Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Ágúst Orri Arnarson skrifar 15. júní 2025 11:58 Max Verstappen er á barmi keppnisbanns. Clive Rose/Getty Images Max Verstappen verður að vara sig, en ætlar ekki að gera það, í næstu tveimur keppnum Formúlu 1. Hann á yfir höfði sér bann ef hann fær refsistig, en er orðinn verulega pirraður á „barnalegum“ spurningum blaðamanna um bannið. Samkvæmt reglum Formúlu 1 mega ökumenn fá tólf refsistig á tólf mánaða tímabili, Verstappen er með ellefu eftir að hafa fengið þrjú fyrir að klessa á Mercedes bíl George Russell í síðasta kappakstri, viljandi að mati Russell. Tvö refsistig fyrnast um mánaðamótin, en fyrir það fara tvær keppnir fram. Verstappen verður því að vara sig í Kanada í dag og í Austurríki um þarnæstu helgi, annars verður hann í banni í Austurríki eða í þarnæsta kappakstri sem fer fram í Bretlandi. „Ég ætla bara að keyra eins og ég geri alltaf“ sagði Verstappen, sem er þekktur fyrir frekar áhættusaman akstur, á blaðamannafundi á fimmtudag. Hann var svo spurður aftur út í yfirvofandi bannið á blaðamannafundi eftir tímatökuna í gær. Max about the constant questions regarding his penalty points.. "I don't need to hear it again. It pisses me off. You're speaking about it on Thursday.. such a waste of time, childish. Really annoying."pic.twitter.com/rjq0hNhwrR— Verstappen News (@verstappenews) June 14, 2025 „Ég þarf ekki að heyra þetta aftur, þið spurðuð mig á fimmtudaginn. Þetta er svo mikil tímasóun, bara barnalegt... Virkilega pirrandi“ sagði Verstappen sem fer annar af stað síðar í dag. „Við erum vinir svo það er allt í góðu [eftir áreksturinn á Spáni]. Ég er með örlítið fleiri stig á skírteininu mínu til að leika mér með svo við sjáum til hvernig fer,“ sagði George Russell, sem verður á ráspól, um Max Verstappen. Akstursíþróttir Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Samkvæmt reglum Formúlu 1 mega ökumenn fá tólf refsistig á tólf mánaða tímabili, Verstappen er með ellefu eftir að hafa fengið þrjú fyrir að klessa á Mercedes bíl George Russell í síðasta kappakstri, viljandi að mati Russell. Tvö refsistig fyrnast um mánaðamótin, en fyrir það fara tvær keppnir fram. Verstappen verður því að vara sig í Kanada í dag og í Austurríki um þarnæstu helgi, annars verður hann í banni í Austurríki eða í þarnæsta kappakstri sem fer fram í Bretlandi. „Ég ætla bara að keyra eins og ég geri alltaf“ sagði Verstappen, sem er þekktur fyrir frekar áhættusaman akstur, á blaðamannafundi á fimmtudag. Hann var svo spurður aftur út í yfirvofandi bannið á blaðamannafundi eftir tímatökuna í gær. Max about the constant questions regarding his penalty points.. "I don't need to hear it again. It pisses me off. You're speaking about it on Thursday.. such a waste of time, childish. Really annoying."pic.twitter.com/rjq0hNhwrR— Verstappen News (@verstappenews) June 14, 2025 „Ég þarf ekki að heyra þetta aftur, þið spurðuð mig á fimmtudaginn. Þetta er svo mikil tímasóun, bara barnalegt... Virkilega pirrandi“ sagði Verstappen sem fer annar af stað síðar í dag. „Við erum vinir svo það er allt í góðu [eftir áreksturinn á Spáni]. Ég er með örlítið fleiri stig á skírteininu mínu til að leika mér með svo við sjáum til hvernig fer,“ sagði George Russell, sem verður á ráspól, um Max Verstappen.
Akstursíþróttir Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira