Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 13. maí 2025 20:57 Vísir/Samsett Hörður Ægisson, ritstjóri viðskiptamiðilsins Innherja, segir útboð vegna sölu ríkisins á hluta sínum í Íslandsbanka fara vel af stað. Áskriftir hafa þegar borist í 20 prósent. Útboðið stendur yfir fram til loka fimmtudags. Útboðið hófst klukkan hálfníu í morgun. Almenningur getur tekið þátt í útboðinu en þrjár tilboðsbækur standa kaupendum til boðanna. Þær eru ólíkar hvað varðar forgang, stærð og úthlutun. Eins og þegar hefur komið fram hafa þegar verið mótteknar pantanir umfram grunnmagn, það er sem nær til tuttugu prósent útistandandi hlutafés. Almenningur nýtur forgangs gagnvart lögaðilum og lögaðilar njóta forgangs gagnvart fjárfestum. Myllusteinn um háls markaðarins Hörður segir fjárfesta hafa beðið óþreyjufulla eftir útboðinu í marga mánuði. Útboðið hafi verið eins og myllusteinn um hálsinn á markaðinum. „Lífeyrissjóðir og aðrir stórir fjárfestar eru búnir að vera með peninga klára á hliðarlínunni til að taka þátt í þessu útboði. Bæði vegna stórra arðgreiðslna sem hafa komið frá félögum í kauphöllinni að undanförnu, eins háar fjárhæðir sem komu í byrjun ársins við yfirtöku JPT á Marel. Að lokum ef við lítum á innlán almennings er það í sögulega háum hæðum þannig að þar er líka fjármang sem gæti leitað inn í þetta útboð. Aðstæður eru að teiknast upp með frekar góðum hætti,“ segir Hörður. Hörður segir að miðað við kröftuga byrjun séu allar líkur á því að ríkissjóður muni auka magn hluta í útboði. Hann segist ekki vita hvort ríkið selji allan 45,2 prósenta hlutinn sinn. „Ríkið þarf að huga að ákveðinni jafnvægislist, það má ekki þurrausa markaðinn nema umframeftirspurnin af hálfu fjárfesta verði það mikil að hún gefi færi á því,“ segir Hörður. Gagnsærra en síðast Útboðsgengið fyrir tilboðsbók A sem stendur almenningi til boða er 106,56 krónur á hlut en markaðsgengi var í gær 114,5 krónur. Það jafngildir tæplega sjö prósenta afslætti. „Það er vissulega verið að veita ríflegan afslátt ef maður notar það orð miðað við gengið sem var á lokuðum markað í gær. Síðan á eftir að koma í ljós hvernig gengið verður í hinum tilboðsbókunum sem er beint að lífeyrissjóðum, verðbréfasjóðum, fjárfestingafélögum og erlendum fjárfestum. Ég á frekar von á því að gengið í þeim tilboðsbókum verði hærra og maður vonar það fyrir hönd ríkissjóðs, seljandans. Ef allt gengur vel gæti þetta orðið líka vítamínsprauta fyrir markaðinn ef við fáum þétta þátttöku almennings í bland við fjárfesta þá mun það lofa góðu um framhaldið,“ segir Hörður. Er útboðið gagnsærra en síðast? „Það er gagnsærra vegna þess að verið er að markaðssetja útboðið til almennings. Það felur í sér að það þarf að veita meiri upplýsingar, það þarf að birta skráningarlýsingu og það hefur þá kosti í för með ser að það sé meira jafnræði en á móti þessu kemur þá fylgir þessu meiri kostnaður fyrir ríkissjóð og líklegt að ríkið fái örlítið lægra verð heldur en ella,“ segir Hörður Ægisson, ritstjóri Innherja. Salan á Íslandsbanka Fjármálafyrirtæki Fjármálamarkaðir Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Bætist í eigendahóp Strategíu Viðskipti innlent Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Sjá meira
Útboðið hófst klukkan hálfníu í morgun. Almenningur getur tekið þátt í útboðinu en þrjár tilboðsbækur standa kaupendum til boðanna. Þær eru ólíkar hvað varðar forgang, stærð og úthlutun. Eins og þegar hefur komið fram hafa þegar verið mótteknar pantanir umfram grunnmagn, það er sem nær til tuttugu prósent útistandandi hlutafés. Almenningur nýtur forgangs gagnvart lögaðilum og lögaðilar njóta forgangs gagnvart fjárfestum. Myllusteinn um háls markaðarins Hörður segir fjárfesta hafa beðið óþreyjufulla eftir útboðinu í marga mánuði. Útboðið hafi verið eins og myllusteinn um hálsinn á markaðinum. „Lífeyrissjóðir og aðrir stórir fjárfestar eru búnir að vera með peninga klára á hliðarlínunni til að taka þátt í þessu útboði. Bæði vegna stórra arðgreiðslna sem hafa komið frá félögum í kauphöllinni að undanförnu, eins háar fjárhæðir sem komu í byrjun ársins við yfirtöku JPT á Marel. Að lokum ef við lítum á innlán almennings er það í sögulega háum hæðum þannig að þar er líka fjármang sem gæti leitað inn í þetta útboð. Aðstæður eru að teiknast upp með frekar góðum hætti,“ segir Hörður. Hörður segir að miðað við kröftuga byrjun séu allar líkur á því að ríkissjóður muni auka magn hluta í útboði. Hann segist ekki vita hvort ríkið selji allan 45,2 prósenta hlutinn sinn. „Ríkið þarf að huga að ákveðinni jafnvægislist, það má ekki þurrausa markaðinn nema umframeftirspurnin af hálfu fjárfesta verði það mikil að hún gefi færi á því,“ segir Hörður. Gagnsærra en síðast Útboðsgengið fyrir tilboðsbók A sem stendur almenningi til boða er 106,56 krónur á hlut en markaðsgengi var í gær 114,5 krónur. Það jafngildir tæplega sjö prósenta afslætti. „Það er vissulega verið að veita ríflegan afslátt ef maður notar það orð miðað við gengið sem var á lokuðum markað í gær. Síðan á eftir að koma í ljós hvernig gengið verður í hinum tilboðsbókunum sem er beint að lífeyrissjóðum, verðbréfasjóðum, fjárfestingafélögum og erlendum fjárfestum. Ég á frekar von á því að gengið í þeim tilboðsbókum verði hærra og maður vonar það fyrir hönd ríkissjóðs, seljandans. Ef allt gengur vel gæti þetta orðið líka vítamínsprauta fyrir markaðinn ef við fáum þétta þátttöku almennings í bland við fjárfesta þá mun það lofa góðu um framhaldið,“ segir Hörður. Er útboðið gagnsærra en síðast? „Það er gagnsærra vegna þess að verið er að markaðssetja útboðið til almennings. Það felur í sér að það þarf að veita meiri upplýsingar, það þarf að birta skráningarlýsingu og það hefur þá kosti í för með ser að það sé meira jafnræði en á móti þessu kemur þá fylgir þessu meiri kostnaður fyrir ríkissjóð og líklegt að ríkið fái örlítið lægra verð heldur en ella,“ segir Hörður Ægisson, ritstjóri Innherja.
Salan á Íslandsbanka Fjármálafyrirtæki Fjármálamarkaðir Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Bætist í eigendahóp Strategíu Viðskipti innlent Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Sjá meira