Fjárfestavernd sem gengur of langt? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar 4. júní 2025 08:31 Þann 1. janúar 2023 varð skylda fyrir sjóði að gera lykilupplýsingaskjöl (e. Key information document, skammtafað KID) í samræmi við PRIIPS reglugerð Evrópusambandsins fyrir almenna fjárfesta. Þessi reglugerð á að auka vernd fyrir almenna fjárfesta og auðvelda þeim að bera saman mismunandi sjóði. Eftir breytinguna geta almennir fjárfestar t.d. ekki lengur fjárfest í kauphallarsjóðum (ETFs) skráðum í Bandaríkjunum sem margir nýttu sér t.d. í gegnum Saxo Bank. Samkvæmt KID þurfa sjóðir að sýna hver niðurstaðan yrði samkvæmt fjórum sviðsmyndum sem almennt eru byggðar á tölum úr fortíð. Slík framsetning er vandkvæðum bundin fyrir bandaríska sjóði vegna reglna þarlendis. Ávöxtun í fortíð er ekki vísbending um ávöxtun í framtíð og því takmarkað gagn af þessum sviðsmyndum. Þessar kröfur í regluverkinu eru því miður vanhugsaðar. Krafan um íslensku Almennir fjárfestar geta fjárfest í kauphallarsjóðum sem birta KID skjal í samræmi við Evrópureglurnar og fylgja t.d. S&P500 vísitölunni. Mörg bandarísk sjóðastýringafyrirtæki eru með dótturfélög í Evrópu og falla undir Evrópureglurnar og geta þá sýnt þessar fjórar sviðsmyndir. Þau og evrópsku sjóðastýringafyrirtækin gera því mörg hver slíkt KID skjal fyrir almenna fjárfesta. Hins vegar kveða reglurnar á um að KID skjalið skuli vera á því tungumáli sem viðurkennt er í hverju landi fyrir sig. Erlendir kauphallarsjóðir hafa ekki gefið út KID skjöl á íslensku og því eru þeir nú lokaðir almennum fjárfestum á Íslandi. Ísland hefur ekki viðurkennt ensku sem tungumál í þessu samhengi en heimild er fyrir slíku í regluverkinu og hafa einhver lönd í Evrópu nýtt sér það. Flestir Íslendingar eru fullfærir um að skilja ensku nægilega vel til að geta kynnt sér upplýsingaefni um sjóði með fullnægjandi hætti á því tungumáli. Aðgengi að þessum sjóðum yrði hagfellt fyrir almenna fjárfesta og með því að viðurkenna ensku gætu stjórnvöld aukið aðgengi að þeim fyrir almenna fjárfesta á Íslandi. Til að setja hlutina í samhengi má geta þess að Alvotech birtir t.d. ekki ársreikning á íslensku en almennir fjárfestar mega kaupa hlutabréf í því fyrirtæki en geta í nafni verndar ekki keypt í S&P500 kauphallarsjóði sem er dreifður á um 500 fyrirtæki. Það að vernda almenna fjárfesta er í sjálfu sér rökrétt en útfærslan og afleiðingarnar af því skipta máli. Almennir fjárfestar geta óskað eftir því að flokkun þeirra sé breytt í fagfjárfesti ef þeir uppfylla ákveðin skilyrði en við það missa almennir fjárfestar ákveðna vernd. Þá gætu þeir fjárfest í Kauphallarsjóðum sem birta ekki KID en vegna skilyrða sem þarf að uppfylla er þessi leið torfær fyrir marga almenna fjárfesta. Höfundur er fjármálaráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Baldvin Ingi Sigurðsson Fjármál heimilisins Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 1. janúar 2023 varð skylda fyrir sjóði að gera lykilupplýsingaskjöl (e. Key information document, skammtafað KID) í samræmi við PRIIPS reglugerð Evrópusambandsins fyrir almenna fjárfesta. Þessi reglugerð á að auka vernd fyrir almenna fjárfesta og auðvelda þeim að bera saman mismunandi sjóði. Eftir breytinguna geta almennir fjárfestar t.d. ekki lengur fjárfest í kauphallarsjóðum (ETFs) skráðum í Bandaríkjunum sem margir nýttu sér t.d. í gegnum Saxo Bank. Samkvæmt KID þurfa sjóðir að sýna hver niðurstaðan yrði samkvæmt fjórum sviðsmyndum sem almennt eru byggðar á tölum úr fortíð. Slík framsetning er vandkvæðum bundin fyrir bandaríska sjóði vegna reglna þarlendis. Ávöxtun í fortíð er ekki vísbending um ávöxtun í framtíð og því takmarkað gagn af þessum sviðsmyndum. Þessar kröfur í regluverkinu eru því miður vanhugsaðar. Krafan um íslensku Almennir fjárfestar geta fjárfest í kauphallarsjóðum sem birta KID skjal í samræmi við Evrópureglurnar og fylgja t.d. S&P500 vísitölunni. Mörg bandarísk sjóðastýringafyrirtæki eru með dótturfélög í Evrópu og falla undir Evrópureglurnar og geta þá sýnt þessar fjórar sviðsmyndir. Þau og evrópsku sjóðastýringafyrirtækin gera því mörg hver slíkt KID skjal fyrir almenna fjárfesta. Hins vegar kveða reglurnar á um að KID skjalið skuli vera á því tungumáli sem viðurkennt er í hverju landi fyrir sig. Erlendir kauphallarsjóðir hafa ekki gefið út KID skjöl á íslensku og því eru þeir nú lokaðir almennum fjárfestum á Íslandi. Ísland hefur ekki viðurkennt ensku sem tungumál í þessu samhengi en heimild er fyrir slíku í regluverkinu og hafa einhver lönd í Evrópu nýtt sér það. Flestir Íslendingar eru fullfærir um að skilja ensku nægilega vel til að geta kynnt sér upplýsingaefni um sjóði með fullnægjandi hætti á því tungumáli. Aðgengi að þessum sjóðum yrði hagfellt fyrir almenna fjárfesta og með því að viðurkenna ensku gætu stjórnvöld aukið aðgengi að þeim fyrir almenna fjárfesta á Íslandi. Til að setja hlutina í samhengi má geta þess að Alvotech birtir t.d. ekki ársreikning á íslensku en almennir fjárfestar mega kaupa hlutabréf í því fyrirtæki en geta í nafni verndar ekki keypt í S&P500 kauphallarsjóði sem er dreifður á um 500 fyrirtæki. Það að vernda almenna fjárfesta er í sjálfu sér rökrétt en útfærslan og afleiðingarnar af því skipta máli. Almennir fjárfestar geta óskað eftir því að flokkun þeirra sé breytt í fagfjárfesti ef þeir uppfylla ákveðin skilyrði en við það missa almennir fjárfestar ákveðna vernd. Þá gætu þeir fjárfest í Kauphallarsjóðum sem birta ekki KID en vegna skilyrða sem þarf að uppfylla er þessi leið torfær fyrir marga almenna fjárfesta. Höfundur er fjármálaráðgjafi.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar