Gagnsæi og traust á raforkumarkaði Einar S Einarsson skrifar 2. júní 2025 14:01 Um nauðsyn þess að afgreiða frumvarp um hátternisreglur í raforkuviðskiptum. Á Alþingi liggur nú fyrir frumvarp um breytingu á raforkulögum, sem fjallar um tilteknar hátternisreglum í raforkuviðskiptum. Verði frumvarpið að lögum mun það marka tímamót í þróun raforkumarkaðar á Íslandi þar sem innleiddar yrðu reglur um bann við markaðsmisnotkun og innherjasvikum, skyldu til birtingar innherjaupplýsinga og kröfur um skráningu markaðsaðila. Reglurnar eru að mörgu leyti sambærilegar við þær reglur sem þegar gilda á fjármálamörkuðum. Tilgangur lagabreytinga er að tryggja viðunandi leikreglur á markaði. Með aukinni markaðsvæðingu, m.a. með tilkomu viðskiptavettvanga á borð við Elmu og Vonarskarðs, hefur orðið til nýtt landslag sem krefst þess að settar séu skýrari leikreglur. Þá er í frumvarpinu einnig gert ráð fyrir því að Raforkueftirlitið fari með eftirlit með nýjum reglum. Skýrar leikreglur eru nauðsynlegar Fyrir um fimmtán árum innleiddi Evrópusambandið sambærilegar reglur á sínum raforkumarkaði með svokallaðri REMIT tilskipun, sem enn er til skoðunar hjá EES/EFTA ríkjunum. Þó að skipulagður raforkumarkaður sé tiltölulega nýr af nálinni hér á landi, er ekki hægt að líta fram hjá því að á Íslandi hefur verið raforkumarkaður í einhverri mynd í tuttugu ár. Þannig er ekki eingöngu tímabært að innleiða slíkar reglur hér á landi heldur er það nauðsynlegt til að tryggja traust markaðarins. Enginn vafi á því að samræming íslenskra laga við evrópskar kröfur styður við samkeppnishæfni Íslands. Fyrir almenna raforkunotendur skipta slíkar reglur höfuð máli. Án hátternisreglna og reglna um upplýsingagjöf, geta þátttakendur á markaði sem búa yfir betri upplýsingum en aðrir aðilar, hagnast á viðskiptum á kostnað annarra. Með skýrari reglum um upplýsingaskyldu og bann við innherjasvikum og markaðsmisnotkun er stuðlað að því raunveruleg staða endurspeglist í framboði og eftirspurn og verði raforkunnar. Jafn aðgangur að upplýsingum eykur einnig traust markaðsaðila og almennings á raforkumarkaðnum og dregur úr líkum á misnotkun. Fyrir starfsfólk orkufyrirtækja fela slíkar reglur í sér nýjar kröfur um háttsemi, verklag, skráningu upplýsinga og upplýsingagjöf, sem stuðlar að faglegri og ábyrgari starfsemi. Nauðsynlegt er að reglurnar séu skýrar og fyrirsjáanlegar og að gerðar séu leiðbeiningar en þannig veita reglurnar þeim sem eftir þeim starfa aukið öryggi og vissu við sín störf. Þannig minnkar áhættan á því gerð verði mistök, sem geta verið dýrkeypt fyrir fyrirtækin og starfsfólk persónulega. Markaðsreglur eru til bóta fyrir okkur öll Með skýrari reglum og eftirliti verður auðveldara að tryggja jafnræði milli aðila á markaði og koma í veg fyrir að smærri fyrirtæki verði undir í samkeppni. Hátternisreglur á raforkumarkaði eru því lykilverkfæri til að efla heilbrigðan og samkeppnishæfan raforkumarkað. Með samþykkt frumvarpsins yrði lagður grunnur að skýrari leikreglum sem verja hagsmuni almennings, stuðlað að virkum markaði og um leið yrði tekið mikil vægt skref í þeim tilgangi að efla traust um íslenska raforkukerfið og raforkumarkaðinn og er mikilvægur grunnur í að bæta samkeppnishæfni Íslands. Höfundur er forstöðumaður Skrifstofu forstjóra Landsnets. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Um nauðsyn þess að afgreiða frumvarp um hátternisreglur í raforkuviðskiptum. Á Alþingi liggur nú fyrir frumvarp um breytingu á raforkulögum, sem fjallar um tilteknar hátternisreglum í raforkuviðskiptum. Verði frumvarpið að lögum mun það marka tímamót í þróun raforkumarkaðar á Íslandi þar sem innleiddar yrðu reglur um bann við markaðsmisnotkun og innherjasvikum, skyldu til birtingar innherjaupplýsinga og kröfur um skráningu markaðsaðila. Reglurnar eru að mörgu leyti sambærilegar við þær reglur sem þegar gilda á fjármálamörkuðum. Tilgangur lagabreytinga er að tryggja viðunandi leikreglur á markaði. Með aukinni markaðsvæðingu, m.a. með tilkomu viðskiptavettvanga á borð við Elmu og Vonarskarðs, hefur orðið til nýtt landslag sem krefst þess að settar séu skýrari leikreglur. Þá er í frumvarpinu einnig gert ráð fyrir því að Raforkueftirlitið fari með eftirlit með nýjum reglum. Skýrar leikreglur eru nauðsynlegar Fyrir um fimmtán árum innleiddi Evrópusambandið sambærilegar reglur á sínum raforkumarkaði með svokallaðri REMIT tilskipun, sem enn er til skoðunar hjá EES/EFTA ríkjunum. Þó að skipulagður raforkumarkaður sé tiltölulega nýr af nálinni hér á landi, er ekki hægt að líta fram hjá því að á Íslandi hefur verið raforkumarkaður í einhverri mynd í tuttugu ár. Þannig er ekki eingöngu tímabært að innleiða slíkar reglur hér á landi heldur er það nauðsynlegt til að tryggja traust markaðarins. Enginn vafi á því að samræming íslenskra laga við evrópskar kröfur styður við samkeppnishæfni Íslands. Fyrir almenna raforkunotendur skipta slíkar reglur höfuð máli. Án hátternisreglna og reglna um upplýsingagjöf, geta þátttakendur á markaði sem búa yfir betri upplýsingum en aðrir aðilar, hagnast á viðskiptum á kostnað annarra. Með skýrari reglum um upplýsingaskyldu og bann við innherjasvikum og markaðsmisnotkun er stuðlað að því raunveruleg staða endurspeglist í framboði og eftirspurn og verði raforkunnar. Jafn aðgangur að upplýsingum eykur einnig traust markaðsaðila og almennings á raforkumarkaðnum og dregur úr líkum á misnotkun. Fyrir starfsfólk orkufyrirtækja fela slíkar reglur í sér nýjar kröfur um háttsemi, verklag, skráningu upplýsinga og upplýsingagjöf, sem stuðlar að faglegri og ábyrgari starfsemi. Nauðsynlegt er að reglurnar séu skýrar og fyrirsjáanlegar og að gerðar séu leiðbeiningar en þannig veita reglurnar þeim sem eftir þeim starfa aukið öryggi og vissu við sín störf. Þannig minnkar áhættan á því gerð verði mistök, sem geta verið dýrkeypt fyrir fyrirtækin og starfsfólk persónulega. Markaðsreglur eru til bóta fyrir okkur öll Með skýrari reglum og eftirliti verður auðveldara að tryggja jafnræði milli aðila á markaði og koma í veg fyrir að smærri fyrirtæki verði undir í samkeppni. Hátternisreglur á raforkumarkaði eru því lykilverkfæri til að efla heilbrigðan og samkeppnishæfan raforkumarkað. Með samþykkt frumvarpsins yrði lagður grunnur að skýrari leikreglum sem verja hagsmuni almennings, stuðlað að virkum markaði og um leið yrði tekið mikil vægt skref í þeim tilgangi að efla traust um íslenska raforkukerfið og raforkumarkaðinn og er mikilvægur grunnur í að bæta samkeppnishæfni Íslands. Höfundur er forstöðumaður Skrifstofu forstjóra Landsnets.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun