Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. maí 2025 11:38 Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra telur þetta rétta tímann til að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka. Vísir/Ívar Fannar Sala á almennum hlutum ríkisins í Íslandsbanka hófst í morgun og stendur fram á fimmtudag. Fjármálaráðherra segir samdóma álit að þetta sé réttur tími og mikil áhersla sé lögð á að salan sé gagnsæ. Greint var frá því í gær að fjármála- og efnahagsráðuneytið hefði ráðið fjögur íslensk fjármálafyrirtæki - Arctica Finance, Arion banka, Kviku banka og Landsbankann - sem söluaðila fyrir útboðið en greint var í síðustu viku frá ráðningu fjögurra erlendra söluaðila vegna útboðsins. Útboðið hófst klukkan hálf níu í morgun og er gert ráð fyrir að því ljúki klukkan fimm síðdegis á fimmtudag. Grunnmagn útboðsins nær til fimmtungs af heildarhlutafé bankans en fjármálaráðherra hefur heimild til að auka útboðsmagnið. Ríkið á alls 45,2 prósenta hlut í bankanum. Rétti tíminn til að selja Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segist vona að almenningur nýti sér þann forgang sem hann nýtur í útboðinu. Hann telji þetta rétta tímann til að selja. „Og það er líka samdóma álit þeirra sem við fáum ráðgjöf hjá að þetta sé heppilegur tími. Markaðir hafa verið frekar á uppleið og þetta er tækifæri,“ segir Daði. Fyrri útboð á hlutum ríkisins í Íslandsbanka hafa verið mjög umdeild. Daði vonar að breytingar á lögum í kjölfar fyrri útboða skili sínu. „Það var náttúrulega lögð gríðarleg áhersla á það að þessi sala væri gegnsæ. Lögin, sem voru samin í tíð fyrri ríkisstjórnar og er algjör samstaða um á Alþingi, þau eru mjög til þess fallin að auka traust almennings. Það er markmið okkar að þetta ferli sé allt gagnsætt og forgangur almennings sé algjör.“ Íslandsbanki Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Sala á almennum hlutum ríkisins í Íslandsbanka er hafið og stendur fram á fimmtudag. Einstaklingar með íslenska kennitölu hafa forgang umfram aðra í útboðinu og njóta lægsta verðsins. 13. maí 2025 09:01 Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur ráðið fjórar innlendar fjármálastofnanir sem söluaðila vegna fyrirhugaðs útboðs á hlutum ríkisins í Íslandsbanka. Í síðustu viku greindi ráðuneytið frá ráðningu fjögurra erlendra söluaðila vegna útboðsins en nú bætast Arctica Finance, Arion banki, Kvika banki og Landsbankinn í hópinn. 12. maí 2025 13:23 Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur ákveðið að ganga til samninga við fjóra erlenda aðila til að sinna sölu hlutabréfa í fyrirhuguðu útboði á hlutum ríkisins í Íslandsbanka. Tilkynnt verður um þá innlendu aðila sem sinna munu hlutverki söluaðila í fyrirhuguðu útboði fljótlega. 9. maí 2025 14:36 Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira
Greint var frá því í gær að fjármála- og efnahagsráðuneytið hefði ráðið fjögur íslensk fjármálafyrirtæki - Arctica Finance, Arion banka, Kviku banka og Landsbankann - sem söluaðila fyrir útboðið en greint var í síðustu viku frá ráðningu fjögurra erlendra söluaðila vegna útboðsins. Útboðið hófst klukkan hálf níu í morgun og er gert ráð fyrir að því ljúki klukkan fimm síðdegis á fimmtudag. Grunnmagn útboðsins nær til fimmtungs af heildarhlutafé bankans en fjármálaráðherra hefur heimild til að auka útboðsmagnið. Ríkið á alls 45,2 prósenta hlut í bankanum. Rétti tíminn til að selja Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segist vona að almenningur nýti sér þann forgang sem hann nýtur í útboðinu. Hann telji þetta rétta tímann til að selja. „Og það er líka samdóma álit þeirra sem við fáum ráðgjöf hjá að þetta sé heppilegur tími. Markaðir hafa verið frekar á uppleið og þetta er tækifæri,“ segir Daði. Fyrri útboð á hlutum ríkisins í Íslandsbanka hafa verið mjög umdeild. Daði vonar að breytingar á lögum í kjölfar fyrri útboða skili sínu. „Það var náttúrulega lögð gríðarleg áhersla á það að þessi sala væri gegnsæ. Lögin, sem voru samin í tíð fyrri ríkisstjórnar og er algjör samstaða um á Alþingi, þau eru mjög til þess fallin að auka traust almennings. Það er markmið okkar að þetta ferli sé allt gagnsætt og forgangur almennings sé algjör.“
Íslandsbanki Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Sala á almennum hlutum ríkisins í Íslandsbanka er hafið og stendur fram á fimmtudag. Einstaklingar með íslenska kennitölu hafa forgang umfram aðra í útboðinu og njóta lægsta verðsins. 13. maí 2025 09:01 Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur ráðið fjórar innlendar fjármálastofnanir sem söluaðila vegna fyrirhugaðs útboðs á hlutum ríkisins í Íslandsbanka. Í síðustu viku greindi ráðuneytið frá ráðningu fjögurra erlendra söluaðila vegna útboðsins en nú bætast Arctica Finance, Arion banki, Kvika banki og Landsbankinn í hópinn. 12. maí 2025 13:23 Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur ákveðið að ganga til samninga við fjóra erlenda aðila til að sinna sölu hlutabréfa í fyrirhuguðu útboði á hlutum ríkisins í Íslandsbanka. Tilkynnt verður um þá innlendu aðila sem sinna munu hlutverki söluaðila í fyrirhuguðu útboði fljótlega. 9. maí 2025 14:36 Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira
Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Sala á almennum hlutum ríkisins í Íslandsbanka er hafið og stendur fram á fimmtudag. Einstaklingar með íslenska kennitölu hafa forgang umfram aðra í útboðinu og njóta lægsta verðsins. 13. maí 2025 09:01
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur ráðið fjórar innlendar fjármálastofnanir sem söluaðila vegna fyrirhugaðs útboðs á hlutum ríkisins í Íslandsbanka. Í síðustu viku greindi ráðuneytið frá ráðningu fjögurra erlendra söluaðila vegna útboðsins en nú bætast Arctica Finance, Arion banki, Kvika banki og Landsbankinn í hópinn. 12. maí 2025 13:23
Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur ákveðið að ganga til samninga við fjóra erlenda aðila til að sinna sölu hlutabréfa í fyrirhuguðu útboði á hlutum ríkisins í Íslandsbanka. Tilkynnt verður um þá innlendu aðila sem sinna munu hlutverki söluaðila í fyrirhuguðu útboði fljótlega. 9. maí 2025 14:36