Óður til Sigga sjéní Ingvi Þór Georgsson skrifar 11. júní 2025 10:01 Sumir nafntogaðir menn og konur hafa aldrei fengið þá viðurkenningu sem þau eiga skilið. Það á vissulega ekki við um málarana Monet og Renoir í dag en báðir voru þó sakaðir um að kunna ekki að mála þegar impressíon málverk þeirra litu fyrst dagsins ljós í Frakklandi seinni hluta 19.aldar. Þeir voru útskúfaðir úr elítunni og þurftu að halda eigin sýningar til að koma sér á framfæri. Verkin þóttu gróf og gengu gegn almennum viðmiðum um list á þeim tíma. Það var ekki fyrr en löngu eftir að fyrstu verkin litu dagsins ljós sem þeir byrjuðu að njóta virðingar fyrir nýjan stíl. Nær okkur í tíma og að ögn öðru meiði stendur sálfræðingurinn og markaðsráðgjafinn Howard Moskowitz sem var beðinn um að finna uppskriftina að hinni „fullkomnu“ spaghettísósu. Howard komst á endanum að því að hin fullkomna spaghetti sósa er ekki til. Niðurstaðan var sú að neytendur vilja ekki alltaf fullkomna lausn heldur val, val um mismunandi bragð, áferð, magn af salti, sætu og fleiru persónubundnu sem engin ein vörulína getur uppfyllt hjá öllum. Sigurður Guðmundsson betur þekktur sem Siggi málari eða „Siggi sjení“ eins og hann var gjarnan kallaður er ekki nafn sem margir Íslendingar þekkja úr sögu þjóðar. Sigurður var stórmerkilegur maður og vakti athygli fyrir margt; hann var einn af fyrstu hvatamönnum að stofnun atvinnuleikhúss, lagði grunn að stofnun þjóðminjasafnsins og er talinn vera frumkvæðismaður af endurreisn og formfesti þjóðbúninga íslenskra kvenna. Árið 1858 lagði Sigurður til atlögu við danska kventísku ásamt stúlkum sem voru hjá honum í teiknikennslu og til varð nýr kvenbúningur, kyrtillinn. Kyrtillinn var á þeim tíma léttari kjóll með miðaldalegu sniði ætlaður til notkunar á dansleikjum fyrir ungar stúlkur í Reykjavík. Og tískustríð Sigurðar við dönsku hirðina gat ekki af sér einn heldur tvo af núverandi þjóðbúningum Íslands en Siggi Sjéní á líka heiðurinn af því að hafa búið til skautbúninginn sem sló í gegn meðal kvenna um miðja 19 öld. Sigurður lést árið 1874. Sagt er að þegar Hilmar Finsen, landsfógeti Íslands, lagði til við konung að heiðra Sigurð fyrir störf hans, hafi konungurinn svarað einfaldlega: „Hann verðskuldar ekki nokkuð.“ Þó Sigurður hafi ekki fengið þá viðurkenningu sem hann átti skilið á þeim tíma lifa Kyrtillinn og skautbúningurinn enn þann dag í dag og mögulega getum við fagnað nýrri endurreisn íslenska þjóðbúningins á 192ára afmæli Sigga Sjéní. Fyrr nefndur Moskowitz gæti allvega sannfært einhver okkar um að neytendur vilja val og mögulega er kominn tími fyrir hugvitsfólk vítt og breitt um landið í að búa til nýja búninga á 21.öldinni. Stundum brjótum við hefðir til að auðga menningu þjóðar. Höfundur er talsmaður uppfinninga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Sjá meira
Sumir nafntogaðir menn og konur hafa aldrei fengið þá viðurkenningu sem þau eiga skilið. Það á vissulega ekki við um málarana Monet og Renoir í dag en báðir voru þó sakaðir um að kunna ekki að mála þegar impressíon málverk þeirra litu fyrst dagsins ljós í Frakklandi seinni hluta 19.aldar. Þeir voru útskúfaðir úr elítunni og þurftu að halda eigin sýningar til að koma sér á framfæri. Verkin þóttu gróf og gengu gegn almennum viðmiðum um list á þeim tíma. Það var ekki fyrr en löngu eftir að fyrstu verkin litu dagsins ljós sem þeir byrjuðu að njóta virðingar fyrir nýjan stíl. Nær okkur í tíma og að ögn öðru meiði stendur sálfræðingurinn og markaðsráðgjafinn Howard Moskowitz sem var beðinn um að finna uppskriftina að hinni „fullkomnu“ spaghettísósu. Howard komst á endanum að því að hin fullkomna spaghetti sósa er ekki til. Niðurstaðan var sú að neytendur vilja ekki alltaf fullkomna lausn heldur val, val um mismunandi bragð, áferð, magn af salti, sætu og fleiru persónubundnu sem engin ein vörulína getur uppfyllt hjá öllum. Sigurður Guðmundsson betur þekktur sem Siggi málari eða „Siggi sjení“ eins og hann var gjarnan kallaður er ekki nafn sem margir Íslendingar þekkja úr sögu þjóðar. Sigurður var stórmerkilegur maður og vakti athygli fyrir margt; hann var einn af fyrstu hvatamönnum að stofnun atvinnuleikhúss, lagði grunn að stofnun þjóðminjasafnsins og er talinn vera frumkvæðismaður af endurreisn og formfesti þjóðbúninga íslenskra kvenna. Árið 1858 lagði Sigurður til atlögu við danska kventísku ásamt stúlkum sem voru hjá honum í teiknikennslu og til varð nýr kvenbúningur, kyrtillinn. Kyrtillinn var á þeim tíma léttari kjóll með miðaldalegu sniði ætlaður til notkunar á dansleikjum fyrir ungar stúlkur í Reykjavík. Og tískustríð Sigurðar við dönsku hirðina gat ekki af sér einn heldur tvo af núverandi þjóðbúningum Íslands en Siggi Sjéní á líka heiðurinn af því að hafa búið til skautbúninginn sem sló í gegn meðal kvenna um miðja 19 öld. Sigurður lést árið 1874. Sagt er að þegar Hilmar Finsen, landsfógeti Íslands, lagði til við konung að heiðra Sigurð fyrir störf hans, hafi konungurinn svarað einfaldlega: „Hann verðskuldar ekki nokkuð.“ Þó Sigurður hafi ekki fengið þá viðurkenningu sem hann átti skilið á þeim tíma lifa Kyrtillinn og skautbúningurinn enn þann dag í dag og mögulega getum við fagnað nýrri endurreisn íslenska þjóðbúningins á 192ára afmæli Sigga Sjéní. Fyrr nefndur Moskowitz gæti allvega sannfært einhver okkar um að neytendur vilja val og mögulega er kominn tími fyrir hugvitsfólk vítt og breitt um landið í að búa til nýja búninga á 21.öldinni. Stundum brjótum við hefðir til að auðga menningu þjóðar. Höfundur er talsmaður uppfinninga.
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun