Vodafone, Stöð 2, Stöð 2+ og Stöð 2 Sport sameinast undir merki Sýnar Boði Logason skrifar 12. júní 2025 08:30 Dóra Júlía Agnarsdóttir, Auðunn Blöndal, Ívar Guðmundsson, Steindi Jr., Arnar Þór Ólafsson, Vala Matt og Ása Ninna eru á meðal tæplega fjörutíu starfsmanna í nýrri auglýsingu Sýnar þar sem vörumerkin og starfsmenn þeirra sameinast undir merki Sýnar. Sýn Í dag sameinast vörumerkin Vodafone, Stöð 2, Stöð2+ og Stöð 2 Sport undir merki Sýnar. Í tilkynningu frá Sýn segir að samruninn sé mikilvægur þáttur í því að einfalda ásýnd og vöruframboð félagsins í anda þeirrar stefnumörkunar sem félagið kynnti á mörkuðum í lok síðasta árs. Breytingarnar eru nánar tiltekið þessar: Sýn er nýtt aðalheiti félagsins sem kemur í stað Vodafone og Stöðvar 2. Öll þjónusta fyrirtækisins verður aðgengileg á vefnum syn.is. Fjarskiptaþjónusta er hér eftir veitt í nafni Sýnar í nánu samstarfi við Vodafone Group á alþjóðavísu sem tryggir áfram öfluga vöruþróun, innviði og aðgang að alþjóðlegri þekkingu. SÝN er nýtt heiti á línulegu sjónvarpstöðinni Stöð 2. Þar verður áfram hægt að horfa á hágæða sjónvarpsefni, innlent og erlent sem og kvöldfréttir alla daga ársins. SÝN+ er nýtt heiti á streymisveitunni Stöð 2+ sem býður upp á fjölda íslenskra og erlendra þáttaraða, vandað talsett barnaefni og gott úrval kvikmynda. SÝN Sport er nýtt heiti á Stöð 2 Sport og mun stöðin áfram bjóða upp á besta sætið í heimi íþrótta - og er enski boltinn þar á meðal. Fréttastofa Sýnar er nýtt heiti á Fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar sem heldur áfram að flytja fréttir á Vísi, sjónvarpsstöðinni Sýn og Bylgjunni. Útvarpsstöðvarnar Bylgjan, FM957 og X977 halda sínum nöfnum óbreyttum sem og fréttamiðillinn Vísir. Vörumerki þeirra verða þó aðlöguð að vörumerkjastefnu Sýnar. Samhliða þessum breytingum kynnir Sýn nýtt og einfaldað vöruframboð sem sameinar öfluga fjarskiptaþjónustu, hágæða sjónvarpsefni og einstakt úrval af íþróttum. Einfaldari upplifun fyrir viðskiptavini Í tilkynningunni segir að Sýn sé leiðandi afl á sviði fjarskipta og fjölmiðlunar á Íslandi. „Við viljum koma fram sem ein heild með sameiginlega sýn sem mótuð er úr því besta úr dýrmætri og fjölbreyttri arfleifð okkar. Með því að sameina vörumerki félagsins undir einu nafni viljum við skapa skýrara, samræmdara og öflugra vörumerki með það að markmiði að einfalda hlutina fyrir viðskiptavini okkar,“ segir í tilkynningunni. Herdís Dröfn Fjeldsted, forstjóri Sýnar, segir að viðskiptavinir Sýnar geti áfram treyst á örugg fjarskipti, áreiðanlegar fréttir og framúrskarandi dagskrárgerð á öllum miðlum félagsins.Anton Brink Herdís Dröfn Fjeldsted, forstjóri Sýnar, segir í tilkynningunni að saga Sýnar sé samofin sögu frumkvöðla sem hafi þorað að ögra ríkjandi kerfum, afnumið einokun og boðið upp á ferska nálgun í þjónustu við viðskiptavini. „Frumkvöðlarnir vísa okkur áfram veginn og er Sýn, sameinað vörumerki fjarskipta og fjölmiðla, byggt á þessum grunni. Sameinuð undir einu vörumerki bætum við nýtingu fjármuna, náum auknum slagkrafti og þar með sterkari grundvelli til að bjóða upp á betri þjónustu í harðri samkeppni við alþjóðlega fjarskipta- og fjölmiðlarisa,“ segir hún. „Við vitum að þau vörumerki sem við leggjum nú á hilluna hafa fylgt þjóðinni lengi og eru henni kær. Viðskiptavinir Sýnar geta áfram treyst á örugg fjarskipti, áreiðanlegar fréttir og framúrskarandi dagskrárgerð á öllum okkar miðlum. Ég hvet landsmenn til að fylgjast með félaginu næstu mánuði því að það er fleira spennandi fram undan hjá Sýn,“ segir Herdís Dröfn. Vísir er í eigu Sýnar. Höfuðstöðvar Sýnar við Suðurlandsbraut hafa tekið breytingum.Anton Brink Fjarskipti Fjölmiðlar Sýn Tímamót FM957 X977 Kauphöllin Streymisveitur Mest lesið Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Viðskipti innlent „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Viðskipti innlent „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Sjá meira
Í tilkynningu frá Sýn segir að samruninn sé mikilvægur þáttur í því að einfalda ásýnd og vöruframboð félagsins í anda þeirrar stefnumörkunar sem félagið kynnti á mörkuðum í lok síðasta árs. Breytingarnar eru nánar tiltekið þessar: Sýn er nýtt aðalheiti félagsins sem kemur í stað Vodafone og Stöðvar 2. Öll þjónusta fyrirtækisins verður aðgengileg á vefnum syn.is. Fjarskiptaþjónusta er hér eftir veitt í nafni Sýnar í nánu samstarfi við Vodafone Group á alþjóðavísu sem tryggir áfram öfluga vöruþróun, innviði og aðgang að alþjóðlegri þekkingu. SÝN er nýtt heiti á línulegu sjónvarpstöðinni Stöð 2. Þar verður áfram hægt að horfa á hágæða sjónvarpsefni, innlent og erlent sem og kvöldfréttir alla daga ársins. SÝN+ er nýtt heiti á streymisveitunni Stöð 2+ sem býður upp á fjölda íslenskra og erlendra þáttaraða, vandað talsett barnaefni og gott úrval kvikmynda. SÝN Sport er nýtt heiti á Stöð 2 Sport og mun stöðin áfram bjóða upp á besta sætið í heimi íþrótta - og er enski boltinn þar á meðal. Fréttastofa Sýnar er nýtt heiti á Fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar sem heldur áfram að flytja fréttir á Vísi, sjónvarpsstöðinni Sýn og Bylgjunni. Útvarpsstöðvarnar Bylgjan, FM957 og X977 halda sínum nöfnum óbreyttum sem og fréttamiðillinn Vísir. Vörumerki þeirra verða þó aðlöguð að vörumerkjastefnu Sýnar. Samhliða þessum breytingum kynnir Sýn nýtt og einfaldað vöruframboð sem sameinar öfluga fjarskiptaþjónustu, hágæða sjónvarpsefni og einstakt úrval af íþróttum. Einfaldari upplifun fyrir viðskiptavini Í tilkynningunni segir að Sýn sé leiðandi afl á sviði fjarskipta og fjölmiðlunar á Íslandi. „Við viljum koma fram sem ein heild með sameiginlega sýn sem mótuð er úr því besta úr dýrmætri og fjölbreyttri arfleifð okkar. Með því að sameina vörumerki félagsins undir einu nafni viljum við skapa skýrara, samræmdara og öflugra vörumerki með það að markmiði að einfalda hlutina fyrir viðskiptavini okkar,“ segir í tilkynningunni. Herdís Dröfn Fjeldsted, forstjóri Sýnar, segir að viðskiptavinir Sýnar geti áfram treyst á örugg fjarskipti, áreiðanlegar fréttir og framúrskarandi dagskrárgerð á öllum miðlum félagsins.Anton Brink Herdís Dröfn Fjeldsted, forstjóri Sýnar, segir í tilkynningunni að saga Sýnar sé samofin sögu frumkvöðla sem hafi þorað að ögra ríkjandi kerfum, afnumið einokun og boðið upp á ferska nálgun í þjónustu við viðskiptavini. „Frumkvöðlarnir vísa okkur áfram veginn og er Sýn, sameinað vörumerki fjarskipta og fjölmiðla, byggt á þessum grunni. Sameinuð undir einu vörumerki bætum við nýtingu fjármuna, náum auknum slagkrafti og þar með sterkari grundvelli til að bjóða upp á betri þjónustu í harðri samkeppni við alþjóðlega fjarskipta- og fjölmiðlarisa,“ segir hún. „Við vitum að þau vörumerki sem við leggjum nú á hilluna hafa fylgt þjóðinni lengi og eru henni kær. Viðskiptavinir Sýnar geta áfram treyst á örugg fjarskipti, áreiðanlegar fréttir og framúrskarandi dagskrárgerð á öllum okkar miðlum. Ég hvet landsmenn til að fylgjast með félaginu næstu mánuði því að það er fleira spennandi fram undan hjá Sýn,“ segir Herdís Dröfn. Vísir er í eigu Sýnar. Höfuðstöðvar Sýnar við Suðurlandsbraut hafa tekið breytingum.Anton Brink
Fjarskipti Fjölmiðlar Sýn Tímamót FM957 X977 Kauphöllin Streymisveitur Mest lesið Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Viðskipti innlent „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Viðskipti innlent „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Sjá meira