118 ára sögu Hans Petersen að ljúka Atli Ísleifsson skrifar 7. júní 2025 10:18 Síðasta verslun Hans Petersen hefur verið starfrækt við Grensásveg 12 síðustu ár. Hans Petersen Ljósmyndaverslun Hans Petersen við Grensásveg 12 í Reykjavík verður skellt í lás næstkomandi föstudag. Um er að ræða einu verslun Hans Petersen og er þar með ljóst að 118 ára sögu fyrirtækisins er lokið. Frá þessu segir á Facebook-síðu Hans Petersen. „Nú eru að renna upp stór tímamót í sögu Hans Petersen. Eftir langa og dýrmæta vegferð höfum við tekið þá ákvörðun að hætta verslunarrekstri á næstu dögum og snúa okkur að nýjum og óskyldum rekstri. Það er bæði erfitt og tilfinningaþrungið að kveðja þennan kafla, sem hefur verið okkur svo mikilvægur. Við lítum til baka með stolti og djúpu þakklæti fyrir þann ómetanlega stuðning og traust sem þið hafið sýnt okkur í gegnum árin,“ segir í færslunni. Opnaði í Bankastræti árið 1907 Fyrsta verslun Hans Petersen opnaði við Bankastræti árið 1907, en í gegnum árin hefur fyrirtækið rekið verslanir víða, meðal annars í Kringlunni, Smáralind, Faxafeni, Ármúla og víðar. Framsetningarmáti mynda hefur hins vegar breyst mikið með árunum og óskir og kröfur viðskiptavina sömuleiðis. Segir á á heimasíðu Hans Petersen að því hafi þurft að breyta vöruframboði talsvert mikið til þess að koma á móts við nýja tíma. Nú sé hins vegar komið að lokum. „Viðskiptavinirnir – þið – hafið verið hjartað í rekstrinum okkar. Þið komuð, hlóguð, deilduð sögum ykkar, fenguð hugmyndir og fóruð út með minningar – og skilduð sannarlega eftir ykkar spor í sögu verslana okkar. Án ykkar hefði þessi saga aldrei orðið jafn falleg og hún varð. Við kveðjum verslunarreksturinn með hlýju og virðingu, og horfum fram á veginn með von og spennu. Við þökkum af öllu hjarta fyrir samfylgdina, viðskiptin og minningarnar og óskum ykkur alls hins besta. Takk fyrir allt,“ segir í færslunni. Sæki ósóttar pantanir Ennfremur segir að samkomulag hafi náðst við Fotomax um að taka yfir ljósmyndaþjónustuna , en sú verslun er staðsett við Kleppsmýrarveg 8 í Reykjavík. Viðskiptavinir sem eiga enn pantanir hjá Hans Petersen við Grensásveg eru minntir á að sækja þær fyrir lokun verslunarinnar á Grensásvegi 12, klukkan 17 næstkomandi föstudag. Verslun Reykjavík Ljósmyndun Tímamót Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira
Frá þessu segir á Facebook-síðu Hans Petersen. „Nú eru að renna upp stór tímamót í sögu Hans Petersen. Eftir langa og dýrmæta vegferð höfum við tekið þá ákvörðun að hætta verslunarrekstri á næstu dögum og snúa okkur að nýjum og óskyldum rekstri. Það er bæði erfitt og tilfinningaþrungið að kveðja þennan kafla, sem hefur verið okkur svo mikilvægur. Við lítum til baka með stolti og djúpu þakklæti fyrir þann ómetanlega stuðning og traust sem þið hafið sýnt okkur í gegnum árin,“ segir í færslunni. Opnaði í Bankastræti árið 1907 Fyrsta verslun Hans Petersen opnaði við Bankastræti árið 1907, en í gegnum árin hefur fyrirtækið rekið verslanir víða, meðal annars í Kringlunni, Smáralind, Faxafeni, Ármúla og víðar. Framsetningarmáti mynda hefur hins vegar breyst mikið með árunum og óskir og kröfur viðskiptavina sömuleiðis. Segir á á heimasíðu Hans Petersen að því hafi þurft að breyta vöruframboði talsvert mikið til þess að koma á móts við nýja tíma. Nú sé hins vegar komið að lokum. „Viðskiptavinirnir – þið – hafið verið hjartað í rekstrinum okkar. Þið komuð, hlóguð, deilduð sögum ykkar, fenguð hugmyndir og fóruð út með minningar – og skilduð sannarlega eftir ykkar spor í sögu verslana okkar. Án ykkar hefði þessi saga aldrei orðið jafn falleg og hún varð. Við kveðjum verslunarreksturinn með hlýju og virðingu, og horfum fram á veginn með von og spennu. Við þökkum af öllu hjarta fyrir samfylgdina, viðskiptin og minningarnar og óskum ykkur alls hins besta. Takk fyrir allt,“ segir í færslunni. Sæki ósóttar pantanir Ennfremur segir að samkomulag hafi náðst við Fotomax um að taka yfir ljósmyndaþjónustuna , en sú verslun er staðsett við Kleppsmýrarveg 8 í Reykjavík. Viðskiptavinir sem eiga enn pantanir hjá Hans Petersen við Grensásveg eru minntir á að sækja þær fyrir lokun verslunarinnar á Grensásvegi 12, klukkan 17 næstkomandi föstudag.
Verslun Reykjavík Ljósmyndun Tímamót Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira