Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 28. maí 2025 07:00 Fram kemur með skýrum hætti í yfirlýsingu sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar, undirritaði í síðustu viku ásamt utanríkisráðherrum Noregs, Liechtenstein og Evrópusambandsins, að til standi að aðlaga stefnu ríkjanna þriggja í utanríkismálum að utanríkisstefnu sambandsins. Þar segir einfaldlega undir fyrirsögninni „Aðlögun að utanríkisstefnu Evrópusambandsins“ að ríkin þrjú, sem aðild eiga að Fríverzlunarsamtökum Evrópu (EFTA) og EES-samningnum, muni aðlaga sig að „ákvörðunum, yfirlýsingum og refsiaðgerðum“ sambandsins. Formaður Viðreisnar hefur ítrekað hafnað því að undanförnu að til standi að taka upp utanríkisstefnu Evrópusambandsins eftir að vakin var athygli á málinu á Stjórnmálin.is fyrir helgi, bæði í fjölmiðlum og á Alþingi, þrátt fyrir að það sé eðli málsins samkvæmt það sem felst í aðlögun að stefnu sambandsins í utanríkismálum sem aftur samræmist engan veginn sjálfstæðri utanríkisstefnu. Málið hefur í þrígang verið rætt á vettvangi þingsins að undanförnu þar sem meðal annars kom fram að utanríkismálanefnd Alþingis hefði ekki verið upplýst um þetta meginatriði yfirlýsingarinnar. Hins vegar breytir auðvitað engu hvað Þorgerður Katrín segir þegar það samræmist ekki því sem hún hefur beinlínis skrifað undir. Annars vakti athygli í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í fyrradag hvernig Þorgerður gerði sér greinilega far um að ræða ekki ákvæði yfirlýsingarinnar, eða samkomulagsins eins og hún kallaði hana sem er vitanlega enn formlegri farvegur, um aðlögunina þrátt fyrir að sérstaklega væri spurt um það. Rétt eins og að ekkert var minnzt á aðlögunina í fréttatilkynningu utanríkisráðuneytsins um yfirlýsinguna í síðustu viku. Feluleikur Þorgerðar leynir sér ekki. Með öðrum orðum hyggst Þorgerður Katrín aðlaga Ísland að Evrópusambandinu í utanríkismálum undir því yfirskyni að þess þurfi vegna EES-samningsins, þrátt fyrir að engum slíkum skuldbindingum sé fyrir að fara í honum, áður en til stendur að greidd verði atkvæði um það í þjóðaratkvæði hvort stefna eigi að inngöngu í sambandið. Ef kröfu um slíkt er hins vegar fyrir að fara af hálfu Evrópusambandsins vegna EES-samningsins eiga íslenzk stjórnvöld vitanlega að standa í fæturna í þeim efnum. Þá er enn fremur um að ræða enn ein veigamiklu rökin fyrir því að endurskoða aðildina að honum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Halldór 30.08.2025 Halldór Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Fram kemur með skýrum hætti í yfirlýsingu sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar, undirritaði í síðustu viku ásamt utanríkisráðherrum Noregs, Liechtenstein og Evrópusambandsins, að til standi að aðlaga stefnu ríkjanna þriggja í utanríkismálum að utanríkisstefnu sambandsins. Þar segir einfaldlega undir fyrirsögninni „Aðlögun að utanríkisstefnu Evrópusambandsins“ að ríkin þrjú, sem aðild eiga að Fríverzlunarsamtökum Evrópu (EFTA) og EES-samningnum, muni aðlaga sig að „ákvörðunum, yfirlýsingum og refsiaðgerðum“ sambandsins. Formaður Viðreisnar hefur ítrekað hafnað því að undanförnu að til standi að taka upp utanríkisstefnu Evrópusambandsins eftir að vakin var athygli á málinu á Stjórnmálin.is fyrir helgi, bæði í fjölmiðlum og á Alþingi, þrátt fyrir að það sé eðli málsins samkvæmt það sem felst í aðlögun að stefnu sambandsins í utanríkismálum sem aftur samræmist engan veginn sjálfstæðri utanríkisstefnu. Málið hefur í þrígang verið rætt á vettvangi þingsins að undanförnu þar sem meðal annars kom fram að utanríkismálanefnd Alþingis hefði ekki verið upplýst um þetta meginatriði yfirlýsingarinnar. Hins vegar breytir auðvitað engu hvað Þorgerður Katrín segir þegar það samræmist ekki því sem hún hefur beinlínis skrifað undir. Annars vakti athygli í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í fyrradag hvernig Þorgerður gerði sér greinilega far um að ræða ekki ákvæði yfirlýsingarinnar, eða samkomulagsins eins og hún kallaði hana sem er vitanlega enn formlegri farvegur, um aðlögunina þrátt fyrir að sérstaklega væri spurt um það. Rétt eins og að ekkert var minnzt á aðlögunina í fréttatilkynningu utanríkisráðuneytsins um yfirlýsinguna í síðustu viku. Feluleikur Þorgerðar leynir sér ekki. Með öðrum orðum hyggst Þorgerður Katrín aðlaga Ísland að Evrópusambandinu í utanríkismálum undir því yfirskyni að þess þurfi vegna EES-samningsins, þrátt fyrir að engum slíkum skuldbindingum sé fyrir að fara í honum, áður en til stendur að greidd verði atkvæði um það í þjóðaratkvæði hvort stefna eigi að inngöngu í sambandið. Ef kröfu um slíkt er hins vegar fyrir að fara af hálfu Evrópusambandsins vegna EES-samningsins eiga íslenzk stjórnvöld vitanlega að standa í fæturna í þeim efnum. Þá er enn fremur um að ræða enn ein veigamiklu rökin fyrir því að endurskoða aðildina að honum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun