnarneshreppi hinum forna til Reykjavíkur 1. Janúar 1932. Óskilvirkni höfuðborgarsvæðisins HBS er gríðarleg og bitnar af fullum þunga á öllu mannlífi borgarbúa. Uppsafnað tjón á sl. 80 árum nemur án vafa þúsundum milljarða kr. og neikvæðra áhrifa gætir í þjóðarhag. Kerfisbundin ill meðferð almannafjár í fjárlaganefnd og í samgöngunefnd Alþingis áratugum saman (kjördæmapot) og óskilvirkni höfuðborgarinnar af völdum flugvallar í Vatnsmýri vegna stefnu og starfshátta sömu þingnefnda mynda til samans risavaxið efnahags- og lífsgæðasvarthol, sem sogar til sín vænan skerf af striti þjóðarinnar og skerðir lífskjör hennar verulega. Stjórnlaus útþensla byggðar (Urban Sprawl) er vel þekkt samfélagsmein, einkum í Norður Ameríku, í Ástralíu og á Nýja Sjálandi. Hún veldur miklu álagi á alla þætti mannlífs og á innviði borganna. En Ísland hefur algera sérstöðu á heimsvísu vegna þess að hér er einungis ein borg þar sem 63% landsmanna búa og þar sem önnur 15-20% sækja atvinnu og þjónustu. Óskilvirkni íslensku borgarinnar hefur því ekki eingöngu neikvæð áhrif á borgarhagkerfið heldur bitnar hún á öllu íslenska hagkerfinu af fullum þunga. Ráðandi öfl hafa aldrei gefið til kynna nokkurn skilning á samhengi hlutanna og á stóru myndinni. Þau hafa þvert á móti róið af öllu afli í þveröfuga átt og stöðugt gert illt ástand verra til ólýsanlegs tjóns fyrir höfuborgarsamfélagið og þjóðarhag. Helsta sóknarfæri Íslendinga á 21. öld er því að stöðva stjórnlausa útþenslu höfuðborgarinnar og byggja hana inn á við. Það verður einungis gert með því að reisa sem fyrst þétta, blandaða, mannvæna og skilvirka miðborg í stað herflugvallar í Vatnsmýri. Rannsökuð verði fordæmalaus yfirtakaríkisstjórnar Íslands (ráðuneyti Ólafs Thors) og Alþingis þann6. Júlí 1946 álandi Reykvíkinga í Vatnsmýri undir flugvöll til leigufrírra afnota fyrir Flugfélag Akureyrar. Samtök um betri byggð BB telja að yfirtaka þessa lands, sem Reykjavík fékk 1. Janúar 1932 úr Seltjarnarneshreppi hinum forna fyrir ört stækkandi byggð í ungri höfuðborg, hafi verið ólögmæt og fjandsamleg og gegn anda og inntaki sveitarstjórnarlaga, skipulagslaga, stjórnarskrár og gegn öllum evrópskum og alþjóðlegum viðmiðum um lýðræði, mannréttindi, eignarrétt og sjáfstæði sveitarfélaga. Samtök um betri byggð BB telja að bæði Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna 10.12.1948 og Mannréttindasáttmáli Evrópu 29.06.1953 ásamt afleiddum samningum, sáttmálum, yfirlýsingum og viðaukum, sem lögleiddir hafa verið á Íslandi, sýni með óyggjandi hætti að fjandsamleg og ólögmæt yfirtaka kjörlendis Reykvíkinga í Vatnsmýri 1946 var alvarleg misgjörð gegn Reykvíkingum og brot á öllum viðmiðum, lögum og reglum, sem nefnd eru hér að framan, á sveitarfélaginu Reykjavík. Samtök um betri bygg BB telja að yfirtaka Vatnsmýrarsvæðisins 1946 sé misgjörð, sem fyrnist aldrei þó bótaskylda geri það etv. samkvæmt lögum og reglugerðum. Glæpir geta falið í gleymsku og tíminn græðir stundum sár einstaklinga og samfélaga, en yfirtaka Vatnsmýrar er allt annars eðlis en flest önnur ásetningsbrot því hún minnir stöðugt á sig. Í upphafi var hlutfallslega hljótt um flugið í Vatnsmýri en ógnarfljótt tók það að valda æ meiri og svæsnari truflun á þróun byggðar og samfélags og á lífsgæðum borgarbúa með sívaxandi þunga eins og rakið er í þessari greinargerð. Samtök um betri byggð BB telja ótvírætt að árið 1946 hafi alþingismenn greitt ólögmætri yfirtöku Vatnsmýrar atkvæði sitt gegn betri vitund og gegn almannaheillum. Því veturinn 1945-46 var á Alþingi til umræðu þingsályktunartillaga þess efnis að herflugvöllur Breta í Vatnsmýri yrði rifinn og landinu skilað aftur til Reykvíkinga, sem þyrftu á því að halda til uppbyggingar í ört stækkandi höfuðborg. Samtök um betri byggð BB telja gild rök hníga að því að þegar árið 1940 hafi mótast sú hugmynd að Flugfélag Akureyrar tæki við nýbyggðum herflugvelli Breta í Vatnsmýri í stríðslok. Það ár var ma. heiti félagsins breytt í Flugfélag Íslands. 1946 fékk flugfélagið síðan herflugvöllinn með óformlegum hætti til leigufrírra afnota. Stjórnarformaður þess var gerður flugmálafulltrúi ríkisins, síðar flugmálastjóri. Alþingismenn frá Akureyri og samherjar þeirra á landsbyggðinni hafa á þessari 21. öld ítrekað lagt fram á Alþingi tillögur, sem miða að því að takmarka skipulagsvald Reykjavíkur, alls í a.m.k. 11 tilvikum. Á sama tímabili hefur bæjarstjórn Akureyrar alloft ályktað um mikilvægi þess að herflugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýri. Samtök um betri byggð BB telja mikils um vert að kannað verði hvort um undirbúið samsæri hafi verið að ræða í upphafn síðari heimsstyrjaldar. F.h. fr.kv.stj. Samtaka um betri byggð BB, Örn Sigurðsson arkitekt.
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar