Eflum samstöðuna á kvennaári – Stöndum vörð um mannréttindi Kristín Ástgeirsdóttir skrifar 19. júní 2025 08:03 Á kvennaárinu 2025 minnumst við ótal viðburða sem snerta baráttusögu kvenna hér á landi. Heil 50 ár eru liðin frá kvennaári Sameinuðu þjóðanna og þar með frá fyrsta kvennaverkfallinu 24. okt. eða kvennafrídeginum eins og hann var kallaður. Á kvenréttindadaginn 19. júní verða 110 ár liðin frá því að konur 40 ára og eldri fengu kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Á þessum tíma fengu karlar kosningarétt 25 ára. Kvenréttindakonan Bríet Bjarnhéðinsdóttir sagði að Íslendingar yrðu að athlægi um allan heim vegna þess vantrausts sem konum var sýnt. Aldursmarkið átti síðan að lækka um eitt ár á ári þannig að jafnrétti yrði náð 1930. Á þessu varð þó breyting því árið 1920 tók ný stjórnarskrá gildi og þá fengu konur og karlar jafnan rétt. Rök íslenska feðraveldisins fyrir 40 ára markinu voru þau að konur væru ekki nógu þroskaðar og þyrftu aðlögun en ástæðan var auðvitað sú að karlveldið óttaðist að mikill fjöldi nýrra kjósenda myndi raska valdakerfinu. Frá 1908 höfðu konur boðið fram kvennalista til bæjarstjórna á nokkrum stöðum á landinu með góðum árangri. Voru þær ekki til alls vísar? Kvennahreyfingin fagnaði kosningaréttinum með glæsilegri útisamkomu á Austurvelli 7. júlí þar sem 200 ljósklæddar meyjar gengu fylktu liði frá Miðbæjarbarnaskólanum að Austurvelli. Jafnframt ákváðu konurnar að halda upp á kosningaréttinn með því að hefja söfnun fjár fyrir Landspítala. Næstu ár var haldið upp á 19. júní með alls konar skemmtunum og söfnun fyrir Landspítalasjóðinn. Mörg hafa velt fyrir sér hvers vegna konurnar ákváðu að ýta á byggingu spítala í stað þess að auka pólitísk völd kvenna. Á þessum tíma geisaði fyrri heimsstyrjöldin, vöruverð hækkaði jafnt og þétt, heilbrigðisástand var slæmt, fátækt mikil og atvinnuleysi landlægt. Berklar hjuggu sífellt skörð í raðir Íslendinga og gerðu ekki greinarmun á háum og lágum, ríkum eða fátækum. Konur fæddu heima og hver hugsaði um veikt og gamalt fólk sem lá í heimahúsum? Auðvitað konurnar. Það var því mikið hagsmunamál kvenna að bæta aðstöðu sjúklinga og fæðandi kvenna. Þessi aðgerð var líka í samræmi við þá ríkjandi hugmynd að erindi kvenna út á opinbera sviðið væri að bæta það sem karlarnir sáu ekki eða vildu ekki sinna. Bríet skrifaði 1915: „Konurnar eiga að vera nýr kraftur í þjóðfélagsstarfseminni. Þær eiga að koma þangað með hreinni hvatir, sterkari siðgæðistilfinningu, meiri mannúð og næmari skilning á þjóðfélagsmeinunum en karlmennirnir sem orðnir eru þeim svo vanir að þeir sjá þau ekki.“ Mikið vatn er til sjávar runnið frá tímum Bríetar og annarra baráttukvenna. Þótt mikill árangur hafi náðst, með róttækum aðgerðum kvenna og samstöðu, blasa „þjóðfélagsmeinin“ enn við okkur, 110 árum síðar. Hagstofan staðfesti nýlega að launamisrétti kynjanna er enn til staðar. Mörg mikilvæg kvennastörf eru illilega vanmetin sem heldur konum í fátækt og valdaleysi. Ofbeldi gegn konum er faraldur sem kveða þarf niður með öllum tiltækum ráðum. Menningin er enn mjög karllæg og ekki stýra konur fjármagninu og stórfyrirtækjunum sem valdið hafa. Því miður fer þeim röddum fjölgandi sem telja kvennabaráttu og femíníska hugmyndafræði af hinu illa og ráðast af hörku gegn réttindum hinsegin fólks. Bakslag blasir við okkur víða um heim sem bregðast þarf við strax. Sameinuð íslensk kvennahreyfing og kvár birtu kröfur sínar í kvennaverkfallinu mikla 2023. Fyrir kosningarnar 2024 fengu fulltrúar stjórnmálaflokkanna þær í hendur með þeim skilaboðum að þau fengju eitt ár til að hrinda þeim í framkvæmd. Síðan var haldinn framboðsfundur til að ítreka kröfurnar. Nú er að ýta á eftir bráðnauðsynlegum umbótum. Mikilvægasta verkefni kvennahreyfingarinnar nú er þó að efla samstöðu kvenna og kvára sem og allra þeirra sem vilja og ætla að standa vörð um kynjajafnrétti og mannréttindi fyrir okkur öll. Oft var þörf en nú er nauðsyn. Fyrir hönd framkvæmdastjórnar kvennaárs. Höfundur er sagnfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvennaverkfall Jafnréttismál Mest lesið „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Á kvennaárinu 2025 minnumst við ótal viðburða sem snerta baráttusögu kvenna hér á landi. Heil 50 ár eru liðin frá kvennaári Sameinuðu þjóðanna og þar með frá fyrsta kvennaverkfallinu 24. okt. eða kvennafrídeginum eins og hann var kallaður. Á kvenréttindadaginn 19. júní verða 110 ár liðin frá því að konur 40 ára og eldri fengu kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Á þessum tíma fengu karlar kosningarétt 25 ára. Kvenréttindakonan Bríet Bjarnhéðinsdóttir sagði að Íslendingar yrðu að athlægi um allan heim vegna þess vantrausts sem konum var sýnt. Aldursmarkið átti síðan að lækka um eitt ár á ári þannig að jafnrétti yrði náð 1930. Á þessu varð þó breyting því árið 1920 tók ný stjórnarskrá gildi og þá fengu konur og karlar jafnan rétt. Rök íslenska feðraveldisins fyrir 40 ára markinu voru þau að konur væru ekki nógu þroskaðar og þyrftu aðlögun en ástæðan var auðvitað sú að karlveldið óttaðist að mikill fjöldi nýrra kjósenda myndi raska valdakerfinu. Frá 1908 höfðu konur boðið fram kvennalista til bæjarstjórna á nokkrum stöðum á landinu með góðum árangri. Voru þær ekki til alls vísar? Kvennahreyfingin fagnaði kosningaréttinum með glæsilegri útisamkomu á Austurvelli 7. júlí þar sem 200 ljósklæddar meyjar gengu fylktu liði frá Miðbæjarbarnaskólanum að Austurvelli. Jafnframt ákváðu konurnar að halda upp á kosningaréttinn með því að hefja söfnun fjár fyrir Landspítala. Næstu ár var haldið upp á 19. júní með alls konar skemmtunum og söfnun fyrir Landspítalasjóðinn. Mörg hafa velt fyrir sér hvers vegna konurnar ákváðu að ýta á byggingu spítala í stað þess að auka pólitísk völd kvenna. Á þessum tíma geisaði fyrri heimsstyrjöldin, vöruverð hækkaði jafnt og þétt, heilbrigðisástand var slæmt, fátækt mikil og atvinnuleysi landlægt. Berklar hjuggu sífellt skörð í raðir Íslendinga og gerðu ekki greinarmun á háum og lágum, ríkum eða fátækum. Konur fæddu heima og hver hugsaði um veikt og gamalt fólk sem lá í heimahúsum? Auðvitað konurnar. Það var því mikið hagsmunamál kvenna að bæta aðstöðu sjúklinga og fæðandi kvenna. Þessi aðgerð var líka í samræmi við þá ríkjandi hugmynd að erindi kvenna út á opinbera sviðið væri að bæta það sem karlarnir sáu ekki eða vildu ekki sinna. Bríet skrifaði 1915: „Konurnar eiga að vera nýr kraftur í þjóðfélagsstarfseminni. Þær eiga að koma þangað með hreinni hvatir, sterkari siðgæðistilfinningu, meiri mannúð og næmari skilning á þjóðfélagsmeinunum en karlmennirnir sem orðnir eru þeim svo vanir að þeir sjá þau ekki.“ Mikið vatn er til sjávar runnið frá tímum Bríetar og annarra baráttukvenna. Þótt mikill árangur hafi náðst, með róttækum aðgerðum kvenna og samstöðu, blasa „þjóðfélagsmeinin“ enn við okkur, 110 árum síðar. Hagstofan staðfesti nýlega að launamisrétti kynjanna er enn til staðar. Mörg mikilvæg kvennastörf eru illilega vanmetin sem heldur konum í fátækt og valdaleysi. Ofbeldi gegn konum er faraldur sem kveða þarf niður með öllum tiltækum ráðum. Menningin er enn mjög karllæg og ekki stýra konur fjármagninu og stórfyrirtækjunum sem valdið hafa. Því miður fer þeim röddum fjölgandi sem telja kvennabaráttu og femíníska hugmyndafræði af hinu illa og ráðast af hörku gegn réttindum hinsegin fólks. Bakslag blasir við okkur víða um heim sem bregðast þarf við strax. Sameinuð íslensk kvennahreyfing og kvár birtu kröfur sínar í kvennaverkfallinu mikla 2023. Fyrir kosningarnar 2024 fengu fulltrúar stjórnmálaflokkanna þær í hendur með þeim skilaboðum að þau fengju eitt ár til að hrinda þeim í framkvæmd. Síðan var haldinn framboðsfundur til að ítreka kröfurnar. Nú er að ýta á eftir bráðnauðsynlegum umbótum. Mikilvægasta verkefni kvennahreyfingarinnar nú er þó að efla samstöðu kvenna og kvára sem og allra þeirra sem vilja og ætla að standa vörð um kynjajafnrétti og mannréttindi fyrir okkur öll. Oft var þörf en nú er nauðsyn. Fyrir hönd framkvæmdastjórnar kvennaárs. Höfundur er sagnfræðingur.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun