118 ára sögu Hans Petersen að ljúka Atli Ísleifsson skrifar 7. júní 2025 10:18 Síðasta verslun Hans Petersen hefur verið starfrækt við Grensásveg 12 síðustu ár. Hans Petersen Ljósmyndaverslun Hans Petersen við Grensásveg 12 í Reykjavík verður skellt í lás næstkomandi föstudag. Um er að ræða einu verslun Hans Petersen og er þar með ljóst að 118 ára sögu fyrirtækisins er lokið. Frá þessu segir á Facebook-síðu Hans Petersen. „Nú eru að renna upp stór tímamót í sögu Hans Petersen. Eftir langa og dýrmæta vegferð höfum við tekið þá ákvörðun að hætta verslunarrekstri á næstu dögum og snúa okkur að nýjum og óskyldum rekstri. Það er bæði erfitt og tilfinningaþrungið að kveðja þennan kafla, sem hefur verið okkur svo mikilvægur. Við lítum til baka með stolti og djúpu þakklæti fyrir þann ómetanlega stuðning og traust sem þið hafið sýnt okkur í gegnum árin,“ segir í færslunni. Opnaði í Bankastræti árið 1907 Fyrsta verslun Hans Petersen opnaði við Bankastræti árið 1907, en í gegnum árin hefur fyrirtækið rekið verslanir víða, meðal annars í Kringlunni, Smáralind, Faxafeni, Ármúla og víðar. Framsetningarmáti mynda hefur hins vegar breyst mikið með árunum og óskir og kröfur viðskiptavina sömuleiðis. Segir á á heimasíðu Hans Petersen að því hafi þurft að breyta vöruframboði talsvert mikið til þess að koma á móts við nýja tíma. Nú sé hins vegar komið að lokum. „Viðskiptavinirnir – þið – hafið verið hjartað í rekstrinum okkar. Þið komuð, hlóguð, deilduð sögum ykkar, fenguð hugmyndir og fóruð út með minningar – og skilduð sannarlega eftir ykkar spor í sögu verslana okkar. Án ykkar hefði þessi saga aldrei orðið jafn falleg og hún varð. Við kveðjum verslunarreksturinn með hlýju og virðingu, og horfum fram á veginn með von og spennu. Við þökkum af öllu hjarta fyrir samfylgdina, viðskiptin og minningarnar og óskum ykkur alls hins besta. Takk fyrir allt,“ segir í færslunni. Sæki ósóttar pantanir Ennfremur segir að samkomulag hafi náðst við Fotomax um að taka yfir ljósmyndaþjónustuna , en sú verslun er staðsett við Kleppsmýrarveg 8 í Reykjavík. Viðskiptavinir sem eiga enn pantanir hjá Hans Petersen við Grensásveg eru minntir á að sækja þær fyrir lokun verslunarinnar á Grensásvegi 12, klukkan 17 næstkomandi föstudag. Verslun Reykjavík Ljósmyndun Tímamót Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Sjá meira
Frá þessu segir á Facebook-síðu Hans Petersen. „Nú eru að renna upp stór tímamót í sögu Hans Petersen. Eftir langa og dýrmæta vegferð höfum við tekið þá ákvörðun að hætta verslunarrekstri á næstu dögum og snúa okkur að nýjum og óskyldum rekstri. Það er bæði erfitt og tilfinningaþrungið að kveðja þennan kafla, sem hefur verið okkur svo mikilvægur. Við lítum til baka með stolti og djúpu þakklæti fyrir þann ómetanlega stuðning og traust sem þið hafið sýnt okkur í gegnum árin,“ segir í færslunni. Opnaði í Bankastræti árið 1907 Fyrsta verslun Hans Petersen opnaði við Bankastræti árið 1907, en í gegnum árin hefur fyrirtækið rekið verslanir víða, meðal annars í Kringlunni, Smáralind, Faxafeni, Ármúla og víðar. Framsetningarmáti mynda hefur hins vegar breyst mikið með árunum og óskir og kröfur viðskiptavina sömuleiðis. Segir á á heimasíðu Hans Petersen að því hafi þurft að breyta vöruframboði talsvert mikið til þess að koma á móts við nýja tíma. Nú sé hins vegar komið að lokum. „Viðskiptavinirnir – þið – hafið verið hjartað í rekstrinum okkar. Þið komuð, hlóguð, deilduð sögum ykkar, fenguð hugmyndir og fóruð út með minningar – og skilduð sannarlega eftir ykkar spor í sögu verslana okkar. Án ykkar hefði þessi saga aldrei orðið jafn falleg og hún varð. Við kveðjum verslunarreksturinn með hlýju og virðingu, og horfum fram á veginn með von og spennu. Við þökkum af öllu hjarta fyrir samfylgdina, viðskiptin og minningarnar og óskum ykkur alls hins besta. Takk fyrir allt,“ segir í færslunni. Sæki ósóttar pantanir Ennfremur segir að samkomulag hafi náðst við Fotomax um að taka yfir ljósmyndaþjónustuna , en sú verslun er staðsett við Kleppsmýrarveg 8 í Reykjavík. Viðskiptavinir sem eiga enn pantanir hjá Hans Petersen við Grensásveg eru minntir á að sækja þær fyrir lokun verslunarinnar á Grensásvegi 12, klukkan 17 næstkomandi föstudag.
Verslun Reykjavík Ljósmyndun Tímamót Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Sjá meira